Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - ÍR 109-87| Njarðvík í bikarúrslit eftir flugeldasýningu Andri Már Eggertsson skrifar 16. september 2021 20:37 Mario Matasovic í leik með Njarðvíkurliðinu. Vísir/Bára Dröfn Njarðvík er komið í bikarúrslit í VÍS bikarnum. Eftir 22 stiga sigur 109-87. Yfirburðir Njarðvíkur í kvöld voru rosalegir. Njarðvík komst um miðjan fyrri hálfleik 20 stigum yfir og gáfu ÍR aldrei möguleika á að komast inn í leikinn. Það þurfti að bíða í eina og hálfa mínútu eftir fyrstu körfu leiksins. Colin Pryor kom þá ÍR yfir en þetta var í eina skiptið sem ÍR komst yfir í leiknum. Yfirburðir Njarðvíkur voru gígantískir. Nicolas Richotti setti tóninn snemma í fyrsta leikhluta. Nicolas Richotti gerði 9 af fyrstu 11 stigum Njarðvíkur. Borce Ilievsk, þjálfari ÍR, var ekki lengi að taka leikhlé. Leikhlé ÍR breytti engu heldur héldu yfirburðir Njarðvíkur áfram. Nicolas Richotti gerði 12 stig í 1. leikhluta. Á sama tíma gerði allt ÍR liðið 11 stig í sama leikhluta. Njarðvík gaf í bensínið í öðrum leikhluta. Boltinn gekk hratt á milli manna og skein af leikmönnum Njarðvíkur, mikil leikgleði. ÍR-ingar réðu ekkert við heimamenn undir körfunni í fyrri hálfleik. Njarðvík tók 23 fráköst á móti 10 fráköstum hjá ÍR. Í fyrri hálfleik voru ÍR í raun undir á flest öllum sviðum leiksins og voru aðeins að spila fyrir stoltið í seinni hálfleik. Colin Pryor byrjaði seinni hálfleikinn líkt og þann fyrri. Hann gerði fyrstu stigin í seinni hálfleiknum á vítalínunni. ÍR sýndi meiri lit í seinni hálfleik og þurfti Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, að taka leikhlé eftir 7 stiga sveiflu ÍR. 4. leikhluti var best spilandi leikhluti ÍR-inga. 25-32. Úrslit leiksins voru löngu ráðin og fengu margir leikmenn að spreyta sig á síðustu mínútum leiksins. Njarðvík vann leikinn með 22 stigum 109-87. Og munu leika í úrslitum VÍS bikarsins næstkomandi laugardag. Af hverju vann Njarðvík Sóknarleikur Njarðvíkur var til fyrirmyndar. Þeir skoruðu alls 109 stig. Skotnýting liðsins var afar góð bæði úr þriggja stiga skotum, ásamt tveggja stiga skotum. Hverjir stóðu upp úr? Liðsheild Njarðvíkur stóð upp úr í kvöld. Leikur Njarðvíkur einkenndist af góðum liðsbolta. Boltinn gekk hratt milli manna og var enginn eigingirni þegar kom að stigaskori. Alls skoruðu sex leikmenn yfir ellefu stig. Nicolas Richotti gerði 19 stig í kvöld. Hann átti afar góðan 1.leikhluta. Nicolas skoraði þar 12 stig sem var stigi meira en allt ÍR liðið. Hvað gekk illa? Leikur ÍR var eins og slakur æfingaleikur. Varnarleikur liðsins var afar litlaus og áttu þeir enginn svör við sóknarleik Njarðvíkur. Hvað gerist næst? Njarðvík er komið í úrslit í VÍS bikarnum. Úrslitaleikurinn fer fram í Smáranum, klukkan 19:45. Njarðvík mætir þar annað hvort Stjörnunni eða Tindastól. Borce Ilievski: Njarðvík er á betri stað en við í dag Borce Ilievski, þjálfari ÍR, var svekktur með tap kvöldsinsVísir/Bára Borce Ilievski þjálfari ÍR var afar svekktur með að vera úr leik í bikarnum „Þetta var slæmt tap. Njarðvík byrjaði undirbúningstímabilið snemma og eru í góðu formi. Þeir eru með góða og reynslumikla leikmenn. Það jákvæðasta við þennan leik var að núna vitum við hvar við stöndum," sagði Borche Fyrri hálfleikur ÍR var afar slakur. Njarðvík var 28 stigum yfir þegar flautað var til hálfleiks og leikurinn gott sem búinn. „Njarðvík mætti með mikla orku í fyrri hálfleikinn. Það var afar lítið samræmi í villunum sem dómarinn flautaði. Á meðan við vorum með þrettán villur voru þeir aðeins með þrjár." „Ég ætla ekki að segja að dómarinn fór með leikinn. Heldur náðum við ekki að finna leiðir í gegnum þétta vörn Njarðvíkur." Vegna kórónuveirufaraldursins er bikarkeppnin á öðrum tíma en vanalega þekkist en það ætti ekki að vera erfiðara að gíra sig upp í leik þegar miði í bikarúrslit er undir. „Hvatningin að það sé bikarúrslitaleikur undir ætti að vera nóg til að setja menn á tærnar. Við höfum spilað góða leiki gegn Sindra og Þór Þorlákshöfn. Njarðvík er bara á betri stað en við í dag," sagði Borche að lokum. Dominos-deild karla UMF Njarðvík ÍR
Njarðvík er komið í bikarúrslit í VÍS bikarnum. Eftir 22 stiga sigur 109-87. Yfirburðir Njarðvíkur í kvöld voru rosalegir. Njarðvík komst um miðjan fyrri hálfleik 20 stigum yfir og gáfu ÍR aldrei möguleika á að komast inn í leikinn. Það þurfti að bíða í eina og hálfa mínútu eftir fyrstu körfu leiksins. Colin Pryor kom þá ÍR yfir en þetta var í eina skiptið sem ÍR komst yfir í leiknum. Yfirburðir Njarðvíkur voru gígantískir. Nicolas Richotti setti tóninn snemma í fyrsta leikhluta. Nicolas Richotti gerði 9 af fyrstu 11 stigum Njarðvíkur. Borce Ilievsk, þjálfari ÍR, var ekki lengi að taka leikhlé. Leikhlé ÍR breytti engu heldur héldu yfirburðir Njarðvíkur áfram. Nicolas Richotti gerði 12 stig í 1. leikhluta. Á sama tíma gerði allt ÍR liðið 11 stig í sama leikhluta. Njarðvík gaf í bensínið í öðrum leikhluta. Boltinn gekk hratt á milli manna og skein af leikmönnum Njarðvíkur, mikil leikgleði. ÍR-ingar réðu ekkert við heimamenn undir körfunni í fyrri hálfleik. Njarðvík tók 23 fráköst á móti 10 fráköstum hjá ÍR. Í fyrri hálfleik voru ÍR í raun undir á flest öllum sviðum leiksins og voru aðeins að spila fyrir stoltið í seinni hálfleik. Colin Pryor byrjaði seinni hálfleikinn líkt og þann fyrri. Hann gerði fyrstu stigin í seinni hálfleiknum á vítalínunni. ÍR sýndi meiri lit í seinni hálfleik og þurfti Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, að taka leikhlé eftir 7 stiga sveiflu ÍR. 4. leikhluti var best spilandi leikhluti ÍR-inga. 25-32. Úrslit leiksins voru löngu ráðin og fengu margir leikmenn að spreyta sig á síðustu mínútum leiksins. Njarðvík vann leikinn með 22 stigum 109-87. Og munu leika í úrslitum VÍS bikarsins næstkomandi laugardag. Af hverju vann Njarðvík Sóknarleikur Njarðvíkur var til fyrirmyndar. Þeir skoruðu alls 109 stig. Skotnýting liðsins var afar góð bæði úr þriggja stiga skotum, ásamt tveggja stiga skotum. Hverjir stóðu upp úr? Liðsheild Njarðvíkur stóð upp úr í kvöld. Leikur Njarðvíkur einkenndist af góðum liðsbolta. Boltinn gekk hratt milli manna og var enginn eigingirni þegar kom að stigaskori. Alls skoruðu sex leikmenn yfir ellefu stig. Nicolas Richotti gerði 19 stig í kvöld. Hann átti afar góðan 1.leikhluta. Nicolas skoraði þar 12 stig sem var stigi meira en allt ÍR liðið. Hvað gekk illa? Leikur ÍR var eins og slakur æfingaleikur. Varnarleikur liðsins var afar litlaus og áttu þeir enginn svör við sóknarleik Njarðvíkur. Hvað gerist næst? Njarðvík er komið í úrslit í VÍS bikarnum. Úrslitaleikurinn fer fram í Smáranum, klukkan 19:45. Njarðvík mætir þar annað hvort Stjörnunni eða Tindastól. Borce Ilievski: Njarðvík er á betri stað en við í dag Borce Ilievski, þjálfari ÍR, var svekktur með tap kvöldsinsVísir/Bára Borce Ilievski þjálfari ÍR var afar svekktur með að vera úr leik í bikarnum „Þetta var slæmt tap. Njarðvík byrjaði undirbúningstímabilið snemma og eru í góðu formi. Þeir eru með góða og reynslumikla leikmenn. Það jákvæðasta við þennan leik var að núna vitum við hvar við stöndum," sagði Borche Fyrri hálfleikur ÍR var afar slakur. Njarðvík var 28 stigum yfir þegar flautað var til hálfleiks og leikurinn gott sem búinn. „Njarðvík mætti með mikla orku í fyrri hálfleikinn. Það var afar lítið samræmi í villunum sem dómarinn flautaði. Á meðan við vorum með þrettán villur voru þeir aðeins með þrjár." „Ég ætla ekki að segja að dómarinn fór með leikinn. Heldur náðum við ekki að finna leiðir í gegnum þétta vörn Njarðvíkur." Vegna kórónuveirufaraldursins er bikarkeppnin á öðrum tíma en vanalega þekkist en það ætti ekki að vera erfiðara að gíra sig upp í leik þegar miði í bikarúrslit er undir. „Hvatningin að það sé bikarúrslitaleikur undir ætti að vera nóg til að setja menn á tærnar. Við höfum spilað góða leiki gegn Sindra og Þór Þorlákshöfn. Njarðvík er bara á betri stað en við í dag," sagði Borche að lokum.
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti