Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Í aðdraganda Alþingiskosninga getur verið erfitt fyrir kjósendur að leggja mat á það hvort að málflutningur stjórnmálamanna byggi á staðreyndum eða rakalausum þvættingi og hvort að framkomnar stefnur stjórnmálaflokkanna í hinum ýmsu málaflokkum séu nýjar og ferskar eða byggi á endurnýtingu eldri stefna með aðstoð gervigreindar, jafnvel frá öðrum stjórnmálaflokkum. Skoðun 4. nóvember 2024 06:30
Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ímyndum okkur kolkrabba – með þungt höfuð og kalda fálmara sem smjúga inn í hvert horn samfélagsins. Angarnir teygja sig út um allt, vefja sig utan um okkur og sjúga til sín allt sem nærir þjóðina. Skoðun 4. nóvember 2024 06:17
Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar segir fokið í flest skjól ef orð hennar um víkkun vaxtarmarka í viðtali í Bítinu teljist sem stjórnvaldsákvörðun. Beiðni um færslu vaxtarmarka á höfuðborgarsvæðinu hafi ekki komið formlega inn á borð borgarstjórnar. Innlent 3. nóvember 2024 22:51
Tekst hægrinu að rústa velferðarkerfunum í þetta sinn? Íslenskir fjölmiðlar eru yfirleitt alltof kurteisir við stjórnmálamenn í viðtölum, láta þá komast upp með að tala bara um það sem þeim sjálfum þykir þægilegast að tala um, og áður en varir er tíminn búinn og maður situr eftir engu nær um raunverulega afstöðu þeirra til mála sem upphaflega var lagt upp með. Skoðun 3. nóvember 2024 22:01
Verkin og vinnusemin tala sínu máli Ég hef hrifist af þeim fjölmörgu verkum sem Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, hefur komið til leiða á undanförnum árum til að efla menningu og skapandi greinar á Íslandi, ásamt viðurkenningunni á að um sé að ræða alvöru atvinnugreinar sem skila verulegum efnahagslegum áhrifum til samfélagsins líkt og nýlegar úttektir á hafa staðfest. Skoðun 3. nóvember 2024 21:31
„Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Skrifstofustjóri Sósíalistaflokksins segir að frambjóðendurnir þrír sem fengu framboð sín á lista flokksins ógild hafi lagt sig alla fram við að skila inn staðfestingu á samþykki með lögmætum hætti. Knappur tími og tæknileg vandræði hafi valdið því að samþykki þeirra fékkst ekki staðfest. Innlent 3. nóvember 2024 19:23
Þrír frambjóðendur detta út Þrír frambjóðendur Sósíalistaflokks í Suður- og Suðvesturkjördæmi voru felldir af listunum tveimur vegna ólögmætra undirskrifta á úrskurðarfundi landskjörstjórnar í dag. Hinir listarnir 59 voru samþykktir án athugasemda. Innlent 3. nóvember 2024 15:57
Skattar eru ekki fúkyrði Það eru mörg orð á íslensku sem virðast vera á flæmingi undan málnotkun. Skattar eru eitt þeirra, sérstaklega ef einhver vogar sér að tala um að hækka þá á einhvern hátt. Skoðun 3. nóvember 2024 15:00
Bein útsending: Landskjörstjórn tilkynnir um gild framboð Úrskurðarfundur landskjörstjórnar um gildi framboða í kosningunum til Alþingis fer fram í Þjóðminjasafninu í dag klukkan þrjú. Fundinum verður streymt á Vísi. Innlent 3. nóvember 2024 14:01
Gott umhverfi er gott fyrir okkur Nú í aðdraganda alþingiskosninga er mikið talað um húsnæðismál og þá einkum í því samhengi að gera þurfi gangskör að uppbyggingu íbúðarhúsnæðis. Að ekki sé nægjanlega mikið byggt og íbúðaverð of hátt. Sumir vilja brjóta nýtt land undir íbúðabyggð og telja landrými nægjanlegt. Aðrir tala fyrir þéttingu byggðar. Eiginlega allir vilja byggja hratt og helst hagkvæmt fyrir almenning og/eða uppbyggingaraðila. Skoðun 3. nóvember 2024 09:30
