Opnaði sýningu með sínum dimmustu hugsunum „Textana skrifaði ég á mínum dimmustu stundum í baráttu við þunglyndi og í allskonar flækjum með andlegu heilsuna mína,“ segir Hafnfirðingurinn og leikarinn Tryggvi Rafnsson um sýninguna sína Ég, í Litla Gallerý á Strandgötu í Hafnarfirði. Lífið 9. nóvember 2021 11:31
Bókmenntafrömuður sakaður um kynferðisbrot gegn barni Kristinn E. Andrésson (1901-1973), alþingismaður og einn helsti bókmenntafrömuður landsins er sakaður um að hafa áreitt með grófum hætti níu ára stúlku. Innlent 9. nóvember 2021 10:21
Árbæjarskóli vann Skrekk Árbæjarskóli fór með sigur af hólmi í Skrekk, hæfileikakeppni grunnskólanemenda í Reykjavík, með atriði sitt, Annað viðhorf. Menning 8. nóvember 2021 22:25
Uggandi yfir takmörkunum en stefna á notkun hraðprófa Bragi Valdimar Skúlason, einn meðlima hljómsveitarinnar Baggalúts, segir nýjustu sóttvarnaaðgerðir stjórnvalda setja sívinsæla jólatónleikaröð sveitarinnar í talsvert uppnám. Jólatónleikar sveitarinnar eru ómissandi hluti aðventunnar hjá fjölda Íslendinga, en engir tónleikar fóru fram í fyrra vegna samkomutakmarkana. Menning 8. nóvember 2021 20:13
CBS elti OMAM til Íslands Útsendari bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CBS heimsótti íslensku sveitina Of Monsters and Men hér á landi á dögunum og ræddi við meðlimi bandsins. Lífið 8. nóvember 2021 16:31
Öflugt endurgreiðslukerfi tryggir samkeppnisforskot kvikmyndagerðar á Íslandi Það stefnir í annað stærsta framleiðsluár í kvikmynda- og sjónvarpsiðnaði hér á landi samkvæmt nýjustu tölum frá Hagstofunni. Ársvelta iðnaðarins hefur þrefaldast á einum áratug, vel á þriðja þúsund manns starfa við kvikmyndagerð og fjöldi fyrirtækja í greininni hefur tvöfaldast undanfarin fimm ár. Skoðun 8. nóvember 2021 15:01
Ný íslensk streymisveita hefur göngu sína Ný íslensk streymisveita hefur hafið göngu sína sem sérhæfir sig í klassískum kvikmyndum með íslenskum texta. Streymisveitan ber nafnið Filmflex og leggja aðstandendur áherslu á að sinna klassískum kvikmyndaperlum sem nutu mikillar aðsóknar í kvikmyndahúsum landsmanna á sjöunda og áttunda áratugnum. Viðskipti innlent 8. nóvember 2021 14:55
Sunneva segir draum að geta unnið með Balta Listakonan Sunneva Ása Weisshappel birti á Instagram fallegar myndir af sér með Baltasar Kormáki í hestaferð. Hún er í London í augnablikinu og virðist sakna hestaferðanna. Lífið 8. nóvember 2021 14:30
Stranger Things stikla: Fjörugt vorfrí í Hawkins Netflix birti um helgina stiklu fyrir fjórðu þáttaröð Stranger Things. Eins og svo oft áður stefnir í mikil vandræði í Hawkins og mögulega í Kaliforníu. Bíó og sjónvarp 8. nóvember 2021 11:00
Fyrrverandi söngvari UB40 látinn Breski söngvarinn Terence Wilson, einnig þekktur sem Astro, er látinn, 64 ára að aldri. Hann var fyrrverandi söngvari og einn stofnenda bresku reggísveitarinnar UB40. Lífið 8. nóvember 2021 10:56
