Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. október 2024 10:40 Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóri Samkaupa. Vísir/Vilhelm Forstjóri Samkaupa segir að viðbrögð íbúa í Búðardal við vildarkerfi í Krambúðinni hafi verið afar góð, þvert á fullyrðingar sveitarstjóra Dalabyggðar. Hann segir nánast alla íbúa vera aðilar að vildarkerfinu og sjötíu prósent þeirra séu reglulegir viðskiptavinir. „Þannig að fyrirsögnin í viðtalinu „Ekki næstum allir íbúar með þetta app“ er bókstaflega röng – það eru næstum allir íbúar Búðardals með appið, og mikill meirihluti þeirra notar það reglulega,“ segir Gunnar Egill Sigurðsson forstjóri Samkaupa í skriflegu svari til Vísis. Vilja aðra verslun í Dalabyggð Tilefnið eru ummæli Björn Bjarka Þorsteinsson sveitarstjóri Dalabyggðar sem sagði við Vísi á dögunum að hans helsta ósk væri sú að íbúar í Dalabyggð myndu njóta lægra vöruverðs strax en ekki einungis í gegnum sérstakt app á vegum Samkaupa sem reka Krambúðina í Búðardal. Ár er síðan sveitarstjórn skoraði á Samkaup að opna þar dagvöruverslun í stað Krambúðarinnar. Fyrr á árinu, nánar tiltekið í maí síðastliðnum, tilkynntu forsvarsmenn Samkaupa að íbúar Dalabyggðar yrðu þeir fyrstu á landinu til þess að fá að prófa nýja viðbót við Samkaupsappið. Í viðbótinni felst sá möguleiki að fá um tvöhundruð vörur í Krambúðinni í Búðardal á sérstöku lágvöruverði í formi inneignar. Þá gagnrýndi Björn Bjarki jafnframt vöruúrvalið í Krambúðinni. Hann sagði það ekki taka mið af þörfum íbúa sem reki heimili í Dalabyggð, uppsetning verslunarinnar væri enn með þeim hætti að um sé að ræða verslun fyrir ferðamenn. Fengið fjölda skilaboða „Þvert á það sem hann segir í viðtalinu við þig þá hafa viðbrögð íbúa í Búðardal við sérkjörunum sem þeim bjóðast í Krambúðinni verið afar góð. Við höfum fengið fjölda skilaboða frá ánægðum viðskiptavinum og frá því að við opnuðum fyrir þessa lausn hafa íbúar safnað sér töluverðri inneign sem þeir geta svo innleyst í næstu verslunarferð,“ skrifar Gunnar í svari sínu til Vísis. Hann segir inneignina vera krónu á móti krónu þannig að þúsund króna inneign myndi í raun þúsund króna verðlækkun á vörukörfunni í næstu innkaupum. Gunnar segir kerfið hafa stækkað hjá Samkaupum og sé nú í innleiðingu víðar á landsbyggðinni. Hann segist sannfærður um að því verði vel tekið. „Af þeim sem eru skráðir með póstnúmer í Búðardal eru nánast allir aðilar vildarkerfisins og um 70 prósent þeirra eru reglulegir viðskiptavinir – það er mikil notkun miðað við aðra staði.“ Dalabyggð Verslun Neytendur Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
„Þannig að fyrirsögnin í viðtalinu „Ekki næstum allir íbúar með þetta app“ er bókstaflega röng – það eru næstum allir íbúar Búðardals með appið, og mikill meirihluti þeirra notar það reglulega,“ segir Gunnar Egill Sigurðsson forstjóri Samkaupa í skriflegu svari til Vísis. Vilja aðra verslun í Dalabyggð Tilefnið eru ummæli Björn Bjarka Þorsteinsson sveitarstjóri Dalabyggðar sem sagði við Vísi á dögunum að hans helsta ósk væri sú að íbúar í Dalabyggð myndu njóta lægra vöruverðs strax en ekki einungis í gegnum sérstakt app á vegum Samkaupa sem reka Krambúðina í Búðardal. Ár er síðan sveitarstjórn skoraði á Samkaup að opna þar dagvöruverslun í stað Krambúðarinnar. Fyrr á árinu, nánar tiltekið í maí síðastliðnum, tilkynntu forsvarsmenn Samkaupa að íbúar Dalabyggðar yrðu þeir fyrstu á landinu til þess að fá að prófa nýja viðbót við Samkaupsappið. Í viðbótinni felst sá möguleiki að fá um tvöhundruð vörur í Krambúðinni í Búðardal á sérstöku lágvöruverði í formi inneignar. Þá gagnrýndi Björn Bjarki jafnframt vöruúrvalið í Krambúðinni. Hann sagði það ekki taka mið af þörfum íbúa sem reki heimili í Dalabyggð, uppsetning verslunarinnar væri enn með þeim hætti að um sé að ræða verslun fyrir ferðamenn. Fengið fjölda skilaboða „Þvert á það sem hann segir í viðtalinu við þig þá hafa viðbrögð íbúa í Búðardal við sérkjörunum sem þeim bjóðast í Krambúðinni verið afar góð. Við höfum fengið fjölda skilaboða frá ánægðum viðskiptavinum og frá því að við opnuðum fyrir þessa lausn hafa íbúar safnað sér töluverðri inneign sem þeir geta svo innleyst í næstu verslunarferð,“ skrifar Gunnar í svari sínu til Vísis. Hann segir inneignina vera krónu á móti krónu þannig að þúsund króna inneign myndi í raun þúsund króna verðlækkun á vörukörfunni í næstu innkaupum. Gunnar segir kerfið hafa stækkað hjá Samkaupum og sé nú í innleiðingu víðar á landsbyggðinni. Hann segist sannfærður um að því verði vel tekið. „Af þeim sem eru skráðir með póstnúmer í Búðardal eru nánast allir aðilar vildarkerfisins og um 70 prósent þeirra eru reglulegir viðskiptavinir – það er mikil notkun miðað við aðra staði.“
Dalabyggð Verslun Neytendur Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira