Martin með sögulegt stoðsendingakvöld hjá spænska stórliðinu Martin Hermannsson og félagar í Valencia tryggðu sér sæti í undanúrslitum EuroCup eftir 98-85 sigur á Boulogne Metropolitans 92 í gær. Frammistaða íslenska leikstjórnandans var söguleg. Körfubolti 28. apríl 2022 12:31
Lið Golden State og Milwaukee kláruðu bæði í nótt Golden State Warriors og NBA-meistarar Milwaukee Bucks tryggðu sér í nótt sæti í annarri umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta og sendu um leið lið Denver Nuggets og Chicago Bulls í sumarfrí. Körfubolti 28. apríl 2022 07:30
Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Tindastóll 93-75 | Njarðvíkingar halda sér á floti með góðum sigri Njarðvíkingar unnu Tindastól 93-75 í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Subway deildarinnar í körfuknattleik. Þeir náðu að halda orkustiginu allan leikinn og góður varnarleikur skóp sigurinn. Staðan er því 2-1 fyrir Njarðvík og sýningin heldur á Sauðárkrók um helgina. Körfubolti 27. apríl 2022 22:57
Richotti: Þetta er alls ekki búið Nicolas Richotti, leikstjórnandi Njarðvíkinga, var að vonum gífurlega ánægður með sigur sinna manna fyrr í kvöld á Tindastóli 93-75. Honum fannst að andlegi þátturinn hafi spilað stærri rullu en körfuboltageta. Hann var spurður að því hvað hafi skilað sigrinum. Körfubolti 27. apríl 2022 22:21
Martin kominn í undanúrslit EuroCup Martin Hermannsson og félagar í Valencia eru komnir í undanúrslit EuroCup eftir 98-85 sigur á Levallois á heimavelli í 8-liða úrslitum. Körfubolti 27. apríl 2022 21:35
Hrun Njarðvíkinga í fjórða farið að minna á sára sópið frá 2004 Deildarmeistarar Njarðvíkingur eru lentir 2-0 undir í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Tindastóli og verða því að vinna þriðja leikinn í Ljónagryfjunni í kvöld ef þeir ætla ekki snemma í sumarfrí. Körfubolti 27. apríl 2022 13:31
Pavel búinn að fagna sigri í átta undanúrslitaeinvígum í röð Pavel Ermolinskij er kominn í lokaúrslit í áttunda skiptið á ferlinum en nú í fyrsta sinn með Valsmönnum. Pavel datt síðast út í undanúrslitum úrslitakeppninnar fyrir tólf árum síðan. Körfubolti 27. apríl 2022 13:00
Að lágmarki fjórir Íslendingar á vellinum hverju sinni í körfuboltanum næsta vetur Stjórn Körfuknattleikssambands Íslands hefur, í samræmi við óskir félaganna í Subway-deildunum, samþykkt nýjar reglur um hlutgengi erlendra leikmanna. Reglurnar taka gildi fyrir næstu leiktíð. Körfubolti 27. apríl 2022 11:35
Mætti með kaffivélina sína í liðsflugvélina Jimmy Butler og félagar í körfuboltaliði Miami Heat standa í stórræðum þessa dagana enda á fullu í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Körfubolti 27. apríl 2022 11:01
Miami komið áfram og sýning hjá Morant á lokakaflanum í sigri Memphis Miami Heat varð í nótt annað liðið til að tryggja sér sæti í annarri umferð úrslitakeppnin NBA-deildarinnar í körfubolta og bættist þar í hóp með Boston Celtics. Körfubolti 27. apríl 2022 07:30
Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Valur 65-82 | Valsmenn sópuðu Íslandsmeisturunum og eru komnir í úrslit Valur vann öruggan 17 stiga sigur gegn Íslandsmeisturum Þórs frá Þorlákshöfn í Icelandic Glacial höllinni í kvöld, 65-82. Sigurnn þýðir að Valsarar munu leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn eftir að hafa sópað ríkjandi meisturum í sumarfrí. Körfubolti 26. apríl 2022 22:30
Finnur Freyr: Afrek útaf fyrir sig að vera komnir í úrslit „Mér fannst við bara spila frábærlega hér í dag,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson þjálfari Vals eftir að hans menn tryggðu sér sæti í úrslitaeinvígi Subway deildarinnar með öruggum sigri á Þór í Þorlákshöfn í kvöld. Körfubolti 26. apríl 2022 22:29
Valsmenn geta orðið fyrstir til að sópa báðum meisturum út Valsliðið er aðeins einum sigri frá sæti í úrslitaeinvígi Subway deildar karla í körfubolta eftir sigra í tveimur fyrstu leikjum sínum á móti Þór úr Þorlákshöfn. Körfubolti 26. apríl 2022 14:00
Mótherjar nýliðanna úr Njarðvík ráða ekkert við hina mögnuðu Collier Njarðvíkurkonur eru einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum eftir sigur á Haukum á Ásvöllum í gærkvöldi. Enn á ný réðu Haukakonur ekkert við hina mögnuðu bandarísku körfuboltakonu Aliyuh Collier. Körfubolti 26. apríl 2022 13:00
Körfuboltakonan sem var skotin tíu sinnum í partíi ætlar að spila næsta vetur Körfuboltakonan Aaliyah Gayles ætlar ekki að láta það stoppa sig að hafa orðið fyrir tíu byssuskotum fyrr í þessum mánuði því hún hefur samþykkt að spila með USC-skólanum í bandaríska háskólakörfuboltanum á næsta tímabili. Körfubolti 26. apríl 2022 11:30
Stórstjörnunum í Brooklyn sópað í sumarfrí Boston Celtics varð í nótt fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í annarri umferð úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta en það gerði liðið með fjóra sigrinum í röð á Brooklyn Nets. Körfubolti 26. apríl 2022 07:31
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Njarðvík 69-78 | Njarðvík í kjörstöðu eftir enn einn útisigurinn Áfram halda liðin að vinna útileiki í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfubolta. Njarðvík er nú í kjörstöðu eftir magnaðan sigur í Ólafssal í kvöld. Vinna þarf þrjá leiki til að vinna Íslandsmeistaratitilinn. Körfubolti 25. apríl 2022 22:15
Aliyah Collier: Börðumst allar mínúturnar Aliyah Collier átti enn einn stórleikinn fyrir Njarðvíkinga þegar þær grænklæddu lögðu Hauka í leik númer þrjú í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik kvenna fyrr í kvöld. Körfubolti 25. apríl 2022 21:30
Lögmál leiksins: Fáránlegt að henda Ben Simmons í ljónið sem vörn Boston er Farið var yfir hvað hefði gerst hefði Ben Simmons snúið aftur á völlinn í fjórða leik Brooklyn Nets og Boston Celtics. Nets eru 3-0 undir og nú er ljóst að Simmons verður ekki með í fjórða leik liðanna. Körfubolti 25. apríl 2022 18:01
Með miklu betra sigurhlutfall á Ásvöllum í vetur heldur en heimakonur Haukakonur taka á móti stöllum sínum úr Njarðvík í kvöld í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi Subway deildar kvenna í körfubolta. Staðan er 1-1 í einvíginu en vinna þarf þrjá leiki til að verða Íslandsmeistari 2022. Körfubolti 25. apríl 2022 16:00
Klikkaði á öllum skotunum sínum en breytti samt leiknum Viðar Ágústsson átti mikinn þátt í sigri Tindastólsmanna í leik tvö á móti Njarðvík í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta í gær þrátt fyrir að hafa ekki skorað eitt einasta stig í leiknum. Körfubolti 25. apríl 2022 14:01
Fer fram á ómerkingu ummæla Huga og eina og hálfa milljón í miskabætur Srdjan Stojanovic, fyrrverandi leikmaður Þórs Ak. í körfubolta, fer fram á að ummæli Huga Halldórssonar í hlaðvarpsþættinum The Mike Show verði dæmd dauð og ómerk. Þá fer fram hann fram á eina og hálfa milljón í miskabætur. Körfubolti 25. apríl 2022 13:30
Reggie Miller lét Ben Simmons heyra það Það er margir búnir að fá nóg af hrakfallasögu NBA-körfuboltamannsins Ben Simmons og nýjustu fréttirnar fóru illa í einn af mestu keppnismönnum sögunnar. Körfubolti 25. apríl 2022 11:01
Jókerinn enn á lífi en Pelíkanarnir jöfnuðu á móti efsta liðinu Nikola Jokic og félagar í Denver Nuggets unnu loksins leik í einvíginu á móti Golden State Warriors og komu í veg fyrir að Warriors yrðu fyrsta liðið til að komast áfram í aðra umferð úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta í ár. Körfubolti 25. apríl 2022 07:30
Baldur: Krókurinn elskar körfubolta Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls var ánægður með sigur sinna manna í Síkinu í kvöld. Körfubolti 24. apríl 2022 23:39
Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll – Njarðvík 116-107 | Stólar í kjörstöðu eftir sigur í tvíframlengdum leik Tindastóll er kominn með annan fótinn í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitil eftir ótrúlegan leik á Sauðárkróki í kvöld. Körfubolti 24. apríl 2022 22:38
„Mér finnst tölurnar sem Reykjavík hefur verið að nefna í þessu sambandi mjög lágar“ Bjarni Benediktsson gagnrýndi borgaryfirvöld í umræðu um þjóðarleikvang og þjóðarhöll í þættinum Sprengisandur í morgun. Hann segist hafa orðið orðlaus eftir fund um málið með borgaryfirvöldum. Innlent 24. apríl 2022 17:01
Hrafn Kristjánsson segir skilið við körfuboltann Hrafn Kristjánsson, þjálfari Álftanes, tilkynnti í gær að hann ætlaði að hætta í körfuboltaþjálfun og leggja spjaldið á hilluna. Körfubolti 24. apríl 2022 12:00
Joel Embiid spilaði meiddur í nótt og gæti þurft að fara í aðgerð Fjórir leikir voru spilaðir í 8-liða úrslitum úrslitakeppninar í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Nets á í hættu að vera sópað í sumarfrí á meðan Raptors stöðvaði sópinn. Joel Embiid, leikmaður Sixers, spilaði meiddur í tapi Philadelphia 76ers. Körfubolti 24. apríl 2022 09:30
Umfjöllun,viðtöl og myndir: Valur - Þór Þ. 87-75 | Þægilegur sigur Valsara og meistararnir í vandræðum Valsarar eru komnir með annan fótinn í úrslitaeinvígi Subway deildarinnar eftir öruggan sigur á Íslandsmeisturum Þórs að Hlíðarenda í kvöld. Körfubolti 23. apríl 2022 22:46