Gætu spilað í um 50 stiga frosti Veðurspáin fyrir leik Green Bay Packers og San Francisco 49ers í úrslitakeppni NFL-deildarinnar á sunnudag er vægast sagt ekki góð. Von er á svo köldu veðri að því er spáð að þetta gæti orðið mesti kuldaleikur í sögu deildarinnar. Hefur oft verið spilað í miklum kulda í deildinni en þarna verða jafnvel slegin öll met. Sport 3. janúar 2014 23:15
Vick ætlar að halda áfram Michael Vick reiknar með því að vera byrjunarliðsmaður í NFL-deildinni þegar nýtt tímabil hefst í haust. Sport 2. janúar 2014 19:45
Enn ekki uppselt hjá Packers Þrátt fyrir að uppselt hafi verið á síðustu 300 leiki Green Bay Packers var ekki enn búið að selja alla miðana á mikilvægasta leik tímabilsins til þessa. Sport 2. janúar 2014 12:45
Tebow kominn með nýja vinnu Tim Tebow hefur störf í sjónvarpi innan skamms en hefur þó ekki gefið upp alla von um að komast aftur að í NFL-deildinni. Sport 31. desember 2013 22:00
Fimm þjálfarar reknir í NFL-deildinni Það er talað um "Black Monday" eða svartan mánudag í NFL-deildinni. Deildarkeppninni lauk í gær og eigendur liðanna eru með öxina á lofti í dag. Sport 30. desember 2013 22:30
Manning bætti enn eitt metið Peyton Manning og lið hans, Denver Broncos, átti sögulegt tímabil í NFL-deildinni bandarísku þetta árið. Sport 30. desember 2013 14:30
Rodgers kom Green Bay í úrslitakeppnina Æsilegur lokadagur deildakeppninnar í NFL-deildinni fór fram í gærkvöldi og nótt. Green Bay Packers, San Diego Chargers og Philadelphia Eagles voru meðal annarra sigurvegarar dagsins. Sport 30. desember 2013 08:54
Romo lagðist undir hnífinn Tony Romo, leikstjórnandi Dallas Cowboys í NFL-deildinni, á erfiða mánuði fram undan eftir að hafa gengist undir aðgerð vegna bakmeiðsla í dag. Sport 27. desember 2013 22:45
Cowboys kallar á 41 árs kennara Eftir meiðsli Tony Romo voru Dallas Cowboys aðeins með einn leikstjórnanda til taks. Stjórnendur liðsins voru fljótir að bregðast við og eftir samningaviðræður tók hinn 41 árs gamli Jon Kitna fram skónna úr hillunni. Sport 25. desember 2013 22:00
Brady hrósar Manning í hástert Hinn ótrúlegi leikstjórnandi Denver Broncos, Peyton Manning, sló snertimarkamet Tom Brady um síðustu helgi en það met hafði staðið í sex ár. Sport 24. desember 2013 23:00
49ers kvaddi Candlestick með stæl San Francisco 49ers tryggði sér sæti í úrslitakeppni NFL-deildarinnar í nótt er liðið vann 34-24 sigur á Atlanta Falcons í kveðjuleik sínum á Candlestick Park. Sport 24. desember 2013 14:00
Romo úr leik hjá Dallas Tony Romo, leikstjórnandi Dallas Cowboys í NFL-deildinni, missir af mikilvægasta leik síns liðs á tímabilinu. Sport 23. desember 2013 22:24
Brady í vandræðum með jólagjöf fyrir Gisele Fyrirmyndarparið Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots, og ofurmódelið Gisele Bundchen er ávallt á milli tannanna á fólki vestra. Sport 20. desember 2013 22:30
NY Giants kostaði bílasala 48 milljónir króna Bílasali í Seattle er í vondum málum eftir að auglýsingabrella sprakk í andlitið á honum í kjölfar 23-0 sigurs Seattle Seahawks á NY Giants. Sport 17. desember 2013 16:30
Manning íþróttamaður ársins hjá Sports Illustrated Íþróttablaðið Sports Illustrated tilkynnti í dag val á sínum íþróttamanni ársins. Það er leikstjórnandi Denver Broncos, Peyton Manning, sem hlaut heiðurinn að þessu sinni. Sport 16. desember 2013 13:15
