Körfubolti

Körfubolti

Fréttir af leikmönnum og liðum í körfubolta, bæði á Íslandi og erlendis.

Fréttamynd

Strangari reglur á í­þrótta­við­burðum

Tilkynnt var í dag um uppfærðar reglur um framkvæmd leikja hjá bæði HSÍ og KKÍ. Aukin smit kórónuveirunnar eru ástæðan fyrir því að reglur hafa verið hertar á íþróttaviðburðum.

Sport
Fréttamynd

Arnar Guð­jóns­son: Þetta var hálf­gerð heppni

Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, sagði heppnina umfram annað hafa ráðið því að liðið vann 94-93 sigur á Hetti þegar liðin mættust í úrvalsdeild karla í körfuknattleik á Egilsstöðum í kvöld. Höttur átti síðasta skot leiksins en það geigaði.

Körfubolti
Fréttamynd

Hvað er framundan í stjörnuleik NBA?

Stjörnuleikur NBA hefur seinustu ár verið hluti af stórri og bráðskemmtilegri helgi þar sem bestu leikmenn NBA deildarinnar mætast í einskonar sýningarleik. Þetta árið hefur dagskráin þó verið stytt úr heilli helgi niður í sex tíma.

Körfubolti
Fréttamynd

Elvar Már með sjö stig í sigri Siaulia

BC Siaulia heimsótti Pieno Zvaigzdes í litháensku deildinni í körfubolta í dag. Elvar Már Friðriksson átti flottan leik í liði Siaulia, en skoraði sjö stig, ásamt því að eiga 11 stoðsendingar á liðsfélaga sína.

Körfubolti
Fréttamynd

Vantar meiri þekkingu á milli manna og ekki hægt að bíða mikið lengur

„Blóðþrýstingurinn er alltaf hár í þessu sporti, sérstaklega eins og deildin er núna og hvernig allt tímabilið er búið að vera,“ segir Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, sem er með liðið utan úrslitakeppni og í afar erfiðri leikjatörn. Valur tapaði fyrir Stjörnunni í kvöld eftir að hafa verið ellefu stigum yfir í hálfleik.

Körfubolti