Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

„Doctor Victor kveikti í kofanum“

Tónlistarmaðurinn Kristmundur Axel Kristmundsson hélt sína fyrstu tónleika, Í fyrsta skipti, fyrir fullu húsi í Iðnó á föstudagskvöldið. Viðtökurnar fóru fram úr hans björtustu vonum og komust færri að en vildu.

Lífið
Fréttamynd

Mun túlka Spring­steen

Bandaríski leikarinn Jeremy Allen White, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í þáttunum The Bear, mun túlka Bruce Springsteen í væntanlegri kvikmynd um stórsöngvarann.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Fólk leggi of oft eins og Tjokkó

Deildarstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir það gerast of oft að ökumenn leggi bílum í sérstakt neyðarstæði fyrir viðbragðsaðila. Hver mínúta skipti sköpum í bráðaflutningum og því nauðsynlegt að stæðin séu auð. 

Innlent
Fréttamynd

Fagnaði 29 árum með glæsiteiti á Edition

Ofurskvísan, listakonan og ljósmyndarinn Anna Maggý fagnaði 29 ára afmæli sínu á skemmtistaðnum Sunset á Edition við Reykjavíkurhöfn á dögunum. Öllu var tjaldað til í veislunni sem var hin glæsilegasta en gríðarleg stjörnuorka sveif yfir vötnum.

Lífið
Fréttamynd

Fullur til­hlökkunar fyrir nýjum kafla

„Það er ótrúlega gaman að vera búinn að gefa þetta út. Næsti síngúll er væntanlegur í apríl og svo erum við að vinna hörðum höndum að plötunni Floni 3,“ segir tónlistarmaðurinn Friðrik Róbertsson, betur þekktur sem Floni. Hann var að gefa út tónlistarmyndband við nýjasta lagið sitt Engill og vinnur sömuleiðis að nýrri plötu.

Tónlist
Fréttamynd

Nick Cave til Ís­lands

Tónlistarmaðurinn Nick Cave snýr aftur til Íslands í júlí og mun koma fram í Eldborgarsal Hörpu. Með honum á bassagítar verður Colin Greenwood úr Radiohead. 

Tónlist
Fréttamynd

Bíl Tjokkó lagt í neyðarbílastæði meðan hann tróð upp

Tónlistarmaðurinn Patrik Atlason, eða Prettyboitjokkó, tróð upp á glæsilegri árshátíð Landsbankans í Laugardalshöll í gærkvöldi. Það væri þó ekki í frásögur færandi nema fyrir það að meðan á „gigginu“ stóð lá glæsikerra hans í stæði sem ætlað er neyðarbílum. 

Innlent
Fréttamynd

Finna enn gríðar­lega sterk á­hrif Eurovision-myndarinnar

Verkefnastjóri Húsavíkurstofu segir að ferðamennska hafi aukist jafnt og þétt í Húsavík frá útgáfu Eurovision-bíómyndarinnar og síðasta sumar sé það blómlegasta í sögu bæjarins. Hann vekur athygli á að fyrir hverja krónu sem notuð er til fjárfestingar í kvikmyndagerð hérlendis koma 6,8 krónur til baka.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Hljómahöllin fagnar 10 ára af­mæli með opnu húsi

Það iðar allt af lífi og fjöri í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ í dag því þar er verið að halda upp á tíu ára afmæli hallarinnar með lifandi tónlist á milli tvö og fimm. Páll Óskar, Bríet, Friðrik Dór og Léttsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar eru meðal þeirra, sem koma fram.

Lífið
Fréttamynd

Blue Lights: Fljúgandi start

Allir sex þættir bresku þáttaraðarinnar Blue Lights dúkkuðu nýlega upp í sarpi Ríkissjónvarpsins en fyrir þá sem kjósa enn að fylgjast með í línulegri dagskrá eru þeir sýndir á þriðjudögum og hafa fengið íslenska titilinn Bláu ljósin í Belfast. Í þessum pistli er fjallað um seríuna í heild sinni.

Gagnrýni
Fréttamynd

Verður aftur lag­lega ljóskan Elle Woods

Bandaríska leikkonan Reese Witherspoon hyggst bregða sér aftur í eitt af hennar langþekktustu hlutverkum, lögfræðingsins Elle Woods sem hún gerði ódauðlega í Legally Blonde kvikmyndunum. Í þetta skiptið verður um að ræða sjónvarpsþætti.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Frá­bær til­finning að geta verið fyrir­mynd

„Ég get ekki skilið þetta hatur sem sumir þurfa bara að gefa frá sér á samfélagsmiðlum. En ég tek þessu alls ekki persónulega, ég bara eyði þessu eða blokka þetta,“ segir Laurasif Nora Andrésdóttir. 

Lífið
Fréttamynd

Svar Ís­lands og Sviss við Forrest Gump mætir á skjáinn

Kalmann Óðinsson sjálfskipaður lögreglustjóri á Raufarhöfn mætir bráðum á skjá landsmanna en framleiðslufyrirtækið Kontent hefur tryggt sér kvikmyndaréttinn af skáldsögunum um kappann sem skrifaðar eru af Joachim B. Schmidt. Leikstjóri þáttanna segist hafa haft seríuna í maganum allt frá því hann las bókina í fyrsta sinn.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Fer fögrum orðum um júrólag Ísraels

Hera Björk Þórhallsdóttir Eurovisionfari fer fögrum orðum um framlag Ísraels í Eurovision, Hurricane, í viðtali við ísraelska Eurovision-miðilinn Euromix á kynningarviðburði keppninnar í Madríd á laugardaginn.

Lífið