Super Bowl á Stöð 2 Sport á ný Stöð 2 Sport hefur tryggt sér sýningarréttinn á úrslitaleikjunum í NFL-deildinni þetta tímabilið. Sport 13. desember 2013 11:15
Fjórir stungnir eftir leik Broncos og Chargers Það gekk mikið á eftir leik Denver Broncos og San Diego Chargers í NFL-deildinni í nótt og voru að minnsta kosti þrír stungnir í miklum slagsmálum á bílastæðinu fyrir utan völlinn. Sport 13. desember 2013 11:00
Óvænt tap hjá Peyton og félögum San Diego Chargers hélt lífi í úrslitakeppnisvonum sínum er liðið gerði sér lítið fyrir og skellti Peyton Manning og félögum í Denver Broncos, 20-27, í Denver. Chargers er búið að vinna 7 leiki og tapa 7 en Denver er 11-3 eftir leikinn. Sport 13. desember 2013 07:44
Heimilislaus maður lét Burleson heyra það NFL-lið Detroit Lions á ekki glæsta sögu og var lengi vel eitt lélegasta lið deildarinnar. Það eru þó bjartari tímar fram undan hjá félaginu. Borgarbúar hafa samt ekki allir enn trú á liðinu. Sport 10. desember 2013 22:45
Trukkur keyrði á flugvél Vikings Ferðalag NFL-liðsins Minnesota Vikings til Baltimore um síðustu helgi fer seint í sögubækur félagsins fyrir skemmtanagildi. Það var hrein martröð. Sport 10. desember 2013 11:15
Ótrúlegar aðstæður í Philadelphia | Magnaðar myndir Það er spilað í NFL-deildinni alveg sama hvernig veðrið er. Því fengu leikmenn Philadelphia Eagles og Detroit Lions að kynnast í gær í eftirminnilegum leik. Sport 9. desember 2013 08:06
Getið troðið gagnrýninni þar sem sólin ekki skín Helgin í NFL-deildinni var hreint út sagt ótrúleg og muna menn vart eftir annarri eins dramatík og boðið var upp á í leikjum gærdagsins. Sport 9. desember 2013 07:46
Jagúarnir ekki lengur aðhlátursefni Jacksonville Jaguars vann ekki leik í fyrstu níu umferðum NFL-deildarinnar en hefur hún unnið fjóra af síðustu fimm. Sport 6. desember 2013 08:25
Mayo selur sitt eigið majónes Þegar þú ert frægur íþróttakappi og heitir Mayo, hvað gerirðu þá eiginlega til að drýgja heimilstekjurnar? Jú, þú selur þitt eigið majónes. Sport 5. desember 2013 23:30
Byrjað fyrr í London Alls fara þrír leikir í NFL-deildinni fram í London á næsta tímabili og mun einn þeirra byrja fyrr en áður hefur þekkst. Sport 5. desember 2013 14:30
Þjálfari Steelers sektaður um 12 milljónir Forráðamenn NFL-deildarinnar eru lítið fyrir fíflalæti og því hefur Mike Tomlin, þjálfari Pittsburgh Steelers, nú fengið að kynnast. Sport 4. desember 2013 20:15
Læti áhorfenda á Richter-skalanum Stuðningsmenn Seattle Seahawks í NFL-deildinni eru þekktir þar í borg sem tólfti maðurinn og er það sannarlega réttmæt nafnbót. Sport 4. desember 2013 12:15
Reknir fyrir að taka myndir af sér með Tom Brady Stórstjarnan Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots í NFL-deildinni, skildi eftir sig sviðna jörð í Houston um síðustu helgi. Sport 3. desember 2013 22:00
Seattle ósigrandi á heimavelli Russell Wilson og félagar hans í Seattle Seahawks sýndu að þeir eru til alls líklegir í úrslitakeppninni í NFL-deildnini í Bandaríkjunum eftir afar sannfærandi sigur á New Orleans Saints á heimavelli. Sport 3. desember 2013 08:26
Snertimark aldarinnar | Myndband Eitt ótrúlegasta atvik sem hefur sést á íþróttavellinum lengi átti sér stað í háskólaboltanum á milli Alabama og Auburn um helgina. Sport 2. desember 2013 23:30