Lítil virðisrýrnun hjá bönkum er áhyggjuefni en ekki „eitthvað til að gleðjast yfir“ Óeðlilega lítil virðisrýrnun í bankakerfinu síðastliðna tólf mánuði er „frekar áhyggjuefni en eitthvað til að gleðjast yfir“. Áhrif stýrivaxta koma síðast fram í vanskilum og því sé þessi þróun til marks um ójafnvægi og ofþenslu í hagkerfinu. „Stýrivaxtahækkanir Seðlabankans síðastliðin þrjú ár hafi ekki verið að bíta nægjanlega fast,“ segir í hlutabréfagreiningu. Innherji 28. ágúst 2024 13:47
Play fjölgar áfangastöðum í Portúgal Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á áætlunarflugi til borgarinnar Faro í Portúgal. Fyrsta flugið verður laugardaginn 12. apríl, í tæka tíð fyrir páska á næsta ári. Flogið verður tvisvar í viku á laugardögum og miðvikudögum til 29. október. Viðskipti innlent 28. ágúst 2024 10:09
Sparkar út frumlyfinu og mælir með hliðstæðu Alvotech við Humira Einn af stóru innkaupaaðilunum á bandarískum lyfjamarkaði hefur ákveðið að fjarlægja framleiðenda frumlyfsins Humira, eitt mesta selda lyf þar í landi um árabil, af endurgreiðslulistum sínum og þess í stað mæla með þremur líftæknilyfjahliðstæðum, meðal annars frá Alvotech. Hlutdeild AbbVie á Humira-markaðnum hefur farið minnkandi eftir að annar innkauparisi tók sömu ákvörðun í upphafi ársins. Innherji 27. ágúst 2024 19:43
Ólíklegt að stórir hluthafar samþykki yfirtökutilboð í Eik Stjórnandi lífeyrissjóðs telur ólíklegt að hluthafar Eikar muni almennt samþykkja fyrirhugað yfirtökutilboð í fasteignafélagið miðað við núverandi tilboðsgengi. Mögulega takist Langasjó að eignast yfir 34 prósenta hlut og við það verði fjárfestingafélagið að samþykkja allar stærri ákvarðanir á vettvangi hluthafa Eikar til að þær fái brautargengi. Verðbréfamiðlari spyr hvers vegna hluthafar ættu að samþykkja tilboð á svipuðu gengi sem Langisjór hafi í reynd hafnað fyrir skömmu. Innherji 27. ágúst 2024 11:56
Barátta hafnarverkamanna á Íslandi: Átök við Eimskip Undanfarin þrjú ár hafa hafnarverkamenn á Íslandi staðið í harðri baráttu við Eimskip, eitt af stærstu flutningafyrirtækjum landsins, og Eflingu. Baráttan hefur snúist um réttindi og kjör verkamanna, þar sem Eimskip hefur enn ekki samið við Félag hafnarverkamanna á Íslandi. Þessi átök hafa verið flókin og margþætt, þar sem ýmsir aðilar hafa komið að málum. Skoðun 27. ágúst 2024 11:02
Gildistími tilboðsins framlengdur John Bean Technologies Corporation hefur tilkynnt að Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hafi í dag samþykkt beiðni félagsins um framlengingu á gildistíma valfrjáls tilboðs til hluthafa Marel hf. í allt útgefið og útistandandi hlutafé í félaginu. Viðskipti innlent 26. ágúst 2024 15:03
Kveður Marel og verður aðstoðarforstjóri Kapp Ólafur Karl Sigurðarson hefur verið ráðinn aðstoðarforstjóri tæknifyrirtækisins Kapp. Viðskipti innlent 26. ágúst 2024 12:57
Reitir munu fjárfesta fyrir hærri fjárhæðir í ár en vænst var Búast má við að Reitir fjárfesti fyrir hærri fjárhæðir en gert var ráð fyrir í ár. Forstjóri fasteignafélagsins benti á að þegar hafi verið fjárfest fyrir níu milljarða af þeim ellefu sem miðað var við. „Það hefur gengið vel að fá góðar eignir,“ að hans sögn, og haldið verði áfram á sömu braut. Innherji 23. ágúst 2024 17:09