Hannes verðlaunaður í Lübeck: „Hamingjusamur og stoltur“ Kvikmyndin Leynilögga hlaut verðlaun á Nordische Filmtage Lübeck í gær, Kvikmyndahátíðinni í Lübeck Þýskalandi. Leynilögga var opnunarmynd hátíðarinnar og fékk mjög góðar viðtökur. Lífið 8. nóvember 2021 10:15
„Það er ekkert hægt að vera að velta sér upp úr þessu alla daga“ Þrátt fyrir að vera að eigin sögn hlédrægur intróvert, er Svavar Pétur Eysteinsson einn vinsælasti listamaður landsins. Eftir að hafa verið virkur í indí-rokk senunni í Reykjavík allt frá fyrri hluta tíunda áratugarins skapaði hann sér árið 2008 hliðarsjálfið Prins Póló og hefur hann upp frá því verið að syngja sig reglulega inn í hjörtu þjóðarinnar með ódauðlegum poppsmellum sem öllu jafna hafa mjög hversdagslegar skírskotanir sem allir geta tengt við. Lífið 7. nóvember 2021 19:58
Ertu íslensk? Ósýnilegu konurnar stíga fram Magnea Björk Valdimarsdóttir sendi nýverið frá sér heimildamyndina Hvunndagshetjur (Are You Icelandic?). Myndin hefur m.a. unnið til verðlauna á kvikmyndahátíðum í Barcelona og París. Bíó og sjónvarp 7. nóvember 2021 13:17
Galdramaðurinn í Odda sem færði Íslendingum ritlistina „Skall þar hurð nærri hælum,“ er máltæki rakið til Sæmundur fróða þegar hann yfirgaf Svartaskóla í Frakklandi og járnhurðin skall svo fast aftur á hæla hans að hælbeinin særðust. Innlent 7. nóvember 2021 10:56
Tugir þúsunda syrgja vinsælustu söngkonu Brasilíu Tugir þúsunda aðdáenda brasilísku söngkonunnar Marília Mendonça komu saman í heimaborg hennar Goiania í morgun til að minnast hennar en hún fórst í flugslysi á föstudag aðeins 26 ára gömul. Erlent 7. nóvember 2021 09:45
RAX Augnablik: „Af hverju leyfir þú honum ekki að lifa?“ „Grænlensku hundarnir eru mjög merkilegir hundar, þetta eru hetjurnar sem að hafa haldið lífi í þeim í gegnum árin ef maður hugsar út í það þannig,“ segir Ragnar Axelsson ljósmyndari. Menning 7. nóvember 2021 07:01
The Last Duel: Gerendameðvirknin bergmálar í gegnum aldirnar Aðsóknin hefur ekki verið mikil á The Last Duel, sem kom í kvikmyndahús fyrir viku síðan. Það er miður, því hér um að ræða kvikmynd sem er merkileg fyrir margra hluta sakir. Gagnrýni 6. nóvember 2021 13:56
Vestmanneyingar á menningarlegu nótum um helgina Vestmanneyingar og gestir þeirra verða á menningarlegum nótum um helgina því þar fer fram safnahelgi með fjölbreyttri dagskrá. Hápunktur helgarinnar verður fjölþjóðleg ráðstefna um Tyrkjaránið í Vestmannaeyjum. Innlent 6. nóvember 2021 13:31
Með óaðfinnanlega hnýtta þverslaufu á Kvíabryggju Vinjettuhöfundurinn Ármann Reynisson á að baki einstakt lífshlaup. Í þessu höfundatali segir hann meðal annars af dvölinni á Kvíabryggju en þar var hann eins og hvítur hrafn. Þá kemur hann inn á þá útskúfun sem hann telur sig hafa mátt sæta af hálfu þeirra sem tilheyra menningarelítunni. Menning 6. nóvember 2021 07:00
Verbúð verðlaunuð á Spáni Íslenska þáttaröðin Verbúð, hlaut á dögunum dómnefndarverðlaunin á hátíðinni Serielizados Fest á Spáni. Hátt í 40 þættir og heimildarmyndir voru sýnd á hátíðinni. Bíó og sjónvarp 5. nóvember 2021 20:36
