463 greindust innanlands á jóladag 463 greindust með Covid-19 innanlands í gær, jóladag, þar af voru 128 í sóttkví eða tæp 28 prósent. Níu greindust á landamærunum. Innlent 26. desember 2021 09:04
Siglum báruna Líf okkar allra hefur markast af kófinu síðastliðin tvö ár og því hefur fylgt gríðarlegt heilsufarslegt og efnahagslegt tjón. Þegar þetta er ritað eru tæplega sjö þúsund manns á landinu í einangrun eða sóttkví yfir jólin, langflestir með lítil eða engin einkenni. Umræðan 26. desember 2021 09:00
Rauð jól á Grænlandi Íslensk fjölskylda sem ákvað að verja jólunum á Grænlandi segir hafa komið verulega á óvart að upplifa rauð jól þar. Tilhlökkun er fyrir gamlárskvöldi því Grænlendingar fagna áramótunum þrisvar. Innlent 25. desember 2021 20:29
Frans páfi biður fyrir endalokum faraldurs Frans páfi fagnaði komu jólanna í gærkvöldi fyrir framan um tvö þúsund manns í Péturskirkju í Vatíkaninu. Í predikun sinni gerði páfinn lítillæti Krists að umtalsefni sínu og hvatti fólk til að minnast þess að frelsari kristinna manna hefði komið í heiminn fátækur. Erlent 25. desember 2021 19:06
Búast má við enn hærri tölum eftir helgi 16 ára unglingur er í öndunarvél á gjörgæslu Landspítalans vegna Covid-19. Enn einn metdagurinn var í fjölda þeirra sem greindust smitaðir af Covid-19 í gær eða 522. Verið er að undirbúa að opna fimmta farsóttarhúsið. Innlent 25. desember 2021 18:38
Óbólusettur með Covid-19 en myndi ekki breyta neinu Nökkvi Fjalar Orrason, athafnamaður og áhrifavaldur, greindist smitaður af kórónuveirunni á landamærunum við komuna til landsins á dögunum. Hann hefur ekki þegið bólusetningu en segist engu myndi breyta um það, þótt hann gæti. Lífið 25. desember 2021 18:33
Mikil ásókn í sýnatöku: „Langflestir eru að fá svar samdægurs“ Mikil röð var í sýnatöku á Suðurlandsbraut í morgun. Opið var milli 8-14 í dag en samkvæmt upplýsingum fréttastofu biðu flestir í um klukkutíma. Einhverjir hafa haft áhyggjur af því að langan tíma taki að fá niðurstöðu úr sýnatökunni en verkefnastjóri segir þær áhyggjur óþarfar. Innlent 25. desember 2021 17:53
Sextán ára í öndunarvél vegna Covid Sextán ára einstaklingur liggur í öndunarvél á gjörgæslu á Landspítalanum vegna veikinda af völdum kórónuveirunnar. Þetta staðfestir Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild spítalans, í samtali við fréttastofu. Innlent 25. desember 2021 15:57
Fólk farið að veikjast meira: Fimmta farsóttarhúsið á teikniborðinu Farið er að bera á meiri veikindum en áður í farsóttarhúsi að sögn umsjónarmanns. Hann segir að síðasti gesturinn hafi komið í húsið rétt fyrir miðnætti í gær. Allt stefni í að fimmta farsóttarhúsið verði opnað. Innlent 25. desember 2021 14:00
Hvetja fólk til að fámenna: „Við venjulegar kringumstæður hefði það auðvitað fyllt mann af angri og depurð“ Helgihald hefur víða verið með óhefðbundnu sniði vegna kórónuveirufaraldursins. Séra Skúli Sigurður Ólafsson, sóknarprestur í Neskirkju, segir að vel hafi gengið en óvenjulegt hafi verið að þurfa hvetja fólk til að mæta ekki í messu. Innlent 25. desember 2021 12:24
Nýtt met: 493 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær Í gær greindust 522 með Covid-19 hér á landi. Þar af greindust 493 innanlands, sem er hæsti fjöldi innanlandssmita sem greinst hefur á einum degi. Á landamærunum greindust 29 manns. Innlent 25. desember 2021 10:11
