Sparar kylfingum tíma með rástímaleitarsíðu Kjartan Kjartansson skrifar 18. september 2024 15:12 Elíasi Gíslasyni fannst hvimleitt að þurfa að fletta í gegnum fjölda síðna til þess að leita að lausum rástímum í golf. Hann bjó því til síðu þar sem hægt er að sjá stöðuna í fjölda klúbba á einum og sama staðnum. Vísir Kylfingar geta nú nálgast upplýsingar um lausa rástíma á golfvöllum á aðgengilegri hátt en áður hefur verið hægt á nýrri vefsíðu sem fór í loftið í byrjun vikunnar. Forritari með golfáhuga bjó síðuna til fyrir sig og félaga sína í huga en ákvað að opna hana öllum. Fram að þessu hafa kylfingar í leit að lausum rástíma þurft að fletta í gegnum rástímabókunarsíður hvers klúbbs fyrir sig í snjallforritinu Golfbox. Á vefsíðunni Golfrástímar (rastimar.is) er hins vegar hægt að sjá yfirlit yfir lausa tíma í fjölda golfklúbba á einni og sömu síðunni sem einfaldar leitina umtalsvert. Vefurinn er frumkvæði Elíasar Gíslasonar, framendaforritara hjá Reykjavíkurborg, sem var orðinn þreyttur á viðmótinu í Golfbox-appinu þegar hann leitaði að rástímum, sérstaklega samdægurs. Einnig er að finna upplýsingar um lausa tíma í golfhermum hjá hinum og þessum fyrirtækjum sem bjóða upp á þá. „Það er svolítið tímafrekt að finna lausa tíma. Það þarf að fletta í gengum alla vellina, tala nú ekki um með golfhermana. Nú þegar er að koma vetur eru allir að færa sig inn. Það eru alla vegana átta til tíu vefsíður sem ég veit um þar sem maður þarf alltaf að fara í gegnum allt bókunarferlið hjá þeim til þess að finna lausa tíma. Núna er þetta bara allt á einu bretti,“ segir Elías við Vísi. Þegar hann er ekki að leita að rástímum vinnur Elías sem framendaforritari hjá Reykjavíkurborg og hjá sprotafyrirtækinu Hoobla.Aðsend Vildi leyfa öllum að njóta góðs af síðunni Elías setti vefsíðuna sama á tveimur til þremur dögum en upplýsingarnar sótti hann úr Golfbox-appinu og bókunarsíðum golfhermafyrirtækjanna. Upphaflega hugsaði hann síðuna bara fyrir sjálfan sig og félaga sína. „Svo hugsaði ég bara með mér: af hverju ekki að opna þetta fyrir alla og leyfa öllum að njóta góðs af þessu. Þetta er svo brjálæðislega þægilegt, þykir mér alla vegana,“ segir Elías. Ekki er hægt að bóka rástíma í gegnum vefsíðuna en Elías segir ekki útilokað að það verði hægt í framtíðinni. Eins og sakir standa eru aðeins vellir á höfuðborgarsvæðinu og næsta nágrenni sýndir á síðunni en Elías býst við að allir vellir landsins verði þar næsta sumar. Um tvö þúsund manns hafa heimsótt vefsíðuna frá því á mánudag þrátt fyrir að hún hafi ekki verið auglýst fyrir utan færslu í Facebook-hópi fyrir kylfinga á Íslandi. „Bara frábærar viðtökur og allir bara ofboðslega sáttir við þetta. Það er greinilega mikil vöntun á þessu,“ segir Elías. Elías segist ekki hafa hugsað sér vefsíðuna sem sérstaka tekjulind heldur lausn til þess að einfalda golfsamfélaginu lífið. Hann sé þó opinn fyrir því ef einhver vilji auglýsa á síðunni í framtíðinni. Golf Golfvellir Neytendur Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Sjá meira
Fram að þessu hafa kylfingar í leit að lausum rástíma þurft að fletta í gegnum rástímabókunarsíður hvers klúbbs fyrir sig í snjallforritinu Golfbox. Á vefsíðunni Golfrástímar (rastimar.is) er hins vegar hægt að sjá yfirlit yfir lausa tíma í fjölda golfklúbba á einni og sömu síðunni sem einfaldar leitina umtalsvert. Vefurinn er frumkvæði Elíasar Gíslasonar, framendaforritara hjá Reykjavíkurborg, sem var orðinn þreyttur á viðmótinu í Golfbox-appinu þegar hann leitaði að rástímum, sérstaklega samdægurs. Einnig er að finna upplýsingar um lausa tíma í golfhermum hjá hinum og þessum fyrirtækjum sem bjóða upp á þá. „Það er svolítið tímafrekt að finna lausa tíma. Það þarf að fletta í gengum alla vellina, tala nú ekki um með golfhermana. Nú þegar er að koma vetur eru allir að færa sig inn. Það eru alla vegana átta til tíu vefsíður sem ég veit um þar sem maður þarf alltaf að fara í gegnum allt bókunarferlið hjá þeim til þess að finna lausa tíma. Núna er þetta bara allt á einu bretti,“ segir Elías við Vísi. Þegar hann er ekki að leita að rástímum vinnur Elías sem framendaforritari hjá Reykjavíkurborg og hjá sprotafyrirtækinu Hoobla.Aðsend Vildi leyfa öllum að njóta góðs af síðunni Elías setti vefsíðuna sama á tveimur til þremur dögum en upplýsingarnar sótti hann úr Golfbox-appinu og bókunarsíðum golfhermafyrirtækjanna. Upphaflega hugsaði hann síðuna bara fyrir sjálfan sig og félaga sína. „Svo hugsaði ég bara með mér: af hverju ekki að opna þetta fyrir alla og leyfa öllum að njóta góðs af þessu. Þetta er svo brjálæðislega þægilegt, þykir mér alla vegana,“ segir Elías. Ekki er hægt að bóka rástíma í gegnum vefsíðuna en Elías segir ekki útilokað að það verði hægt í framtíðinni. Eins og sakir standa eru aðeins vellir á höfuðborgarsvæðinu og næsta nágrenni sýndir á síðunni en Elías býst við að allir vellir landsins verði þar næsta sumar. Um tvö þúsund manns hafa heimsótt vefsíðuna frá því á mánudag þrátt fyrir að hún hafi ekki verið auglýst fyrir utan færslu í Facebook-hópi fyrir kylfinga á Íslandi. „Bara frábærar viðtökur og allir bara ofboðslega sáttir við þetta. Það er greinilega mikil vöntun á þessu,“ segir Elías. Elías segist ekki hafa hugsað sér vefsíðuna sem sérstaka tekjulind heldur lausn til þess að einfalda golfsamfélaginu lífið. Hann sé þó opinn fyrir því ef einhver vilji auglýsa á síðunni í framtíðinni.
Golf Golfvellir Neytendur Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Sjá meira