Martin átti fínan leik í naumu tapi Martin Hermannsson spilaði nauman hálftíma í fimm stiga tapi Valencia gegn Baskonia í ACB-deildinni, spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta, í kvöld. Lokatölur 72-67 Baskonia í vil. Körfubolti 18. september 2021 20:46
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fjölnir - Haukar 89-94 | Haukar bikarmeistari í sjöunda sinn eftir hörkuleik Haukar eru bikarmeistarar í sjöunda sinn eftir fimm stiga sigur á Fjölni í úrslitaleik VÍS-bikarsins í körfubolta. Leikurinn var æsispennandi og var það ekki fyrr en undir lok leiks sem Haukar náðu upp það góðri forystu að þær gætu andað léttar, lokatölur 94-89. Körfubolti 18. september 2021 19:45
Held að við séum miklu betri en Fjölnir „Mér líður ótrúlega vel með þetta, þetta er ótrúlega gaman að vera bikarmeistari. Það er svolítið skrítið að vera bikarmeistari í september en samt alveg jafn geggjað,“ sagði Tinna Guðrún Alexandersdóttir, leikmaður bikarmeistara Hauka eftir sigur liðsins á Fjölni í dag. Körfubolti 18. september 2021 19:15
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Tindastóll 86-81 | Stjarnan í úrslit eftir háspennuleik Það var viðbúið að leikur Stjörnunnar og Tindastóls, í undanúrslitum VÍS bikarsins, yrði hörkuleikur. Það varð raunin en á endanum vann Stjarnan fimm stiga sigur.86-81, í miklum spennuleik. Körfubolti 16. september 2021 22:40
Arnar Guðjónsson: Það verður að reyna að vinna Njarðvík núna þegar Haukur er ekki með Stjarnan lagði Tindastól að velli í undanúrslitum VÍS bikarsins fyrr í kvöld í Garðabænum í hörkuleik sem sveiflaðist til of grá köflum. Leikar enduðu 86-81 og var Arnar Guðjónsson ánægður með að hans menn hafi hætt að senda boltann í hendurnar á Tindastól í seinni hálfleik. Körfubolti 16. september 2021 22:13
Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - ÍR 109-87| Njarðvík í bikarúrslit eftir flugeldasýningu Njarðvík er komið í bikarúrslit í VÍS bikarnum. Eftir 22 stiga sigur 109-87.Yfirburðir Njarðvíkur í kvöld voru rosalegir. Njarðvík komst um miðjan fyrri hálfleik 20 stigum yfir og gáfu ÍR aldrei möguleika á að komast inn í leikinn. Körfubolti 16. september 2021 20:37
Benedikt Guðmundsson: Markmiðið er að bæta við fána í Ljónagryfjuna Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, var afar sáttur með að vera kominn í bikarúrslit. Sport 16. september 2021 20:10
2021 er einkar eftirminnilegt ár fyrir Damian Lillard Árið í ár verður án efa eitt það allra eftirminnilegasta á ævi NBA körfuboltamannsins Damian Lillard. Það er langur listi af hverju svo er. Körfubolti 16. september 2021 15:30
Helena birti svívirðileg skilaboð Körfuboltakonan Helena Sverrisdóttir birti afar ógeðfelld skilaboð sem tveimur leikmönnum Vals bárust eftir leikinn gegn Haukum í VÍS bikarnum í gær. Körfubolti 16. september 2021 07:30
Wall fetar í fótspor Harden og Westbrook | Leitar á ný mið John Wall hefur náð samkomulagi við forráðamenn Houston Rockets um að yfirgefa félagið þegar nægilega gott tilboð berst. Hann mun ekki leika með liðinu í NBA-deildinni í körfubolta í vetur. Körfubolti 15. september 2021 23:30
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Haukar 59-68 | Haukar í bikarúrslit í tíunda sinn Valur tók á móti Haukum í undanúrslitaleik VÍS bikars kvenna í körfubolta fyrr í kvöld. Leikar enduðu 59-68 Haukum í vil þar sem sprettir Haukakvenna dugðu til að tryggja sigurinn. Körfubolti 15. september 2021 22:20
Þegar þú setur bikar fyrir framan alvöru íþróttamenn þá vilja þeir sækja bikarinn „Varnarleikurinn batnaði til muna í seinni hálfleik en við vorum bara eitthvað stressaðar og ekki alveg við sjálfar lengi vel,“ sagði Helena Sverrisdóttir eftir að hafa leitt lið sitt í úrslit VÍS-bikarsins með 16 stig og 10 fráköst ásamt því að spila fanta varnarleik. Körfubolti 15. september 2021 22:15
Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - Njarðvík 65-60 | Fjölniskonur komnar í bikarúrslit í fyrsta sinn Fjölnir tók á móti Njarðvík í undanúrslitaleik VÍS bikars kvenna í körfubolta en Fjölnisliðið hafði fyrir leikinn aldrei komist í bikarúrslit í kvennaflokki. Það hefur nú breyst en þær unnu leik kvöldsins með fimm stiga mun, lokatölur 65-60. Fjölnir mun mæta Haukum í úrslitaleiknum. Körfubolti 15. september 2021 21:15
„Það er skrítið að vera í gulu og bláu“ Dagný Lísa Davíðsdóttir, leikmaður Fjölnis, var afar ánægð með að vera komin í úrslitaleik bikarkeppninnar í ár eftir 65-60 sigur á Njarðvík í kvöld. Körfubolti 15. september 2021 20:30