Aflýsa þúsundum flugferða yfir hátíðarnar Ferðamenn víðsvegar um heiminn eru margir hverjir í vandræðum en yfir 4.500 flugferðum hefur verið aflýst yfir hátíðarnar. Ástæðan er mönnunarvandi vegna faraldurs kórónuveirunnar. Erlent 25. desember 2021 08:09
Myndir ársins 2021: Faraldur, fegurð og -hamfarir Ljósmyndarar og myndatökumenn fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar fönguðu margt dýrmætt augnablikið í ár, eins og þeim einum er lagið. Sigrar og sorgir voru fest á filmu og í mörgum tilvikum sannaðist það fornkveðna; að mynd segir meira en þúsund orð. Innlent 25. desember 2021 08:01
Enn ein frestunin í ensku úrvalsdeildinni Leik Burnley og Everton í ensku úrvalsdeildinni hefur verið frestað. Leikurinn átti að fara fram annan í jólum en nú er óvíst hvenær hann verður spilaður. Ástæðan er sú að fjöldi leikmanna Everton er með kórónuveiruna. Enski boltinn 24. desember 2021 16:01
Neitaði að bera grímu á tónleikum Gauta og var handtekinn með hörku Karlmaður var handtekinn á tónleikunum Jülevenner í gær eftir að hafa neitað að bera grímu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sagði í dagbókarfærslu í morgun að maðurinn hafi verið handtekinn vegna brota á sóttvarnalögum og fyrir ofbeldi gegn opinberum starfsmanni. Innlent 24. desember 2021 14:49
Stappað á Suðurlandsbraut: „Það er fátt sem öskrar jólin meira en þetta“ Múgur og margmenni safnaðist saman við Suðurlandsbraut í dag til að fara í Covid-próf. Flestir voru þó í jólaskapi þó að sumir væru stressaðir fyrir því að vera smitaðir og þurfa að verja jólunum einir. Innlent 24. desember 2021 14:04
Bandaríkjaher þróar nýtt bóluefni Bandaríkjaher hefur unnið að þróun nýs bóluefnis gegn kórónuveirunni sem á að virka vel gegn öllum mögulegum afbrigðum veirunnar. Gert er ráð fyrir því að bóluefnið verði kynnt opinberlega á næstu vikum. Erlent 24. desember 2021 13:07
Óbólusettum óheimilt að heimsækja Landspítala Landspítali er nú á hættustigi og gerð er krafa um að aðstandendur, sem hyggjast heimsækja sjúklinga á spítalanum, séu annaðhvort fullbólusettir eða hafi fengið Covid á síðastliðnum sex mánuðum. Alls liggja nú tíu sjúklingar á Landspítala vegna Covid. Innlent 24. desember 2021 12:40
„Ætli það séu ekki einhver þrjátíu herbergi eftir“ Staðan í farsóttarhúsum landsins er orðin verulega slæm en örfá pláss eru eftir. Um 205 manns dvelja nú í farsóttarhúsum en tæplega sex þúsund manns verða í einangrun yfir hátíðarnar fjarri fjölskyldu og vinum. Metfjöldi greindist smitaður af kórónuveirunni innanlands í gær og forstöðumaður farsóttarhúsanna segir að nú þurfi að velja og hafna. Innlent 24. desember 2021 11:34
Í einangrun um jól og áramót: „Ég klára bara árið hér og mæti sterk til leiks árið 2022“ Ein þeirra fjölmörgu sem þarf að eyða jólunum í einangrun er Birna María Másdóttir sem komst að því að hún væri smituð í fyrradag þegar hún var skimuð á landamærum eftir flugferð frá New York. Innlent 24. desember 2021 11:24
Nýtt met: 448 greindust innanlands Í gær greindust 488 með Covid-19 hér á landi. Þar af greindust 448 innanlands, sem er hæsti fjöldi innanlandssmita sem greinst hefur á einum degi. Á landamærunum greindust 40 manns. Innlent 24. desember 2021 09:29
Ummæli ársins 2021: Ferlarnir hjá KSÍ, froðuflóð um koppagrundir og hefð um óinnsigluð kjörbréf Nú eins og undanfarin ár rifjar Vísir upp eftirminnilegustu ummæli ársins sem er að líða. Og eins og gengur og gerist þá endurspegla ummælin mörg helstu fréttamála ársins. Innlent 24. desember 2021 08:00
Fimm ára og eldri skyldaðir í bólusetningu Bólusetningarskyldu hefur verið komið á í Ekvador í Suður-Ameríku. Allir, fimm ára og eldri, skulu fara í bólusetningu en stjórnvöld tóku ákvörðunina í ljósi fjölgun smita af völdum kórónuveirunnar. Erlent 24. desember 2021 07:46
„Stíga inn í nútímann“ og streyma helgihaldi Helgihald skipar eðli málsins samkvæmt stóran sess í hátíðarhöldum almennings yfir jólin. Tvísýnt hefur verið um fjölmenna viðburði vegna kórónuveirufaraldursins og trúarathafnir eru þar engin undantekning. Messum í dag, aðfangadag, verður streymt en einnig verður unnt taka á móti kirkjugestum með notkun hraðprófa. Innlent 24. desember 2021 07:26
Bubbi óttast ekki neitt: „Ég er bara gleðigjafi“ Bubbi Morthens hélt árlegu Þorláksmessutónleika sína í Eldborg í Hörpu fyrr í kvöld. Eldborgarsalurinn tekur um fimmtán hundruð manns í sæti en uppselt var á tónleikana. Tónleikarnir voru sem sagt fjölmennir en óvissa ríkti um tónleikahaldið þegar kynntar voru hertar takmarkanir innanlands vegna kórónuveirufaraldursins fyrr í vikunni. Nokkrir tónleikahaldarar fengu sérstaka undanþágu frá gildandi sóttvarnareglum, Bubbi þar með talinn. Menning 23. desember 2021 23:15
Greindust öll á landamærunum og verða saman á jólunum Níu manna vinahópur sem kom frá Puerto Rico í fyrradag greindist allur með Covid-19 við komuna til landsins. Í stað þess að húka í einangrun hvert um sig ákváðu þau að framlengja fríið öll saman í sumarbústað á Snæfellsnesi yfir jólin. Innlent 23. desember 2021 23:00
Töluvert af börnum í farsóttahúsum yfir jólin Tæplega sex þúsund manns verða í einangrun eða sóttkví um jólin og mun hluti þeirra dvelja í farsóttahúsunum yfir hátíðirnar fjarri fjölskyldu og vinum. Innlent 23. desember 2021 22:14
Fólk með ómíkron 50 til 70 prósent ólíklegra til að lenda á sjúkrahúsi Fólk sem sýkist af ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar er 50% til 70% ólíklegra til að þurfa á sjúkrahúsinnlögn að halda en fólk með fyrri afbrigði. Erlent 23. desember 2021 19:01
Áslaug skýtur á takmarkanir: „Önnur sjónarmið en sóttvarnir þurfa að heyrast“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, telur að líta verði til fleiri þátta en smitvarna þegar teknar eru ákvarðanir um takmarkanir vegna kórónuveirunnar hér á landi. Bóluefni veiti góða vernd og ekki megi líta fram hjá þeim áhrifum sem takmarkanirnar hafi á geðheilsu almennings og þá sérstaklega barna. Innlent 23. desember 2021 17:37
„Getur verið að fólk sé ekki að fara í prófin eins fljótt og það gerði“ Forstjóri heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir daginn í dag ekki vera stóran þegar kemur að sýnatökum, þrátt fyrir að metfjöldi hafi greinst með Covid-19 í gær. Mögulegt er að fólk veigri sér við því að mæta í sýnatöku fyrir jólin. Innlent 23. desember 2021 17:30