Langisjór er með tólf milljarða stöðu í Eik og mun gera yfirtökutilboð Langisjór, sem meðal annars á leigufélagið Ölmu, Mata og sælgætisgerðina Freyju, mun gera yfirtökutilboð í fasteignafélagið Eik eftir að hafa eignast ríflega 30 prósenta hlut í fasteignafélaginu. Við það myndast yfirtökuskylda lögum samkvæmt. Markaðsvirði hlutarins er um tólf milljaðar króna. Innherji 23. ágúst 2024 15:24
Mata-systkinin gera yfirtökutilboð í fasteignafélagið Eik Langisjór ehf. keypti í dag sex milljónir hluta í Eik fasteignafélagi hf. og 442 milljónir hlutabréfa í félaginu af Brimgörðum ehf. Fer Langisjór og samstarfsaðilar nú með 1.029.061.237 hluta í Eik sem nemur um 30,06 prósent atkvæðisréttar í fasteignafélaginu. Viðskipti innlent 23. ágúst 2024 14:38
Prís hrærir í pottinum: „Ekkert of langt gengið að kalla þetta verðstríð“ Lágvöruverðsverslunin Prís hefur hrist upp í markaðnum og mælist oftast með lægra vöruverð en Bónus. Af um 280 vörum sem Verðlagseftirlit ASÍ skoðaði í dag voru um 200 ódýrari í Prís. Neytendur 22. ágúst 2024 17:09
Greining Analytica sögð ónothæf til að meta tjón af meintu samráði skipafélaga Hagrannsóknir, ráðgjafafyrirtæki leitt er af hagfræðingunum Birgi Þór Runólfssyni og Ragnari Árnasyni, telja að vankantar minnisblaðs Analytica um tjón vegna meints samráðs skipafélaganna Eimskips og Samskipa séu svo alvarlegir að það sé ónothæft. „Okkur finnst það mjög alvarlegt,“ segir forstjóri Eimskips. „Það var ekki lítið lagt upp úr því hjá verkkaupa að koma minnisblaði Analytica sem víðast.“ Innherji 22. ágúst 2024 15:00
Samið við þrjá um umsjón útboðs á hlutum ríkisins í Íslandsbanka Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur ákveðið að ganga til samninga við þrjá aðila um umsjón útboðs á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. Viðskipti innlent 21. ágúst 2024 16:56
Erlendur sjóður fjárfesti í Alvotech fyrir meira en tvo milljarða Hlutabréfasjóðir hjá Redwheel, alþjóðlegt sjóðastýringarfélag sem hefur nýverið byggt upp stöðu Heimum, fjárfestu á sambærilegum tíma fyrir jafnvirði meira en tvo milljarða króna í líftæknilyfjafélaginu Alvotech á íslenska markaðinum undir lok síðustu viku. Eftir skarpt verðfall á hlutabréfaverði félagsins hefur það rétt úr kútnum að undanförnu samtímis meðal annars fregnum um aukið innflæði erlendra sjóða í bréfin og góðum gangi í sölu á stærsta lyfi Alvotech í Bandaríkjunum. Innherji 21. ágúst 2024 15:44
Sesselía yfirgefur Vodafone Sesselía Birgisdóttir, framkvæmdastjóri Vodafone fjarskipta, hefur óskað eftir að láta af störfum hjá félaginu. Hún hefur gegnt starfinu frá því í apríl 2022 og sat áður í stjórn móðurfélagsins Sýnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu þar sem segir að Sesselía muni starfa áfram með Vodafone þar til eftirmaður verður ráðinn. Viðskipti innlent 21. ágúst 2024 12:02
