Krónan opnar sína fyrstu verslun á Akureyri Atli Ísleifsson skrifar 1. desember 2022 08:01 Verslunarrýmið er um tvö þúsund fermertrar að stærð. Aðsend Krónan opnar í dag nýja verslun að Tryggvabraut 8 á Akureyri. Þetta er fyrsta verslun Krónunnar sem opnar í bænum. Í tilkynningu segir að verslunarrýmið sé alls um tvö þúsund fermetrar að stærð og að fyrsta skóflustungan hafi verið tekin 15. júní 2021. „Meðal þess sem verður að finna í nýju versluninni er útibú veitingastaðarins RUB23 þar sem hægt verður að fá tilbúna rétti. Jafnframt mun veitingastaðakeðjan Wok On opna í versluninni og bjóða í fyrsta sinn upp á núðlurétti sína á Akureyri, auk þess sem ferskt kjöt verður skorið og pakkað á staðnum. Þá geta Akureyringar frá fyrsta degi nýtt Skannað og skundað, þar sem hægt er að skanna vörur með símanum og greiða fyrir í appi. Krónan mun einnig styðja við umhverfisvænan lífsstíl Akureyringa og bjóða umbúðalausar lausnir eins og þurrvörubar, þar sem viðskiptavinum gefst kostur á að fylla á eigin ílát. Frá áramótum verður jafnframt í boði að fá vörur Krónunnar heimsendar,“ segir í tilkynningunni. Bjarki Kristjánsson verður verslunarstjóri Krónunnar að Tryggvabraut þar sem á fimmta tug starfsfólks mun starfa. Guðrún Aðalsteinsdóttir er framkvæmdastjóri Krónunnar.Aðsend Fimmtíu nýir starfsmenn Haft er eftir Guðrúnu Aðalsteinsdóttur, framkvæmdastjóra Krónunnar, að Krónan á Akureyri verði ein af glæsilegustu verslunum Krónunnar. „Það er frábært að geta loksins boðið þjónustu okkar og vöruúrval til íbúa Akureyrar og nærliggjandi sveita. Við erum einnig spennt að sjá hvernig verður tekið í stafrænu lausnir okkar en Skannað og skundað er sjálfsafgreiðslulausnin sem getur sparað heilmikinn tíma við innkaupin og einfaldað lífið á ýmsan máta. Einnig munum við bjóða upp á þjónustu vefverslunar á nýju ári. Við hlökkum til undirbúnings jólanna með Akureyringum og fögnum því einnig að nú eru nærri fimmtíu nýir starfsmenn sem við bjóðum innilega velkomna í Krónuteymið.“ Mikil eftirvænting Þá segir verslunarstjórinn Bjarki Kristjánsson að starfsmenn hafi orðið varir við mikla eftirvæntingu fyrir opnun Krónunnar á Akureyri. Því sé mjög ánægjulegt að nú sé hún loksins að verða að veruleika. „Við viljum að Krónan komi sem ferskur andblær inn á markaðinn og auki fjölbreytnina sem fyrir er á Akureyri. Ekki aðeins þegar kemur að ferskvöru heldur verðum við einnig með tilbúna rétti frá Wok On og RUB 23. Sjálfur er ég sérstaklega spenntur fyrir því að kynna kjötpökkunina, þar sem tveir lærðir kjötiðnaðarmenn skera og pakka kjöti á staðnum Við opnun núna um mánaðamót og svo koma jólin. Þetta er háannatími og við hlökkum til,“ segir Bjarki. Akureyri Verslun Festi Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Í tilkynningu segir að verslunarrýmið sé alls um tvö þúsund fermetrar að stærð og að fyrsta skóflustungan hafi verið tekin 15. júní 2021. „Meðal þess sem verður að finna í nýju versluninni er útibú veitingastaðarins RUB23 þar sem hægt verður að fá tilbúna rétti. Jafnframt mun veitingastaðakeðjan Wok On opna í versluninni og bjóða í fyrsta sinn upp á núðlurétti sína á Akureyri, auk þess sem ferskt kjöt verður skorið og pakkað á staðnum. Þá geta Akureyringar frá fyrsta degi nýtt Skannað og skundað, þar sem hægt er að skanna vörur með símanum og greiða fyrir í appi. Krónan mun einnig styðja við umhverfisvænan lífsstíl Akureyringa og bjóða umbúðalausar lausnir eins og þurrvörubar, þar sem viðskiptavinum gefst kostur á að fylla á eigin ílát. Frá áramótum verður jafnframt í boði að fá vörur Krónunnar heimsendar,“ segir í tilkynningunni. Bjarki Kristjánsson verður verslunarstjóri Krónunnar að Tryggvabraut þar sem á fimmta tug starfsfólks mun starfa. Guðrún Aðalsteinsdóttir er framkvæmdastjóri Krónunnar.Aðsend Fimmtíu nýir starfsmenn Haft er eftir Guðrúnu Aðalsteinsdóttur, framkvæmdastjóra Krónunnar, að Krónan á Akureyri verði ein af glæsilegustu verslunum Krónunnar. „Það er frábært að geta loksins boðið þjónustu okkar og vöruúrval til íbúa Akureyrar og nærliggjandi sveita. Við erum einnig spennt að sjá hvernig verður tekið í stafrænu lausnir okkar en Skannað og skundað er sjálfsafgreiðslulausnin sem getur sparað heilmikinn tíma við innkaupin og einfaldað lífið á ýmsan máta. Einnig munum við bjóða upp á þjónustu vefverslunar á nýju ári. Við hlökkum til undirbúnings jólanna með Akureyringum og fögnum því einnig að nú eru nærri fimmtíu nýir starfsmenn sem við bjóðum innilega velkomna í Krónuteymið.“ Mikil eftirvænting Þá segir verslunarstjórinn Bjarki Kristjánsson að starfsmenn hafi orðið varir við mikla eftirvæntingu fyrir opnun Krónunnar á Akureyri. Því sé mjög ánægjulegt að nú sé hún loksins að verða að veruleika. „Við viljum að Krónan komi sem ferskur andblær inn á markaðinn og auki fjölbreytnina sem fyrir er á Akureyri. Ekki aðeins þegar kemur að ferskvöru heldur verðum við einnig með tilbúna rétti frá Wok On og RUB 23. Sjálfur er ég sérstaklega spenntur fyrir því að kynna kjötpökkunina, þar sem tveir lærðir kjötiðnaðarmenn skera og pakka kjöti á staðnum Við opnun núna um mánaðamót og svo koma jólin. Þetta er háannatími og við hlökkum til,“ segir Bjarki.
Akureyri Verslun Festi Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira