Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA - Breiðablik 2-0 | Blikar sáu aldrei til sólar í Boganum Þór/KA vann 2-0 sigur á Breiðablik í Boganum á Akureyri í dag. Hulda Ósk Jónsdóttir kom Þór/KA í forystu í fyrri hálfleik og Sandra María Jessen kláraði leikinn með marki í uppbótartíma. Íslenski boltinn 15. maí 2023 20:00
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Þróttur 3-0 | Eyjakonur skelltu toppliðinu Þrátt fyrir að vera á toppi Bestu deildar kvenna í knattspyrnu þegar 4. umferð hófst þá fengu Þróttarar skell í Vestmannaeyjum. Eyjakonur unnu frábæran 3-0 sigur og sendu gestina heim með skottið á milli lappanna. Íslenski boltinn 15. maí 2023 20:00
Mikið um meiðsli í Keflavík Ekki nóg með að Keflavík hafi tapað 0-2 gegn HK á „heimavelli“ heldur yfirgaf spænski varnarmaðurinn Nacho Heras völlinn í skjúkrabíl ásamt því að fyrirliði liðsins, Magnús Þór Magnússon, og Dagur Ingi Valsson gátu ekki klárað leikinn vegna meiðsla og eymsla. Íslenski boltinn 15. maí 2023 19:00
Arnar þakkar Heimi fyrir | „Vorum algjörar píkur í fyrra“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings Reykjavíkur í Bestu deild karla, er þakklátur Heimi Guðjónssyni þjálfara FH eftir að sá síðarnefndi sagði lið Víkings vera það grófasta í deildinni. Arnar segir þetta hrós fyrir sína menn því þeir hafi verið „algjörar píkur í fyrra.“ Íslenski boltinn 15. maí 2023 14:06
Upphitun fyrir Bestu kvenna: Vinkonurnar mætast Fjórða umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta hefst í kvöld með tveimur leikjum en umferðin klárast svo með þremur leikjum á morgun. Að vanda hitar Helena Ólafsdóttir upp fyrir umferðina. Íslenski boltinn 15. maí 2023 13:00
Kjartan harmar sparkið en segir olnbogaskotið óviljaverk Kjartan Henry Finnbogason hefur sent frá sér skilaboð í kjölfar þess að hafa víða verið sakaður um fautaskap í leik með FH gegn Víkingi í Bestu deildinni í fótbolta í gærkvöld. Íslenski boltinn 15. maí 2023 09:29
„Hann lítur til hliðar og lemur hann í andlitið“ Það var mikill hiti í mönnum í leik Víkings og FH í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöldi og eftir leikinn töluðu báðir þjálfarar liðanna, Arnar Gunnlaugsson og Heimir Guðjónsson, um grófan leik andstæðinganna. Íslenski boltinn 15. maí 2023 09:19
Sjáðu þrumu Örvars beint úr aukaspyrnu og öll hin mörkin úr Bestu í gær Þrír leikir fóru fram í Bestu deild karla í fótbolta í gær og lauk þar með sjöundu umferð deildarinnar. Hér má sjá mörkin úr leikjunum í gær. Íslenski boltinn 15. maí 2023 09:01
„Gekk einfaldlega allt upp hjá okkur í dag“ Fylkir vann glæsilegan 3-1 sigur á Fram í Bestu deild karla. Fyrir leik voru fyrstu bikarhafar Fylkis heiðraðir og strákarnir náðu í þrjú stig fyrir þá hér í kvöld. Rúnar Páll Sigmundsson var að vonum ánægður með sigurinn og sagði að þetta hafi verið einn af þessum leikjum þar sem allt gekk upp. Íslenski boltinn 14. maí 2023 22:40
„Arnar Gunnlaugsson talar oft mikið og Víkingur er grófasta liðið í deildinni“ Heimir Guðjónsson var ánægður með síðari hálfleik sinna manna eftir 2-0 tap FH gegn toppliði Víkings í Fossvogi. Heimir var hins vegar ekki parsáttur með ummæli Arnars Gunnlaugssonar, þjálfara Víkings, um að FH-ingar hafi komið út í síðari hálfleikinn til að meiða leikmenn Víkinga. Íslenski boltinn 14. maí 2023 21:57
