Neytendur

Neytendur

Neytendafréttir af íslenskum markaði.

Fréttamynd

Gestur greiðir ekki krónu þó að palla­olía hafi hellst í bílinn

Gestur Breiðfjörð Gestsson viðskiptamaður var sýknaður af öllum kröfum bílaumboðsins BL ehf. fyrir Héraðsdómi Reykjaness í gær. BL krafðist þess að Gestur yrði dæmdur til að greiða 2.633.469 króna skuld eftir að pallaolíudósir fóru á flug inn í bílaleigubíl BL, sem hann var með til afnota, en við það opnuðust dósirnar og helltist pallaolían niður sem olli umtalsverðu tjóni í bílnum. 

Innlent
Fréttamynd

Stefnt á að koma upp 98 hleðslustöðvum í Kópa­vogi

Orka náttúrunnar, ON, mun á næstu vikum setja upp tugi hleðslustöðva í Kópavogi í samstarfi við bæinn. Hleðslustöðvar við Hálsatorg í Hamraborg voru teknar í notkun í vikunni. Þær eru fyrstu af 98 hleðslustöðvum á 14 stöðum í Kópavogsbæ sem verða sett upp í haust.

Neytendur
Fréttamynd

Fríar skólamáltíðir séu skamm­góður vermir

Verðbólga hefur ekki mælst minni í tæp þrjú ár og hjaðnar á milli mánaða. Verðlækkun í mötuneytum vegna gjaldfrjálsra máltíða í grunnskólum hefur töluverð áhrif. Hagfræðingur hjá Viðskiptaráði telur þau eiga eftir að ganga til baka og raunar skila sér í aukinni verðbólgu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Veru­lega minni verð­bólga

Verðbólga mælist nú 5,4 prósent og hefur minnkað um 0,6 prósentustig frá síðasta mánuði. Vísitala neysluverðs miðað við verðlag í september 2024 lækkar um 0,24 prósent frá fyrri mánuði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ekkert gert til að gera nikó­tín­púða jafn ó­­­að­laðandi og sígarettur

Eyrún Magnúsdóttir, foreldri og blaðamaður, segir mikilvægt að stjórnvöld sofi ekki á verðinum hvað varðar nikótínpúða. Fyrir um 30 árum hafi 33 prósent fólks reykt, en nú aðeins um þrjú prósent. Í dag noti um 33 prósent fólks nikótínpúða. Stjórnvöld ættu að stefna að því að taka sér ekki 30 ár í að ná þessari prósentutölu niður. Eyrún fjallar um þetta í aðsendri grein á Vísí í dag.

Innlent
Fréttamynd

Gengu langt í að vinna að lausn þótt bíllinn væri ekki í á­byrgð

Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju, segir að bílaumboðið hafi ávallt og muni áfram leggja sig mikið fram við að leiðbeina og aðstoða viðskiptavini eins hægt er. Hann segir fyrirtækið hafa lagt sig fram við að ná lausn í máli ósátts viðskiptavinar þó að bíll viðkomandi hafi ekki lengur verið í ábyrgð. Niðurstaðan hafi líka verið sú að hann hafi ekki greitt neitt vegna málsins.

Neytendur
Fréttamynd

Hafa rúmir opnunar­tímar á­hrif á verð­lag?

Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, segir það mjög furðulegt ef matvöruverslanir myndu ekki stytta opnunartíma sína ef það gæti gert þeim kleift að lækka verð á matvörum. Hún telur það áhugavert álitamál og bendir á að matvöruverslanir eru með rúman opnunartíma hér á landi.

Neytendur
Fréttamynd

Stöðva þurfi rán­yrkju bílastæðaeigenda

Félag íslenskra bifreiðaeigenda telur gjaldtöku á bílastæðum á ferðamannastöðum komna út í öfgar, ekki síst hvað varðar himinhá vangreiðslugjöld. Lóðarhafar, landeigendur og bílastæðafyrirtæki stundi rányrkju með því að fénýta sér aðkomu að náttúrperlum.

Neytendur
Fréttamynd

Segir engar breytingar hafa verið gerðar á upp­skrift SS pylsna

Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands, SS, segir fyrirtækið taka það mjög alvarlega ef fólk upplifi einhver frávik í vörum fyrirtækisins. Þónokkrir hringdu inn í Bítið á Bylgjunni í gær til að ræða breytt bragð af pylsunum. Þáttastjórnendur sögðust sjálfir hafa upplifað það líka. 

Neytendur
Fréttamynd

Sparar kylfingum tíma með rás­tíma­leitar­síðu

Kylfingar geta nú nálgast upplýsingar um lausa rástíma á golfvöllum á aðgengilegri hátt en áður hefur verið hægt á nýrri vefsíðu sem fór í loftið í byrjun vikunnar. Forritari með golfáhuga bjó síðuna til fyrir sig og félaga sína í huga en ákvað að opna hana öllum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Um 400 fyrir­tæki séu hætt eða að hætta að nota Rapyd vegna sniðgöngu

Hundruð fyrirtækja hafa síðustu mánuði hætt að nota greiðslumiðlun Rapyd vegna þrýstings frá Sniðgönguhreyfingunni fyrir Palestínu. Þá hefur innflutningur á ávöxtum og grænmeti frá Ísrael minnkað verulega á milli ára. Sniðgangan 2024 verður gengin á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri í dag. Gangan er farin til að vekja athygli á sniðgöngu fyrir Palestínu.

Innlent
Fréttamynd

Fær bætur vegna brúnu blettanna í mottunni

Fyrirtæki sem býður upp mottuhreinsun hefur verið gert að greiða viðskiptavini sínum 75 prósent af kaupverði gólfmottu eftir að skemmdir urðu á einni slíkri við hreinsun. Brúnir blettir höfðu þar myndast við hreinsun sem ekki reyndist unnt að ná úr.

Neytendur
Fréttamynd

Með ó­líkindum og merki um taum­lausa græðgi

Vilhjálmur Birgisson segir ákvörðun Arion banka um að hækka vexti á verðtryggðum lánum með ólíkindum og merki um taumlausa græðgi, sem hann segir hafa fengið að viðgangast á íslenskum fjármálamarkaði um árabil.

Neytendur
Fréttamynd

Skinkan langódýrust í Prís

Prís er enn ódýrasta matvöruverslunin tæpum fjórum vikum eftir opnun. Það er niðurstaða nýjasta verðlagseftirlits ASÍ. Frá upphafi ágústmánaðar hafa fjórar stærstu matvöruverslanir landsins lækkað verð sín. Verðlag á matvöru lækkaði um 0,5 prósent á milli júlí og ágúst.

Neytendur
Fréttamynd

Kíló­metra­gjaldið verst fyrir þá tekju­lægri

Sérfræðingur hjá Alþýðusambandinu telur frumvarp fjármálaráðherra um upptöku kílómetragjalds koma verst niður á tekjulægri hópum. Þá hefur hún áhyggjur af því að olíufélögin nýti tækifærið til að auka gróðann.

Neytendur
Fréttamynd

Óttast að fólk kaupi eitruð barna­föt fyrir jólin

Kínverskir markaðsrisar líkt og Temu og Shein hika ekki við að selja föt sem í eru skaðleg efni. Mastersnemi í líf- og læknavísindum segir það sérstakt áhyggjuefni hvað varðar börn og segist neminn óttast að fólk versli jólagjafir á síðunum.

Neytendur