Fljúga til Álaborgar næsta sumar Flugfélagið Play mun hefja áætlunarflug til Álaborgar í júní næsta sumar. Þetta er þriðja borgin sem Play hefur flugferðir til en fyrir er flogið til Kaupmannahafnar allan ársins hring og til Billundar yfir sumarið. Viðskipti innlent 21. ágúst 2024 10:32
Heiðar byggir upp stöðu í smásölurisanum Festi Fjárfestirinn Heiðar Guðjónsson, fyrrverandi forstjóri og aðaleigandi Sýnar um árabil, er kominn í hóp umsvifamestu einkafjárfestanna í Festi í kjölfar þess að þeir Þórður Már Jóhannesson og Hreggviður Jónsson seldu sig út úr félaginu fyrr í sumar. Heiðar hefur byggt upp stöðu í félaginu, sem rekur meðal annars eldsneytisstöðvar undir merkjum N1 og verslanir Krónunnar og Elko, í gegnum framvirka samninga. Innherji 21. ágúst 2024 06:30
Erlendur sjóðastýringarrisi bætist í hóp stærri hluthafa Heima Alþjóðlega sjóðastýringarfélagið Redwheel, sem hefur meðal annars verið hluthafi í Íslandsbanka um nokkurt skeið, fjárfesti í umtalsverðum eignarhlut í Heimum í liðinni viku og er núna í hópi stærstu eigenda. Hlutabréfaverð fasteignafélagsins hefur hækkað skarpt síðustu daga en kaup sjóða í stýringu Redwheel fóru fram nokkrum dögum áður en félag í eigu Baldvins Þorsteinssonar, sem stýrir erlendri starfsemi Samherja, festi kaup á liðlega fjögurra prósenta hlut í Heimum. Innherji 20. ágúst 2024 14:07
Reynir festi kaup á 210 milljón króna þakíbúð Reynir Finndal Grétarsson, fjárfestir, stór hluthafi í Sýn og einn stofnenda Credit Info, festi kaup á 190 fermetra íbúð í nýju sjö hæða fjölbýlishúsi við Borgartún í Reykjavík. Hann greiddi 210 milljónir fyrir eignina. Lífið 20. ágúst 2024 13:15
Play ætti að geta hækkað verð Play ætti að hafa meira svigrúm til að hækka verð vegna minna framboðs flugferða til Íslands og minni áherslu á flug yfir Atlantshafið á seinni hluta ársins, segir í hlutabréfagreiningu þar sem flugfélagið er verðmetið í takt við markaðsgengi. Sami hlutabréfagreinandi verðmetur Icelandair langt yfir markaðsverði. Innherji 19. ágúst 2024 17:53
SKEL eignast um þriðjungshlut í tansanísku námufélagi Fjárfestingafélagið SKEL hefur keypt um þriðjungshlut í tansaníska fyrirtækinu Baridi, stofnað af Íslendingi, sem heldur utan um fjölmörg rannsóknarleyfi þar í landi til námuvinnslu á ýmsum verðmætum málmum. Til að fjármagna áformaða námuvinnslu félagsins er til skoðunar að sækja frekara hlutafé frá fjárfestum hér á landi. Innherji 18. ágúst 2024 12:23
Randy er litríkasti gaurinn í hinni geggjuðu Pittsburgh Randyland er án efa litríkasta kennileiti Pittsburgh, sumir segja í öllum Bandaríkjunum. Það er heimili listamannsins og sérvitringsins Randy Gilson og þykir svo sérstakt að það er orðið eitt vinsælasta aðdráttarafl borgarinnar. Lífið 17. ágúst 2024 09:09
Gengi bréfa Alvotech rýkur upp með innkomu erlendra sjóðastýringarrisa Nokkrir stórir erlendir hlutabréfasjóðir bættust nýir inn í hluthafahóp Alvotech á öðrum fjórðungi eftir að hafa staðið að kaupum á bréfum á markaði í Bandaríkjunum fyrir samanlagt jafnvirði marga milljarða króna. Skortur á fjárfestingu frá erlendum sjóðum hefur haft neikvæð áhrif á gengisþróun Alvotech að undanförnu en hlutabréfaverð félagsins rauk upp í Kauphöllinni í dag. Innherji 15. ágúst 2024 17:39
