Starfsmaður Marel lést í flugslysinu í Brasilíu Lovísa Arnardóttir skrifar 12. ágúst 2024 13:28 61 lést á föstudag þegar flugvélin hrapaði skyndilega í miðja íbúðabyggð í Sao Paulo. 57 farþegar voru um borð og fjórir starfsmenn. Vísir/EPA Starfsmaður Marel lést í flugslysi í Brasilíu á föstudag. Starfsmaðurinn var frá Brasilíu og var búsettur þar. Það staðfestir Kristinn Daniel Lee Gilsdorf upplýsingafulltrúi Marel í samtali við fréttastofu. Marel er með starfsstöðvar í um 30 löndum í sex heimsálfum. Á vefsíðu fyrirtækisins segir að hjá fyrirtækinu starfi um 7.500 manns. Auk starfsmanns Marel létust krabbameinslæknir, þriggja ára stúlka og fjölskylda frá Venesúela og hundurinn þeirra. Flugvélin var á leið frá Cascavel til flugvallarins í Sau Paulo þegar hún hrapaði skyndilega. Fimmtíu og sjö farþegar voru um borð og fjórir starfsmenn. Á myndbandi má sjá þegar vélin hringsnerist á hraðri leið til jarðar. Allir sem voru um borð í flugvélinni létu lífið. Mildi þykir að enginn hafi slasast sem var á jörðinni, en vélin brotlenti í íbúðabyggð þar sem aðeins eitt hús varð fyrir skemmdum. Rannsakendur hafa endurheimt svarta kassa flugvélarinnar þar sem má finna upptökur frá flugmönnum og annað efni. Í frétt AP um málið sem birt var um helgina kom fram að fyrstu niðurstöður rannsakenda yrðu birtar innan 30 daga frá slysinu. Vélin brotlenti um klukkan 13.30 að staðartíma og hafði um níu mínútum áður misst samband við stjórnstöð og sást ekki á ratsjá um átta mínútum áður en hún hrapaði. Franskir rannsakendur komu til Brasilíu um helgina til að rannsaka tildrög slyssins. Fjölskyldur hinna látnu komu saman í Sao Paulo í gær en enn er unnið að því að bera kennsl á alla sem létust í slysinu. Nánar á vef AP. Starfsmaður Marel í vél Singapore Airlines Ekki er langt síðan greint var frá því að annar starfsmaður Marel var flugvél Singapore Airlines sem lenti í mikilli ókyrrð á leið sinni frá London til Singapúr. Maðurinn, Aron Matthíasson, var í vinnuferð á vegum fyrirtækisins þegar atvikið átti sér stað. Aron, sem var í sæti við gang flugvélarinnar, skall með höfuðið upp í farangursrýmið fyrir ofan sig, rotaðist, og féll á gólfið. Brasilía Marel Samgöngur Samgönguslys Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flugfélagið býður hinum slösuðu minnst 1,4 milljónir í bætur Farþegum sem meiddust þegar farþegaþota Singapore Airlines lenti í mikilli ókyrrð í síðasta mánuði, verða boðnir tíu þúsund Bandaríkjadalir, tæplega 1,4 milljónir króna, í skaðabætur frá félaginu. 11. júní 2024 23:27 Flugvélin féll um 54 metra á fimm sekúndum Fyrstu niðurstöður rannsóknar eftirlitsaðila á flugslysinu sem átti sér stað í flugi vélar Singapore Airlines frá Lundúnum til Singapore fyrir viku síðan benda til þess að vélin hafi fallið um 54 metra á fimm sekúndum. 29. maí 2024 13:09 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Sjá meira
Marel er með starfsstöðvar í um 30 löndum í sex heimsálfum. Á vefsíðu fyrirtækisins segir að hjá fyrirtækinu starfi um 7.500 manns. Auk starfsmanns Marel létust krabbameinslæknir, þriggja ára stúlka og fjölskylda frá Venesúela og hundurinn þeirra. Flugvélin var á leið frá Cascavel til flugvallarins í Sau Paulo þegar hún hrapaði skyndilega. Fimmtíu og sjö farþegar voru um borð og fjórir starfsmenn. Á myndbandi má sjá þegar vélin hringsnerist á hraðri leið til jarðar. Allir sem voru um borð í flugvélinni létu lífið. Mildi þykir að enginn hafi slasast sem var á jörðinni, en vélin brotlenti í íbúðabyggð þar sem aðeins eitt hús varð fyrir skemmdum. Rannsakendur hafa endurheimt svarta kassa flugvélarinnar þar sem má finna upptökur frá flugmönnum og annað efni. Í frétt AP um málið sem birt var um helgina kom fram að fyrstu niðurstöður rannsakenda yrðu birtar innan 30 daga frá slysinu. Vélin brotlenti um klukkan 13.30 að staðartíma og hafði um níu mínútum áður misst samband við stjórnstöð og sást ekki á ratsjá um átta mínútum áður en hún hrapaði. Franskir rannsakendur komu til Brasilíu um helgina til að rannsaka tildrög slyssins. Fjölskyldur hinna látnu komu saman í Sao Paulo í gær en enn er unnið að því að bera kennsl á alla sem létust í slysinu. Nánar á vef AP. Starfsmaður Marel í vél Singapore Airlines Ekki er langt síðan greint var frá því að annar starfsmaður Marel var flugvél Singapore Airlines sem lenti í mikilli ókyrrð á leið sinni frá London til Singapúr. Maðurinn, Aron Matthíasson, var í vinnuferð á vegum fyrirtækisins þegar atvikið átti sér stað. Aron, sem var í sæti við gang flugvélarinnar, skall með höfuðið upp í farangursrýmið fyrir ofan sig, rotaðist, og féll á gólfið.
Brasilía Marel Samgöngur Samgönguslys Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flugfélagið býður hinum slösuðu minnst 1,4 milljónir í bætur Farþegum sem meiddust þegar farþegaþota Singapore Airlines lenti í mikilli ókyrrð í síðasta mánuði, verða boðnir tíu þúsund Bandaríkjadalir, tæplega 1,4 milljónir króna, í skaðabætur frá félaginu. 11. júní 2024 23:27 Flugvélin féll um 54 metra á fimm sekúndum Fyrstu niðurstöður rannsóknar eftirlitsaðila á flugslysinu sem átti sér stað í flugi vélar Singapore Airlines frá Lundúnum til Singapore fyrir viku síðan benda til þess að vélin hafi fallið um 54 metra á fimm sekúndum. 29. maí 2024 13:09 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Sjá meira
Flugfélagið býður hinum slösuðu minnst 1,4 milljónir í bætur Farþegum sem meiddust þegar farþegaþota Singapore Airlines lenti í mikilli ókyrrð í síðasta mánuði, verða boðnir tíu þúsund Bandaríkjadalir, tæplega 1,4 milljónir króna, í skaðabætur frá félaginu. 11. júní 2024 23:27
Flugvélin féll um 54 metra á fimm sekúndum Fyrstu niðurstöður rannsóknar eftirlitsaðila á flugslysinu sem átti sér stað í flugi vélar Singapore Airlines frá Lundúnum til Singapore fyrir viku síðan benda til þess að vélin hafi fallið um 54 metra á fimm sekúndum. 29. maí 2024 13:09