Curry tilbúinn að fórna tönnum og fleiru viðkvæmu fyrir brelluhögg Mickelson Körfuboltastjarnan Steph Curry er einn af mikilvægustu og verðmætustu leikmönnum NBA-deildarinnar og eigendur og þjálfarar Golden State Warriors hafi örugglega svitnað aðeins þegar þeir sáu nýtt myndband með kappanum. Golf 15. september 2021 11:01
Njarðvík, ÍR og Tindastóll í undanúrslit Átta liða úrslitum VÍS-bikars karla í körfubolta er lokið og ljóst er hvaða lið eru komin í undanúrslit. Njarðvík, ÍR, Tindastóll og Stjarnan eru öll komin í undanúrslit keppninnar. Körfubolti 12. september 2021 22:17
Stjarnan í undanúrslit Stjarnan er komin í undanúrslit í VÍS-bikar karla í körfubolta fyrst allra liða eftir sigur á Grindavík í kvöld. Lokatölur í Garðabænum 92-81. Körfubolti 12. september 2021 19:37
Callum Lawson í Val Callum Lawson, sem lék lykilhlutverk í íslandsmeistaraliði Þórs frá Þorlákshöfn í vor er genginn til liðs við Val í sömu deild. Þetta kemur fram á facebook síðu körfuknattleiksdeildar Vals. Körfubolti 12. september 2021 08:01
Toronto fær að keppa í Kanada Forráðamenn Toronto Raptors, sem leikur í NBA deildinni fengu frábærar fréttir í gær. Eftir að hafa þurft að flytja til Tampa Bay í Flórída allt síðasta tímabil liggur fyrir að liðið fær að spila heimaleiki sína á sínum heimavelli í Toronto, Scotiabank Arena. Sport 11. september 2021 07:00
Lakers sækir enn einn ellismellinn Hinn 33 ára gamli DeAndre Jordan hefur samið við Los Angeles Lakers og mun leika með liðinu í NBA-deildinni í körfubolta í vetur. Körfubolti 10. september 2021 09:30
Króatinn Koljanin í KR Króatíski körfuknattleiksmaðurinn Dani Koljanin hefur samið við KR og mun leika með liðinu í efstu deild karla í vetur. Hann er engin smásmíð og lék síðast í efstu deild í Austurríki. Körfubolti 8. september 2021 11:01
Fyrrum troðslukóngur NBA-deildarinnar á tíunda degi á gjörgæslu Cedrid Ceballos fyrrum troðslukóngur NBA-deildarinnar hefur nú legið í tíu daga á gjörgæslu sökum kórónuveirunnar. Hann biður fólk um að biðja fyrir sér og segir baráttu sína hvergi nærri búna. Körfubolti 8. september 2021 08:01
Antetokounmpo í textum rappgoðsagna Stjarna Giannis Antetokounmpo leikmanns Milwaukee Bucks hefur heldur betur risið hátt á undanförnum árum og virðist bara ætla að skína enn skærar. Sport 8. september 2021 07:01
VÍS Bikarinn: Grindavík áfram eftir framlengingu | KR úr leik 16 liða úrslitum í VÍS bikar karla 2021 lauk í kvöld með sjö leikjum. Körfubolti 7. september 2021 22:05
Íslandsmeistararnir dottnir út úr bikarnum Íslandsmeistarar Þórs frá Þorlákshöfn duttu i kvöld út úr VÍS bikar karla í körfubolta þegar þeir þurftu að lúta í lægra haldi fyrir ÍR. Körfubolti 7. september 2021 20:39
Leiðin að bikarmeistaratitlunum í körfubolta liggur fyrir Nú er ljóst hvaða leiðir lið þurfa að fara til að komast í úrslitaleiki VÍS-bikars karla og kvenna í körfubolta. Keppnin verður spiluð nú í september og lýkur með úrslitaleikjum í Smáranum eftir tólf daga, laugardaginn 18. september. Körfubolti 6. september 2021 12:50
Íslandsmeistararnir sækja argentínskan liðsstyrk Íslandsmeistarar Þórs frá Þorlákshöfn hafa samið við Luciano Massarelli, argentínskan leikstjórnanda, fyrir komandi átök í úrvalsdeild karla í körfubolta. Körfubolti 5. september 2021 11:00
Fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands gagnrýnir rasíska landa sína harðlega László Németh, fyrrverandi þjálfari KR og íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, gagnrýnir harðlega ungverska landa sína sem beittu leikmenn enska karlalandsliðsins í fótbolta kynþáttaníði í Búdapest gærkvöld. Hann kallar eftir harðari refsingum. Sport 3. september 2021 23:30
Benedikt svarar fyrir sig í kjölfar fréttaflutnings Mannlífs Benedikt Guðmundsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta sem og Njarðvíkur í efstu deild karla, birti færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann fór yfir málin í kjölfar fréttaflutnings Mannlífs sem gaf í skyn að Benedikt væri haldin kvenfyrirlitningu. Körfubolti 2. september 2021 10:31
Rondo aftur til liðs við Los Angeles Lakers Rajon Rondo hefur skrifað undir eins árs samning við Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfubolta. Rondo lék með liðinu er það varð meistari tímabilið 2019-2020. Körfubolti 1. september 2021 14:30