Opið bréf til stjórnarformanns Haga Ágæti Eiríkur. Bakkar þú upp þá frétt sem fór í loftið á visir.is í fyrradag, um að Hagkaup ætli að hefja sölu áfengis á næstu dögum? Skoðun 15. ágúst 2024 12:30
Náð um tuttugu prósenta hlutdeild örfáum vikum eftir að salan hófst Rétt ríflega einum mánuði eftir að dótturfélag heilbrigðistryggingarisans Cigna Group hóf sölu á hliðstæðulyfi Alvotech við Humira í Bandaríkjunum hefur það náð hátt í tuttugu prósenta markaðshlutdeild innan tryggingarkerfisins. Stjórnendur Cigna segjast gera ráð fyrir miklum vaxtarbroddi í sölu á líftæknilyfjahliðstæðum á næstu árum. Innherji 14. ágúst 2024 06:31
Vaxtalækkanir erlendis endurspeglast ekki í gengi Icelandair Verðmatsgengi Icelandair lækkar um einungis sex prósent frá síðasta uppgjöri. Margir hefðu eflaust reiknað með meiri lækkun vegna frétta um minni umsvif en áður var gert ráð fyrir í ferðaþjónustu hérlendis. Nýtt verðmat Jakobsson Capital á flugfélaginu er 144 prósentum yfir markaðsverði. Greinandi bendir á að vextir á alþjóðamarkaði hafi lækkað skarpt frá síðasta verðmati en þær vaxtalækkanir séu ekki enn verðlagðar inn í gengi flugfélagsins. Innherji 13. ágúst 2024 12:11
Verðtryggingarskekkja bankanna í hæstu hæðum vegna ásóknar í verðtryggð lán Verðtryggingarskekkja stóru viðskiptabankanna, munurinn á verðtryggðum eignum og skuldum á efnahagsreikningi þeirra, hefur margfaldast á aðeins átján mánuðum samtímis því að heimili og fyrirtæki flykkjast yfir í verðtryggða fjármögnun í skugga hárra vaxta. Skuldabréfamiðlari telur sennilegt að þessi þróun muni halda áfram af fullum þunga á næstunni sem ætti að óbreyttu að viðhalda raunvöxtum hærri en ella. Innherji 13. ágúst 2024 07:01
Regluverk hamlar fjárfestingu í innviðum sem dregur niður eignaverð Innviðafjárfesting á Íslandi hefur fallið milli skips og bryggju í íslensku regluverki eftir fjármálahrun. Stofnanafjárfestar eru lattir til fjárfestinga í hlutafé innviðafélaga, eins og fasteignafélögunum, vegna regluverks jafnvel þótt þær séu eðlilegur hluti af eignasafni flestra langtímafjárfesta. „Lágt verð innviðafyrirtækja, sem er langt undir markaðsvirði og lítil fjárfesting í innviðum síðustu ár, ætti ekki að koma neinum á óvart,“ segir í hlutabréfagreiningu. Innherji 12. ágúst 2024 14:50
Starfsmaður Marel lést í flugslysinu í Brasilíu Starfsmaður Marel lést í flugslysi í Brasilíu á föstudag. Starfsmaðurinn var frá Brasilíu og var búsettur þar. Það staðfestir Kristinn Daniel Lee Gilsdorf upplýsingafulltrúi Marel í samtali við fréttastofu. Erlent 12. ágúst 2024 13:28
Reyna að nýju að koma á kaupréttarkerfi eftir andstöðu frá Gildi Eftir að hafa mætt andstöðu frá sumum lífeyrissjóðum, einkum Gildi, við kaupréttarkerfi til handa lykilstjórnendum fyrr á árinu freista stjórnir smásölurisans Haga og fasteignafélagsins Heima þess núna að nýju að koma á slíku kerfi með breytingum frá upprunalegum tillögum, meðal annars eru vextir til leiðréttingar á nýtingaverði kaupréttanna hækkaðir nokkuð. Þá mun hámarks úthlutun kauprétta til forstjóra Haga vera helmingi minni en upphaflega var áformað. Innherji 10. ágúst 2024 12:36