Stundvísi komin yfir níutíu prósent Flutningatölur flugfélagsins Icelandair frá nóvembermánuði sýna aukningu á farþegum í mánuðinum á milli ára. Einnig var stundvísi félagsins 91 prósent. Viðskipti innlent 6. desember 2022 22:32
Fjármálaráðherra hafði ekki „nokkra ástæðu“ til að íhuga hæfi sitt Ríkisendurskoðandi sagði að hann hafi ekki komið auga á atvik þar sem fjármálaráðherra hafi haft „nokkra ástæðu“ til að velta fyrir sér hæfi sínu við sölu á Íslandsbanka. Fjármálaráðherra hafi ekki fengið slíkar upplýsingar á borð til sín. Hefði Ríkisendurskoðun orðið þess áskynja í framkvæmdinni hefði verið vakin athygli á því í skýrslu um söluna. „Það skýrir hvers vegna við fórum ekki dýpra ofan í þá sálma [í skýrslunni],“ sagði ríkisendurskoðandi. Innherji 6. desember 2022 13:31
Tveir stærstu lífeyrissjóðir landsins seldu í Íslandsbanka fyrir um milljarð Eftir að hafa stækkað stöðugt við hlut sinn í Íslandsbanka um langt skeið minnkuðu tveir stærstu lífeyrissjóðir landsins stöðu sína í bankanum í liðnum mánuði. Áætla má að sjóðirnir hafi selt bréf í Íslandsbanka fyrir hátt í einn milljarð króna. Innherji 6. desember 2022 12:00
Af hverju kaupa fyrirtæki eigin hlutabréf? Þegar félag kaupir eigin bréf má oft túlka þá ákvörðun annars vegar á þann veg að forsvarsmenn fyrirtækisins telja ekki til staðar umfangsmikil hagkvæm fjárfestingatækifæri til vaxtar og hins vegar að forsvarsmenn fyrirtækisins telja að virði félagsins sé hærra en markaðsverð. Það sé því hagkvæmara fyrir fyrirtæki að kaupa eigin bréf í þeim aðstæðum heldur en að greiða út arð. Umræðan 6. desember 2022 09:03
Eignarhlutar ríkisins í fjármálafyrirtækjunum metnir á 354 milljarða Samanlagt virði eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka, Landsbankanum og Sparisjóði Austurlands nam 354 milljörðum króna miðað við sex mánaða uppgjör bankanna og hlutdeild ríkisins í eigin fé. Þá stóð eignarhlutur ríkisins í Íslandsbanka í 42,5 prósentum. Innlent 6. desember 2022 08:05
Bankasýslan sakar ríkisendurskoðanda um rangfærslur Fulltrúar Bankasýslu ríkisins halda því fram að ríkisendurskoðandi hafi farið með rangt mál á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í dag þegar hann sagði Bankasýsluna hafa skort yfirsýn þegar ákvörðun um leiðbeinandi verð hafi verið tekin. Innlent 6. desember 2022 07:23
Lífeyrissjóðir vilja auka vægi erlendra hlutabréfa eftir lækkanir á mörkuðum Margir af stærstu lífeyrissjóðum landsins hafa sett sér það markmið að auka talsvert hlutfall erlendra hlutabréfa í eignasöfnum sínum á komandi ári, að því er lesa má út úr nýlega samþykktum fjárfestingastefnum sjóðanna. Sömu lífeyrissjóðir áforma meðal annars að minnka samtímis vægi eigna sinna í ríkisskuldabréfum og þá ráðgera einnig sjóðir eins og Gildi og LSR að leggja minni áherslu á innlend hlutabréf frá því sem nú er. Innherji 6. desember 2022 06:31
Stokkað upp í stjórnendateymi Kviku og Sigurður tekur við sem aðstoðarforstjóri Gerðar hafa verið umfangsmiklar breytingar á skipuriti og framkvæmdastjórn Kviku banka. Þær fela það meðal annars í sér að Ármann Þorvaldsson, sem hefur verið aðstoðarforstjóri bankans, lætur af því starfi og mun einbeita sér að uppbyggingu á starfsemi Kviku í Bretlandi og við stöðunni hans tekur Sigurður Viðarsson en hann hefur verið forstjóri TM samfellt frá árinu 2007. Innherji 5. desember 2022 09:45
Bein útsending: Fulltrúar Ríkisendurskoðunar svara fyrir skýrsluna Opinn fundur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis um skýrslu Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka fer fram í dag frá klukkan 9:30 til klukkan 11. Innlent 5. desember 2022 09:01