Höldum áfram að nýta tækifærin, virkjum til framtíðar og tryggjum orkuöryggi Síðustu 10 ár eða allt frá 18 ára aldri hef ég margoft verið spurður afhverju ég kýs Sjálfstæðisflokkinn? Þeir vinna jú bara fyrir ríka fólkið. Vissulega er ég ekki ríkur í aurum talið, en ég er svo sannarlega ríkur af mörgu öðru. Skoðun 3. nóvember 2024 09:01
Er ekki bara best að sýna heiðarleika? Þrumuræða Sigurðar Inga Jóhannssonar formanns Framsóknarflokksins í leiðtogaumræðuþætti RÚV 1. nóvember hefur vakið mikla athygli sem er vel, því þar kom margt fram sem er þarft innlegg í þá umræðu um stöðu útlendingamála sem hefur farið hátt undanfarið. Skoðun 3. nóvember 2024 07:32
Dálkur Kristrúnar í bak Dags B. var ekki mistök, heldur vísvitandi niðrun Á netinu er vefsíða um forystufé. Þar segir m.a. þetta: „Forystufé hefur verið til hér um aldaraðir og alltaf verið í miklum metum. Það hefur það í eðli sínu að fara á undan fjárhópi í rekstri og aðrar kindur fylgja forystufénu.“ Skoðun 3. nóvember 2024 06:03
Menntamál eru efnahagsmál: Tími fyrir nýja nálgun Oft er sagt að menntun sé lykillinn að framtíðinni. En hvað gerist þegar við vanrækjum lykilinn sjálfan? Menntakerfið okkar hefur setið á hakanum allt of lengi. Skoðun 2. nóvember 2024 21:31
Sigurður hafi mögulega fengið sig fullsaddan Eldræða formanns Framsóknarflokksins um útlendingamál hefur vakið mikla athygli. Formaður hjálparsamtaka segir ekkert við framferði hans gefa til kynna að flokkurinn standi fyrir mannúð en stjórnmálafræðingur telur formanninn mögulega hafa fengið sig fullsaddan af andúð annarra flokka. Innlent 2. nóvember 2024 21:02
Og segja mér hver fær að vera fyrirmynd? Það var sagt í gærkvöldi í beinni „fyrirmyndir skipta máli“. Ég vil taka fram það er alveg hárrétt, fyrirmyndir skipta miklu máli. Kona sem lét þau orð falla er ein af mínum fyrirmyndum. Skoðun 2. nóvember 2024 21:02
„Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Ragnar Þór Ingólfsson, frambjóðandi Flokks fólksins, segir ríkisstjórnarflokkana ekki bera höfuðábyrgð á stöðu verðbólgunnar heldur þá sem hafa verið við stjórn í Reykjavíkurborg. Húsnæðisskortur sé rót verðbólguvandans og verði ekki leystur nema með því að brjóta nýtt land. Innlent 2. nóvember 2024 17:22
Viltu lækka í launum? Ég hef unnið við kennslu að mestu leyti frá því að ég útskrifaðist sem grunnskólakennari árið 1997. Árið 2008 gerði ég hlé á kennsluferlinum, hóf störf sem skjalastjóri og kláraði meistaranám í bókasafns- og upplýsingafræði. Starf skjalastjórans krafðist mikillar fagþekkingar, það gat verið krefjandi, skemmtilegt og var að mörgu leyti þægilegt. Skoðun 2. nóvember 2024 17:01
Kæri frambjóðandi! Nú þegar alþingiskosningar eru framundan, vil ég beina athygli þinni að brýnum málefnum sem snerta börn með sértækar þarfir í okkar samfélagi. Það að eiga barn með fjölþættar greiningar eins og ADHD, er áskorun sem oft er vanmetin. Því við séum öll að reyna að gera okkar besta, er raunveruleikinn er sá að þjónustan sem börn og fjölskyldur þurfa er oft ekki til staðar, þrátt fyrir farsæld barna. Skoðun 2. nóvember 2024 15:32
Innflutt skautun í boði Viðreisnar Formaður Viðreisnar var stóryrt í Pallborðinu á Vísi í vikunni. Þar fullyrti hún að Sjálfstæðisflokkurinn hefði ekki staðið vörð um frelsi einstaklinga á síðustu árum og nefndi þá sérstaklega kvenfrelsi. Skoðun 2. nóvember 2024 14:01
„Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Jón Gnarr segir „útlendingavandann“ minna um margt á gamla „unglingavandann“. Hvort tveggja byggist á fordómum og ranghugmyndum frekar en staðreyndum. Ekki eigi að kenna ákveðnum hópum um úrræðaleysi stjórnvalda og endurtaka þannig gömul mistök. Innlent 2. nóvember 2024 13:50
Unglingavandamálið Þegar ég var að vaxa úr grasi þá var mikið gert úr unglingavandamálinu svokallaða en það var allur hinn margvíslegi vandi sem fylgdi unglingum. Fjölmiðlar, í góðu samstarfi við lögregluna og áhyggjufulla eldri borgara kepptust um að gera sem mest úr þessum umfangsmikla vanda. Skoðun 2. nóvember 2024 13:33
Stöndugur efnahagur og sterk velferð – undirstaða hvors annars Það er margt sem betur má fara í íslensku samfélagi, en heilt yfir einkennist samfélagið af mikilli innviðaskuld. Því lengur sem dregst að bæta þar úr, þeim mun erfiðara og dýrara verður það. Skoðun 2. nóvember 2024 13:00
Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Stjórnmálafræðiprófessor telur eldræðu formanns Framsóknarflokksins vera að einhverju leyti til að fjarlægja flokkinn stefnu Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins. Framsókn geri sig líklega til að mynda ríkisstjórn af miðjunni til vinstri. Innlent 2. nóvember 2024 12:36
Íslenskan til valdeflingar en ekki valdbeitingar Samkvæmt Íslenskri nútímamálsorðabók skilgreinist orðið „inngilding“ sem „stefna eða aðgerð sem stuðlar að því að allir fái notið sín, óháð uppruna, kyni, fötlun og fleiri þáttum“. Skoðun 2. nóvember 2024 12:30
„Tvær undirskriftir sem vantaði“ Forsvarsmenn Lýðræðisflokksins og Ábyrgrar framtíðar segja stjórnmálasamtökin vera búin að lagfæra framboð sín í komandi Alþingiskosningum eftir að hafa fengið aðfinnslur frá Landskjörstjórn. Sósíalistaflokkurinn fékk líka aðfinnslur en skrifstofustjóri flokksins segir þær tilkomnar vegna tæknilegra örðugleika. Innlent 2. nóvember 2024 11:59
Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Formaður hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk segir Framsóknarflokkinn hafa innleitt mannfjandsamlegustu stefnu í málefnum flóttafólks frá seinni heimsstyrjöld. Ekkert við framferði flokksins síðustu ár gefi til kynna að hann standi fyrir mannúð þrátt fyrir orð formannsins um annað. Innlent 2. nóvember 2024 10:57
Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Hún kom eins og óskrifað blað inn í íslensk stjórnmál fyrir alþingiskosningarnar 2021 og var orðin formaður Samfylkingarinnar um ári síðar. Fljótlega varð ljóst að hún var stjórnmálamaður af annarri skúffu en flestir. Hún ferðaðist um landið með opna fundi og upp úr þeim ferðum mótaði hún nýja stefnu fyrir Samfylkinguna sem var nálægt því að þurrkast út í kosningunum 2016. Innlent 2. nóvember 2024 08:02
Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Líflegar og hvassar umræður sköpuðust um útlendingamál í fyrstu kappræðum formanna stjórnmálaflokkanna fyrir komandi alþingiskosningar á RÚV í kvöld. Sigmundur Davíð spyr hvort við eigum að hjálpa Rússum að tæma Úkraínu. Sigurði Inga var heitt í hamsi þegar hann spurði hvort kosningabaráttan ætti að snúast um svokölluð útlendingamál, og sagði að umræðan ætti að snúast um staðreyndir en ekki vera ofan í drullupotti. Hann segir suma stjórnmálamenn hræddari við lítinn strák í hjólastól en erlenda auðkýfinga sem kaupa upp jarðir. Innlent 1. nóvember 2024 23:36
Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Stjórnmálaflokkurinn Ábyrg framtíð hefur nú birt framboðslista sinn í eina kjördæminu sem þau bjóða fram, Reykjavíkurkjördæmi norður. Jóhannes Loftsson stofnandi flokksins er í fyrsta sæti og Guðmundur Karl Snæbjörnsson læknir í öðru. Innlent 1. nóvember 2024 19:51