RIFF býður öllum leik- og grunnskólanemum landsins kvikmyndadagskrá og kennsluefni RIFF, Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík hefur útbúið veglega alþjóðlega kvikmyndadagskrá ásamt kennsluefni sem býðst öllum leik- og grunnskólanemum landsins út janúar á næsta ári og er skólunum að kostnaðarlausu. Bíó og sjónvarp 5. nóvember 2021 15:31
Leit hafin að þátttakendum í aðra seríu af Fyrsta blikinu „Ef þú hefur náð tuttugu ára aldri og ert í leit að ástinni og ævintýrum, þá erum við að leita að þér,“ segir í auglýsingu frá aðstandendum stefnumótaþáttanna Fyrsta blikið. Makamál 5. nóvember 2021 15:12
Þjóðþekktir einstaklingar flykktust með börnin í bíó Það var mikill stjörnufans i Smárabíói þegar íslenska barna- og fjölskyldumyndin Birta var frumsýnd. Salka Sól mætti ólétt og geislandi en hún leikur eitt aðalhlutverkið ásamt Kristínu Erlu Pétursdóttir og Margréti Júlíu Reynisdóttir. Lífið 5. nóvember 2021 11:31
Ætlar ekki að eyða jólunum ein Jóhanna Guðrún gefur út hresst jólalag í dag. Lagið heitir einfaldlega Ætla ekki að eyða þeim ein. Lag og texta samdi Ásgeir Orri Ásgeirsson en hann sá einnig um upptökustjórn. Lífið 5. nóvember 2021 10:03
Sons of Anarchy-stjarna látin Bandaríski leikarinn William Lucking, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í þáttunum Sons of Anarchy, er látinn. Hann var áttræður þegar hann lést. Lífið 5. nóvember 2021 07:32
Bylgjan órafmögnuð: Krummi flytur sín þekktustu lög Tónlistarmaðurinn Krummi stígur á stokk í kvöld og flytur sín þekktustu lög í tónleikaröðinni Bylgjan órafmögnuð. Tónleikarnir verða fluttir á Bylgjunni og sýndir samhliða því á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísir. Tónlist 4. nóvember 2021 17:01
Fer með hlutverk forföður síns Þáttaröðin Gunpowder er nýkomin inn á Stöð 2+. Þættirnir byggja á sönnum atburðum og gerast í upphafi 17. aldar þegar England var klofið í trúarmálum. Hópur manna ákveður að ráða Jakob fyrsta Englandskonung af dögum með því að sprengja upp höllina í Westminster, en þegar hafði honum verið sýnd nokkur misheppnuð banatilræði. Lífið samstarf 4. nóvember 2021 14:34
Sýnishorn úr kvikmyndinni Skjálfta frumsýnt Í dag er frumsýnt fyrsta sýnishornið í fullri lengd úr íslensku kvikmyndinni Skjálfta, sem erlendis verður kynnt undir nafninu Quake. Myndin verður heimsfrumsýnd síðar í mánuðinum en fer í sýningu hér á landi í janúar. Bíó og sjónvarp 4. nóvember 2021 14:30
Íslenska óperan í fyrsta sinn á Akureyri Íslenska óperan leggur land undir fót helgina 13.-14. nóvember þegar hún setur upp La Travita í menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Það verður í fyrsta sinn sem ópera í fullri stærð er sett upp í höfuðstað Norðurlands. Menning 4. nóvember 2021 13:31
Er þetta of líkt til að vera tilviljun? Á dögunum barst Albumm ábending um ansi lík tónlistarmyndbönd sem komu út með stuttu millibili. Það eru Íslensku sveitirnar Kig & Husk og SOMA en þegar að er gáð eru myndböndin nánast eins, enda er notast við sama myndefni. Albumm 3. nóvember 2021 20:50