Segir útboðið á Íslandsbanka eitt það farsælasta í sögunni Stjórnarformaður Bankasýslunnar segir að umdeilt útboð á hlut ríkisins í Íslandsbanka, þar sem aðeins fagfjárfestar fengu að taka þátt, hafi raunar jafnvel verið betur heppnað en fyrra útboðið, sem var alveg opið. Hann segir ekki laust við að stjórnmálamönnum hafi þótt ágætt að benda á einhvern annan en sjálfan sig eftir að salan komst í hámæli. Viðskipti innlent 4. desember 2022 11:55
IFS ráðleggur fjárfestum að halda bréfum í Sýn Gera má ráð fyrir að skipulagsbreyting Sýnar og einföldun í rekstri sem kynnt var í vikunni hafi „aðeins verið fyrsta breytingin“ á komandi mánuðum, að sögn greinenda. „Rekstur félagsins hefur ekki verið nógu sterkur og verður fróðlegt að sjá hvaða frekari plön nýju eigendurnir hafa til að bæta rekstur félagsins.“ Innherji 3. desember 2022 11:05
Nýja flaggskipið höfðar vel til karlmanna Íslenska tölvuleikjafyrirtækið Solid Clouds hefur gefið út nýjan alþjóðlegan tölvuleik sem gerist í geimnum. Solid Clouds var skráð í íslensku kauphöllina í júní í fyrra og heldur nú úti tveimur tölvuleikjum en þessi nýjasti á að vera flaggskipið. Viðskipti innlent 2. desember 2022 17:07
IFS mælir með sölu á hlutabréfum í Símanum IFS mælir með sölu á hlutabréfum í Símanum. Markaðsgengið er fjórum prósentum lægra en matsgengið. Reksturinn á þriðja ársfjórðungi gekk vel. Framlegðin batnaði samhliða auknu kostnaðaraðhaldi. Innherji 2. desember 2022 16:00
Verðmetur VÍS töluvert lægra en markaðurinn Nýtt verðmat á VÍS er tíu prósentum lægra en markaðsgengi. Efnahagsaðstæður eru ekki hagfelldar tryggingafélögum um þessar mundir. Undanfarið ár hefur verið það versta á verðbréfamörkuðum í áratugi. Það er bæði neikvæð ávöxtun af hluta- og skuldabréfum. Auk þess er „kröftugur viðsnúningur“ í efnahagslífinu og mikil fjölgun ferðamanna. Við það fjölgar tjónum og það dregur úr afkomu af tryggingarekstri. „Til að toppa svo allt saman hefur ávöxtunarkrafa til eigin fjár hækkað hratt síðustu vikur.“ Innherji 2. desember 2022 14:01
Hefja áætlunarflug til Varsjár Flugfélagið Play hyggst hefja sölu á miðum á áætlunarflugi til Varsjár, höfuðborgar Póllands í apríl. Viðskipti innlent 2. desember 2022 13:22
Bein útsending: Fulltrúar Bankasýslunnar mæta fyrir þingnefnd Fulltrúar Bankasýslu ríkisins mæta á opinn fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis sem fram fer milli klukkan 10:30 og 12 í dag. Innlent 2. desember 2022 10:00
Fékk verðlaun CAPA sem besta nýja flugfélag ársins Flugfélagið Play hefur verið valið besta nýja flugfélagið af CAPA, alþjóðlegum samtökum um flugmál. Birgir Jónsson forstjóri tók við verðlaununum fyrir hönd félagsins í Gíbraltar í gærkvöldi. Viðskipti innlent 2. desember 2022 09:42
Róbert Wessman sest í stól forstjóra Alvotech Róbert Wessman, stjórnarformaður og stofnandi Alvotech, mun taka við starfi forstjóra félagsins eftir að Mark Levick forstjóri ákvað að biðjast lausnar. Viðskipti innlent 2. desember 2022 07:05
Arion banki telur fullreynt að reka kísilver í Helguvík Arion banki og PCC hafa slitið formlegum viðræðum um möguleg kaup PCC á kísilverksmiðjunni í Helguvík. Samhliða hefur Arion banki sagt upp raforkusamningi við Landsvirkjun þar sem framleiðsla kísils var forsenda samningsins. Því er allt útlit fyrir að kísilverksmiðjan í Helguvík verði ekki gangsett á ný og að hún verði flutt eða henni fært nýtt hlutverk. Viðskipti innlent 1. desember 2022 15:02
Sigríður segir Boeing 757 vera uppáhaldsflugvélina Sigríður Einarsdóttir varð fyrst íslenskra kvenna til að gegna störfum atvinnuflugmanns. Þegar hún er spurð, að loknum 38 ára starfsferli sem flugmaður og flugstjóri, hver sé uppáhaldsflugvélin er svarið: Boeing 757. Innlent 1. desember 2022 14:14
Svona er hægt að pakka inn gjafabréfum á sniðugan hátt Hver kannast ekki við að leita að jólagjöf fyrir þann sem vantar ekki neitt? Og enda svo á að kaupa hluti sem enda rykfallnir inni í skáp eða geymslu. Lífið samstarf 1. desember 2022 10:20
Krónan opnar sína fyrstu verslun á Akureyri Krónan opnar í dag nýja verslun að Tryggvabraut 8 á Akureyri. Þetta er fyrsta verslun Krónunnar sem opnar í bænum. Viðskipti innlent 1. desember 2022 08:01
Búnar að sýna og sanna það að þetta er ekki karlastarf lengur Hún ruddi brautina fyrir íslenskar konur í flugmannastétt sem sú fyrsta sem var ráðin sem atvinnuflugmaður. Í dag var komið að síðustu lendingu Sigríðar Einarsdóttur í flugstjórasætinu hjá Icelandair og hlaut hún heiðursmóttöku á Keflavíkurflugvelli. Innlent 30. nóvember 2022 22:30
Árið 2021 var „alger sprengja“ í rekstri Eimskips en árið í ár er „enn betra“ Rekstrarhagnaður Eimskips af gámasiglingum meira en tvöfaldaðist milli ára á fyrstu níu mánuðum ársins. Á sama tíma jókst magn í gámasiglingum einungis um tæp sjö prósent. Trúlega hafa verðhækkanir á flutningum á sjó á milli Evrópu og Bandaríkjanna stuðlað að afkombatanum. Samkvæmt upplýsingum frá Drewry Supply Chain Advisors hefur flutningaverð á leiðinni í ár hækkað um ellefu prósent til Rotterdam frá Bandaríkjunum og um 21 prósent til New York frá Rotterdam. Innherji 30. nóvember 2022 17:30
Verðið í útboði Íslandsbanka var „eins gott og hugsast gat“ STJ Advisors, ráðgjafi Bankasýslunnar við söluna á Íslandsbanka, segir að ef reynt hefði verið að fá hærra verð en 117 krónur á hlut í útboðinu í mars, hefði skapast sú hætta að horfið yrði frá stórum hluta af pöntunum, þar á meðal frá „hágæða fjárfestum“ og núverandi hluthöfum. Allar nauðsynlegar upplýsingar sem máli skiptu um mögulega heildareftirspurn fjárfesta hafi legið fyrir þegar ákvörðun um leiðbeinandi lokaverð hafi verið tekin. Innherji 30. nóvember 2022 14:08
Bein útsending: Katrín og Lilja mæta á fund nefndar vegna Íslandsbankasölunnar Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis heldur opinn fund í dag vegna skýrslu Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Forsætisráðherra og viðskiptaráðherrra munu þar svara spurningum nefndarmanna. Innlent 30. nóvember 2022 08:31
Væntir frekari samruna fyrirtækja á næsta ári Líkur eru á frekari samþjöppun og samrunum fyrirtækja á næsta ári, einkum á sviði upplýsingatækni og sjávarútvegs- og matvælaiðnaði. Á sama tíma mun fjöldi fjölskyldufyrirtækja þurfa á meira fjármagni að halda til fjárfestinga. Innherji 29. nóvember 2022 14:10
Ráðinn í starf framkvæmdastjóra eignaumsýslusviðs Reita Jón Kolbeinn Guðjónsson hefur verið ráðinn í starf framkvæmdastjóra Eignaumsýslusviðs Reita. Viðskipti innlent 29. nóvember 2022 12:36
Stöðugildum fækkað og nýir framkvæmdastjórar ráðnir Stjórn Sýnar hefur samþykkt nýtt skipulag félagsins sem miðar meðal annars að því að bæta arðsemi félagsins, einfalda starfsemina og búa félagið undir frekari vöxt. Stöðugildum verður fækkað og nýir framkvæmdastjórar verða ráðnir. Viðskipti innlent 29. nóvember 2022 09:04
Ríkið sýknað af kröfu Símans um veiðirétt Íslenska ríkið hefur verið sýknað af kröfu Símans um að fjarskiptafyrirtækið ætti veiðirétt fyrir landi sínu sem liggur að Sandá í Þjórsárdal. Umfangsmikil skógrækt Skógræktarinnar á jörðinni skipti sköpum í málinu. Viðskipti innlent 28. nóvember 2022 15:29