„Ef þú ætlar að gera það segi ég bara „Fuck you“ og við svörum í sömu mynt“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga sem sitja á toppi Bestu deildar karla í knattspyrnu, var allt annað en sáttur með FH-inga í kvöld. Sagði Arnar að andstæðingur kvöldsins hefði einfaldlega lagt upp úr að meiða sína menn. Íslenski boltinn 14. maí 2023 21:40
Umfjöllun og viðtöl: Fylkir – Fram 3-1 | Heimamenn komu til baka og lyftu sér af botninum Fylkir kom til baka gegn Fram í 7. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu eftir að lenda 0-1 undir. Sigur Fylkis þýðir að KR er komið á botn Bestu deildarinnar. Íslenski boltinn 14. maí 2023 21:15
Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - FH 2-0 | Gestirnir náðu að velgja toppliðinu undir uggum en sjöundi sigurinn í röð staðreynd Víkingur náði inn tveimur mörkum í fyrri hálfleik sem dugðu til sigurs í dag gegn FH í sjöundu umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. Leiknum er best lýst sem leik tveggja hálfleika þar sem heimamenn voru betri í þeim fyrri en FH gerði mjög vel í seinni án þess að uppskera eftir erfiði. Fótbolti 14. maí 2023 21:10
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - HK 0-2 | Gott gengi HK heldur áfram meðan heimamenn eru heillum horfnir HK bar sigurorð af Keflavík í 7. umferð Bestu deildar karla í Keflavík í dag. Leikurinn endaði 2-0 og voru það Arnþór Ari Atlason og Örvar Eggertsson sem skoruðu mörk gestanna. Íslenski boltinn 14. maí 2023 18:55
Fram færði hinni efnilegu Henríettu gjöf eftir að hún fótbrotnaði Henríetta Ágústsdóttir varð fyrir því óláni að fótbrotna í leik Fram og HK í knattspyrnu fyrir rúmlega tveimur vikum síðar. Frammarar ákváðu að færa henni gjöf í endurhæfingunni. Íslenski boltinn 14. maí 2023 08:01
Umfjöllun og viðtöl: KA – Valur 0-4 | Lærisveinar Arnars léku sér að Akureyringum Valur vann stórsigur á KA í 7. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu í dag, leikar enduðu 4-0 fyrir gestina. Arnar Grétarsson stýrði KA á síðustu leiktíð en stýrir nú Valsmönnum. Lærisveinar hans sýndu allar sínar bestu hliðar í leik dagsins. Íslenski boltinn 13. maí 2023 19:44
„Það vill enginn spila á svona fótboltavöllum“ Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, þurfti að sætta sig við 1-0 tap á móti Breiðablik á Meistaravöllum í dag. Hann var svekktur eftir leikinn en þetta var baráttuleikur sem gat fallið báðum megin að mati Rúnars. Íslenski boltinn 13. maí 2023 19:15
Umfjöllun og viðtöl: KR – Breiðablik 0-1 | Gísli Eyjólfs hetja Blika Breiðablik vann torsóttan sigur á móti KR í Vesturbænum í dag í 7. umferð Bestu deildar karla. Gísli Eyjólfsson reyndist hetja Íslandsmeistaranna með marki á 82. mínútu leiksins og endaði leikurinn 1-0. Íslenski boltinn 13. maí 2023 18:30
Björn Berg: „Góð fyrirheit fyrir komandi átök“ Björn Berg Bryde skoraði fyrsta mark Stjörnunnar í 4-0 sigri gegn ÍBV á Samsung vellinum í Garðabæ í dag. Íslenski boltinn 13. maí 2023 17:01
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan – ÍBV 4-0 | Heimamenn gengu frá Eyjamönnum í seinni hálfleik Stjarnan vann öruggan 4-0 sigur er liðið tók á móti ÍBV í Bestu-deild karla í knattspyrnu í dag. Stjörnumenn mættu með breytt þjálfarateymi til leiks eftir að Ágúst Gylfason var látinn fara nýverið, en Garðabæjarliðið gekk frá Eyjamönnum eftir hálfleikshléið. Íslenski boltinn 13. maí 2023 16:01
Bjóða upp á fótsnyrtingu á fyrsta heimaleik sumarsins Afturelding byrjaði tímabilið vel í Lengjudeild karla í fótbolta og vann 3-1 útisigur á Selfossi. Í kvöld er komið að fyrsta heimaleik liðsins og að venju eru Mosfellingar hugmyndaríkir þegar kemur að umgjörð um heimaleiki sína. Íslenski boltinn 12. maí 2023 15:00
Vör Söndru rifnaði við höggið: „Eins rautt spjald og það verður“ Sauma þurfti nokkur spor í vör Söndru Maríu Jessen eftir höggið sem hún fékk frá Holly O‘Neill í leik Þórs/KA við ÍBV í Vestmannaeyjum á sunnudag, í Bestu deildinni í fótbolta. Málið var skoðað í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Íslenski boltinn 12. maí 2023 13:37
„Varnarlínan var það sem hélt okkur inni í leiknum“ Kristján Guðmundsson, þjálfara Stjörnunnar, talaði um að leikur síns liðs gegn Þrótti Reykjavík í 3. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta hafi lyktað af jafntefli áður en leikurinn var flautaður á. Íslenski boltinn 10. maí 2023 23:15
„Hefðum kannski átt að gera þetta aðeins hraðar, bæði í fyrri og seinni hálfleik“ Ásdís Karen Halldórsdóttir spilaði allan leikinn í 1-1 jafntefli Vals gegn Selfossi í kvöld. Valur hefur byrjað mótið vel og eru sem stendur í 2. sæti deildarinnar, en Þróttur R. situr í efsta sætinu með betri markatölu. Íslenski boltinn 10. maí 2023 21:55
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Selfoss 1-1 | Botnliðið náði í stig gegn meisturunum Íslandsmeistarar Vals tóku á móti Selfossi á Hlíðarenda í kvöld. Niðurstaða leiksins var 1-1 jafntefli. Bryndís Arna Níelsdóttir gerði mark Vals og Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir skoraði fyrir gestina. Bæði lið klífa upp töfluna með þessu jafntefli, Valur situr nú í 2. sæti en Selfoss færir sig upp af botninum og situr nú í 9. sæti deildarinnar. Íslenski boltinn 10. maí 2023 21:25
Umfjöllun og viðtöl: Þróttur - Stjarnan 1-1 | Allt jafnt í Laugardalnum Þróttur Reykjavík og Stjarnan gerðu 1-1 jafntefli í 3. umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Jasmín Erla Ingadóttir skoraði mark gestanna eftir 37 mínútur, og jafnaði Sæunn Björnsdóttir fyrir hönd Þróttar á 55 mínútur. Íslenski boltinn 10. maí 2023 21:20
Fjórir Valsarar í liði fyrsta fjórðungs Bestu deildarinnar Strákarnir í Þungavigtinni gerðu upp fyrsta fjórðung í Bestu deild karla og völdu bestu menn og lið fjórðungsins. Þá var veikasti hlekkurinn einnig valinn. Víkingurinn Oliver Ekroth var bestur að mati strákanna og Hlynur Freyr Karlsson Valsari var valinn sá besti ungi eftir mikla samkeppni frá Ísaki Andra Sigurgeirssyni í Stjörnunni. Íslenski boltinn 10. maí 2023 18:01
Sjáðu þegar Patrik sleit krossbandið og var refsað Annað tímabilið í röð hefur Breiðablik misst út sóknarmann vegna krossbandsslita í hné og ljóst er að færeyski landsliðsmaðurinn Patrik Johannesen spilar ekki meira í Bestu deildinni í sumar. Íslenski boltinn 10. maí 2023 16:30
Komst upp með fólskulega tæklingu í Laugardal | „Meiddur eftir þetta bull“ Ljóst er að betur fór en á horfðist þegar að Kári Kristjánsson, leikmaður karlaliðs Þróttar Reykjavíkur í knattspyrnu var tæklaður af leikmanni Leiknis Reykjavíkur í leik liðanna í 1.umferð Lengjudeildarinnar um síðustu helgi. Íslenski boltinn 10. maí 2023 16:01
Ágúst rekinn og Jökull tekur við Ágúst Gylfason hefur verið rekinn úr starfi aðalþjálfara karlaliðs Stjörnunnar í fótbolta eftir slæmt gengi það sem af er leiktíð í Bestu deildinni. Íslenski boltinn 10. maí 2023 13:46