Fullur tilhlökkunar fyrir nýjum kafla Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 8. apríl 2024 11:32 Floni á sviðinu á laugardaginn. Flysouth/Hafsteinn Snær Þorsteinsson „Það er ótrúlega gaman að vera búinn að gefa þetta út. Næsti síngúll er væntanlegur í apríl og svo erum við að vinna hörðum höndum að plötunni Floni 3,“ segir tónlistarmaðurinn Friðrik Róbertsson, betur þekktur sem Floni. Hann var að gefa út tónlistarmyndband við nýjasta lagið sitt Engill og vinnur sömuleiðis að nýrri plötu. Hér má sjá tónlistarmyndbandið: Klippa: Floni - Engill Floni skaust upp á stjörnuhimininn árið 2017 þegar að hann gaf út sitt fyrsta lag Tala saman. Floni var mjög virkur í tónlistarlífinu og sendi frá sér fjölda smella en lítið hefur heyrst frá kappanum síðan 2021. Nýtt tímabil „Í febrúar síðastliðnum tilkynnti Floni að hann hefði skrifað undir nýjan samning við útgáfurisann Sony Music og gaf hann einnig út fyrstu smáskífuna af væntanlegri plötu sinni Flona 3. Smáskífan ber heitið Engill og hefur notið mikilla vinsælda frá útgáfu. Í gær gaf Floni svo út tónlistarmyndband við lagið í leikstjórn Einars Egilssonar,“ segir í fréttatilkynningu. View this post on Instagram A post shared by (@fridrikroberts) Í samtali við listamanninn segir hann að myndbandið hafi verið unnið í Covid og þá við allt annað lag. Hann og leikstjórinn ákváðu svo að myndbandið hentaði laginu Engill mun betur. „Þetta var mjög skemmtilegt ferli og forréttindi að fá að vinna með Einari að þessu myndbandi. Ég hef alltaf verið hrifinn af því að skapa sjónrænan heim í kringum tónlistina mína og finnst mér þetta myndband ná vel utan um orkuna í laginu,“ segir Floni. View this post on Instagram A post shared by (@fridrikroberts) Næsti kafli tekur við Myndbandið er framleitt af framleiðslufyrirtækinu Empathy & Indy af þeim Einar Egilssyni og Atla Óskari Fjalarssyni. Aðspurður segir Floni að nóg sé í vændum og að aðdáendur hans munu ekki þurfa að bíða lengi eftir frekari fregnum. „Núna vorum við að loka þessum fyrsta kafla og næsti kafli tekur við. Nýr síngúll er væntanlegur í apríl. Það er mikil stemning og það er alltaf gaman að gefa út. Sérstaklega eftir Covid lægðina, það er gaman að allt sé að fara á fullt. Ég finn svo sterkt fyrir því hvað mér finnst skemmtilegt að gefa út músík og ég vona að allir séu glaðir með þetta. Ég er svo mjög spenntur að gefa út plötuna en útgáfudagur er enn þá leyndarmál. Þangað til fær fólk snefil af því sem koma skal með nokkrum sínglum.“ Hér má sjá myndbandið á Youtube. Tónlist Menning Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Lífið samstarf Fleiri fréttir HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Hér má sjá tónlistarmyndbandið: Klippa: Floni - Engill Floni skaust upp á stjörnuhimininn árið 2017 þegar að hann gaf út sitt fyrsta lag Tala saman. Floni var mjög virkur í tónlistarlífinu og sendi frá sér fjölda smella en lítið hefur heyrst frá kappanum síðan 2021. Nýtt tímabil „Í febrúar síðastliðnum tilkynnti Floni að hann hefði skrifað undir nýjan samning við útgáfurisann Sony Music og gaf hann einnig út fyrstu smáskífuna af væntanlegri plötu sinni Flona 3. Smáskífan ber heitið Engill og hefur notið mikilla vinsælda frá útgáfu. Í gær gaf Floni svo út tónlistarmyndband við lagið í leikstjórn Einars Egilssonar,“ segir í fréttatilkynningu. View this post on Instagram A post shared by (@fridrikroberts) Í samtali við listamanninn segir hann að myndbandið hafi verið unnið í Covid og þá við allt annað lag. Hann og leikstjórinn ákváðu svo að myndbandið hentaði laginu Engill mun betur. „Þetta var mjög skemmtilegt ferli og forréttindi að fá að vinna með Einari að þessu myndbandi. Ég hef alltaf verið hrifinn af því að skapa sjónrænan heim í kringum tónlistina mína og finnst mér þetta myndband ná vel utan um orkuna í laginu,“ segir Floni. View this post on Instagram A post shared by (@fridrikroberts) Næsti kafli tekur við Myndbandið er framleitt af framleiðslufyrirtækinu Empathy & Indy af þeim Einar Egilssyni og Atla Óskari Fjalarssyni. Aðspurður segir Floni að nóg sé í vændum og að aðdáendur hans munu ekki þurfa að bíða lengi eftir frekari fregnum. „Núna vorum við að loka þessum fyrsta kafla og næsti kafli tekur við. Nýr síngúll er væntanlegur í apríl. Það er mikil stemning og það er alltaf gaman að gefa út. Sérstaklega eftir Covid lægðina, það er gaman að allt sé að fara á fullt. Ég finn svo sterkt fyrir því hvað mér finnst skemmtilegt að gefa út músík og ég vona að allir séu glaðir með þetta. Ég er svo mjög spenntur að gefa út plötuna en útgáfudagur er enn þá leyndarmál. Þangað til fær fólk snefil af því sem koma skal með nokkrum sínglum.“ Hér má sjá myndbandið á Youtube.
Tónlist Menning Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Lífið samstarf Fleiri fréttir HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira