Rauð jól á Grænlandi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 25. desember 2021 20:29 Þóra Arnórsdóttir og Svavar Halldórsson ákváðu að eyða hátíðinni á Grænlandi þar sem hefur verið einmunablíða. Vísir Íslensk fjölskylda sem ákvað að verja jólunum á Grænlandi segir hafa komið verulega á óvart að upplifa rauð jól þar. Tilhlökkun er fyrir gamlárskvöldi því Grænlendingar fagna áramótunum þrisvar. Þóra Arnórsdóttir fjölmiðlakona og fjölskylda ákváðu að fara til Nuuk á Grænlandi yfir jólin eftir að vinir þeirra auglýstu að þeir vildu skipta á íbúðum. „Þetta kveikti strax í okkur og við vorum fljót til og buðum þeim okkar íbúð í stað þeirra á Nuuk yfir hátíðirnar. Það var eins gott að við sáum ekki hvað flugið kostar fyrr en við vorum búin að taka þessa ákvörðun,“ segir Þóra og hlær. Óhefðbundið veður á hefðbundnum aðfangadegi Þóra segir að aðfangadagur hafi verið nokkuð hefðbundinn. „Við komum með fulla ferðatösku af jólapökkum. Það var ekki í boði að koma hingað með þrjú börn og vera ekki með jólagjafir. Þá tókum við með okkur íslenskan jólamat,“ segir hún. Þau versluðu þó líka fyrir jólin í Nuuk og segir Þóra aðspurð að verðið sé hærra en á Íslandi. Veðrið sé hins vegar búið að vera afar óhefðbundið. „Grænlendingar hafa ekki upplifað annað eins. Það var svona átta stiga hiti þegar við komum rétt fyrir jól og og því rauð jól sem er afar sjaldgæft hér. Það er þó frost í dag en engin snjókoma,“ segir Þóra. Þóra segir að svo virðist vera að omíkron- afbrigði kórónuveirunnar sé ekki komið til Grænlands. „Við vorum að fá fregnir að vinum okkar sem fengu greiningu klukkan fimm á aðfangadag og þurftu að fara beint í einangrun. Okkur finnst eiginlega eins og við höfum sloppið,“ segir hún. Sprengjuglaðir Grænlendingar Þóra segir tilhlökkun fyrir gamlárskvöldi því Grænlendingar séu jafnvel sprengjuglaðari en Íslendingar. „Hér er mikil flugeldagleði og flugeldum skotið upp klukkan 20 á gamlársdag því þá er miðnætti í Danmörku og því er að sjálfsögðu fagnað, svo aftur klukkan níu því þá er miðnætti í Færeyjum það er svona meira gert til að sýna samstöðu og svo á miðnætti hér,“ segir Þóra að lokum. Grænland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jól Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Sjá meira
Þóra Arnórsdóttir fjölmiðlakona og fjölskylda ákváðu að fara til Nuuk á Grænlandi yfir jólin eftir að vinir þeirra auglýstu að þeir vildu skipta á íbúðum. „Þetta kveikti strax í okkur og við vorum fljót til og buðum þeim okkar íbúð í stað þeirra á Nuuk yfir hátíðirnar. Það var eins gott að við sáum ekki hvað flugið kostar fyrr en við vorum búin að taka þessa ákvörðun,“ segir Þóra og hlær. Óhefðbundið veður á hefðbundnum aðfangadegi Þóra segir að aðfangadagur hafi verið nokkuð hefðbundinn. „Við komum með fulla ferðatösku af jólapökkum. Það var ekki í boði að koma hingað með þrjú börn og vera ekki með jólagjafir. Þá tókum við með okkur íslenskan jólamat,“ segir hún. Þau versluðu þó líka fyrir jólin í Nuuk og segir Þóra aðspurð að verðið sé hærra en á Íslandi. Veðrið sé hins vegar búið að vera afar óhefðbundið. „Grænlendingar hafa ekki upplifað annað eins. Það var svona átta stiga hiti þegar við komum rétt fyrir jól og og því rauð jól sem er afar sjaldgæft hér. Það er þó frost í dag en engin snjókoma,“ segir Þóra. Þóra segir að svo virðist vera að omíkron- afbrigði kórónuveirunnar sé ekki komið til Grænlands. „Við vorum að fá fregnir að vinum okkar sem fengu greiningu klukkan fimm á aðfangadag og þurftu að fara beint í einangrun. Okkur finnst eiginlega eins og við höfum sloppið,“ segir hún. Sprengjuglaðir Grænlendingar Þóra segir tilhlökkun fyrir gamlárskvöldi því Grænlendingar séu jafnvel sprengjuglaðari en Íslendingar. „Hér er mikil flugeldagleði og flugeldum skotið upp klukkan 20 á gamlársdag því þá er miðnætti í Danmörku og því er að sjálfsögðu fagnað, svo aftur klukkan níu því þá er miðnætti í Færeyjum það er svona meira gert til að sýna samstöðu og svo á miðnætti hér,“ segir Þóra að lokum.
Grænland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jól Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Sjá meira