„Þú lyftir engum titli fyrr en að mótið er búið“ „Ég geri ráð fyrir að fyrri hálfleikurinn hafi ekki verið mikil skemmtun. Það var hægt tempó en svo vorum við mjög sterkir í seinni hálfleik og ég er ánægður með liði að hafa klárað þennan leik. ÍBV-liðið er gott lið. Þannig þetta var bara flott,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 3-0 sigur á ÍBV í dag. Fótbolti 17. september 2022 16:44
Eiður Smári: „Það er bara gaman að fara til Vestmannaeyja einu sinni á ári“ FH-ingar enda 22 leikja deildarkeppni í 11. og næst neðsta sæti eftir tap gegn Stjörnunni í Garðabænum í lokaumferðinni í dag. FH-ingar fara því í neðri hluta úrslitakeppninnar og þurfa að leika einum útileik meira en flest önnur lið. Eiður Smári Guðjonhsen, þjálfari FH, sér eftir þessum auka heimaleik en FH-ingar þurfa að heimsækja ÍBV til Eyja í fyrsta leik úrslitakeppninnar. Íslenski boltinn 17. september 2022 16:43
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik-ÍBV 3-0 | Blikar í kjörstöðu fyrir úrslitakeppnina Breiðablik, topplið Bestu-deildar karla í knattspyrnu, vann 3-0 sigur á móti ÍBV í lokaumferð deildarinnar. Liðið er í kjörstöðu fyrir skiptingu deildarinnar en Víkingur og KA eru átta stigum á eftir Blikum í dag. Íslenski boltinn 17. september 2022 16:15
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan 2-1 FH | Stjarnan endar í efri helming og FH í fallsæti Stjarnan endar fyrsta leiktímabil Bestu-deildarinnar í 6. sæti og leikur því í efri hluta úrslitakeppninnar eftir 2-1 sigur á FH í lokaumferð deildarkeppninnar. Á sama tíma enda FH-ingar deildarkeppninna í fallsæti. Ísak Andri Sigurgeirsson skoraði bæði mörk Garðbæinga í dag. Íslenski boltinn 17. september 2022 15:55
Tekst Fram eða Keflavík að komast upp í efri hlutann? Lokaumferð hefðbundinnar deildarkeppni í Bestu deild karla í fótbolta fer fram í dag. Eftir umferð dagsins verður deildinni skipt upp og leikið um Íslandsmeistaratitilinn annars vegar og hvaða lið falla hins vegar. Töluverð spenna er fyrir umferðinni sem verður flautuð á klukkan 14.00. Íslenski boltinn 17. september 2022 10:01
FH taplaust í gegnum Lengjudeildina Tindastóll og FH, topplið Lengjudeildar kvenna í fótbolta gerðu 2-2 jafntefli i kvöld en bæði lið höfðu þegar tryggt sér sæti í Bestu deildinni að ári. Íslenski boltinn 16. september 2022 22:01
„Þetta er mjög óíþróttamannslegt“ Sérfræðingarnir í Bestu mörkunum sökuðu Önnu Petryk um afar óíþróttamannslega tilburði í leik Breiðabliks gegn ÍBV í Vestmannaeyjum síðastliðinn föstudag. Íslenski boltinn 16. september 2022 11:00
Sif leggur landsliðsskóna á hilluna Sif Atladóttir hefur ákveðið að leggja landsliðsskóna á hilluna. Frá þessu greindi hún á Instagram-síðu sinni í kvöld. Íslenski boltinn 15. september 2022 22:00
„Getum gleymt því að eitthvað mikið gerist“ Valskonur svo gott sem tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta, annað árið í röð, með 1-1 jafnteflinu við Breiðablik í vikunni. Það er í það minnsta mat sérfræðinganna í Bestu mörkunum. Íslenski boltinn 15. september 2022 15:00
„Veit eiginlega ekki úr hverju Sif er gerð“ Landsliðskonunni Sif Atladóttur var hrósað í hástert í Bestu mörkunum eftir 1-1 jafntefli Selfyssinga við Stjörnuna í Bestu deildinni. Íslenski boltinn 15. september 2022 12:56
Bensín á þjálfaraeldinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson skilur sáttur við Vestra en hann lætur af störfum hjá Ísafjarðarliðinu eftir lokaumferð Lengjudeildar karla á laugardaginn. Hann segir að tímabilið hafi hvatt sig áfram í að halda áfram í þjálfun. Íslenski boltinn 15. september 2022 10:31
Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA 3-3 ÍBV | Jafnt í markaleik á Akureyri Þór/KA og ÍBV gerðu jafntefli í sex marka leik í lokaleik 15. umferðar Bestu-deildar kvenna í fótbolta. Íslenski boltinn 14. september 2022 18:45
Leiðir Gunnars Heiðars og Vestra skilja Gunnar Heiðar Þorvaldsson hættir sem þjálfari karlaliðs Vestra í fótbolta eftir tímabilið. Íslenski boltinn 14. september 2022 09:26
Ívar skall harkalega á stöngina: „Ætlarðu að sýna þetta?“ Ívar Örn Árnason hefur spilað frábærlega í vörn KA í sumar en hann lenti í slæmum árekstri við aðra stöngina á marki Breiðabliks í stórleiknum í Bestu deildinni í fótbolta á sunnudaginn. Íslenski boltinn 14. september 2022 09:01
Tíu sem missa af lokaumferðinni vegna leikbanns Tíu leikmenn munu missa af lokaumferð Bestu-deildar karla áður en deildinni verður skipt upp í efri og neðri helming. Íslenski boltinn 13. september 2022 23:01
Umfjöllun,viðtöl og myndir: Valur - Breiðablik 1-1 | Valskonur skrefi nær titlinum Valskonur eru skrefi nær Íslandsmeistaratitlinum í knattspyrnu eftir 1-1 jafntefli gegn Breiðabliki í sannkölluðum stórleik 15. umferðar Bestu-deildarinnar. Valskonur eru því enn með sex stiga forskot á toppnum þegar aðeins þrjár umferðir eru eftir af mótinu. Íslenski boltinn 13. september 2022 22:13
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - KR 2-1| Afturelding vann botnslaginn Það var sannkallaður botnslagur í 15. umferð Bestu-deildar kvenna þegar Afturelding tók á móti KR í kvöld. Bæði liðin byrjuðu leikinn af krafti og staðan 0-0 í hálfleik. Seinni hálfleikurinn var töluvert líflegri þar sem þrjú mörk fengu að líta dagsins ljós. Lokatölur 2-1 fyrir Aftureldingu. Íslenski boltinn 13. september 2022 18:31
„Þurfum að vinna í kvöld til að halda lífi í einhverri titilbaráttu“ Ásmundur Arnarsson, þjálfari kvennaliðs Breiðabliks í fótbolta, fer ekki í grafgötur með það að Íslandsmótið sé undir þegar hans konur mæta Val í toppslag Bestu deildar kvenna. Valur fer langt með að verja Íslandsmeistaratitilinn með sigri. Íslenski boltinn 13. september 2022 12:30
Ætlar að ná metinu af Tryggva Steven Lennon vonast til þess að stífla hafi brostið þegar hann skoraði sitt hundraðasta mark í efstu deild á Íslandi á sunnudaginn, fyrstur erlendra knattspyrnumanna. Íslenski boltinn 13. september 2022 09:30
Umfjöllun og viðtöl: Þróttur 2-3 Keflavík | Keflvíkingar sóttu þrjú dýrmæt stig í Laugardalinn Keflavík vann sterkan sigur á Þrótti Reykjavík í Bestu deild kvenna í kvöld. Lokatölur 2-3 gestunum í vil og fer það langt með að tryggja sæti Keflvíkinga í deildinni. Á sama tíma varð Þróttur af dýrmætum stigum í baráttunni um Evrópusæti. Íslenski boltinn 12. september 2022 21:15
Segist ekki búinn að ákveða hvað framtíðin ber í skauti sér: „Fjölskyldan tosar mig suður“ Þrátt fyrir frábæran árangur KA í Bestu deild karla í fótbolta á leiktíðinni er framtíð Arnars Grétarssonar, þjálfara liðsins, sögð í lausu lofti en samningur hans við félagið rennur út eftir tímabilið. Íslenski boltinn 12. september 2022 20:01
„Hefur vantað sjálfstraust“ Steven Lennon varð í gær fyrsti erlendi leikmaðurinn til þess að ná að skora hundrað mörk í efstu deild á Íslandi, þegar hann skoraði fyrir FH í 6-1 sigrinum gegn ÍA í Bestu deildinni. Hann var til umræðu í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Íslenski boltinn 12. september 2022 16:31
Skarð fyrir skildi hjá súrum Stjörnumönnum Stjarnan hefur ekki átt sjö dagana sæla að undanförnu í Bestu deild karla í fótbolta. Liðið tapaði fyrir KR í gær og hefur tapað fimm leikjum í röð. Nú er ljóst að liðið verður án síns helsta framherja það sem eftir lifir leiktíðar. Íslenski boltinn 12. september 2022 15:01
„Það er enginn að verja Ingvar“ Sérfræðingarnir í Stúkunni á Stöð 2 Sport voru allir sammála um það að löglegt mark hefði verið tekið af Keflvíkingum í gær þegar liðið tapaði gegn Víkingi í Bestu deild karla í fótbolta. Íslenski boltinn 12. september 2022 13:30
Heimir ekki með ÍBV í dag - Sagður í viðræðum erlendis Eyjamaðurinn Heimir Hallgrímsson var hvergi sjáanlegur á Hásteinsvelli í dag þegar ÍBV og Fram gerðu 2-2 jafntefli í Bestu deildinni í fótbolta. Íslenski boltinn 11. september 2022 22:00
Fyrstur erlendra leikmanna til að skora 100 mörk Steven Lennon skoraði í dag sitt hundraðasta mark í efstu deild í fótbolta hér á landi. Íslenski boltinn 11. september 2022 19:30
Umfjöllun og viðtöl: Selfoss-Stjarnan 1-1 | Allt jafnt á Selfossi Selfoss og Stjarnan gerðu 1-1 jafntefli er liðin mættust á Jáverk-vellinum í 15. umferð Bestu-deildar kvenna í dag. Íslenski boltinn 11. september 2022 19:17
Jón Þór: Sárt að vera svona slakir á þessum tímapunkti Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, sagði spilamennsku lærisveina sinna vera þá slökustu í sumar þegar liðið fékk 6-1 skell á móti FH í 21. umferð Bestu deildar karla í fótbolta á Kaplakrikavelli í dag. Umhugsanarefni væri hversu slakt hugarfar leikmenn hefðu mætt með í farteskinu til leiks. Íslenski boltinn 11. september 2022 18:02
Eiður Smári: Magnað afrek hjá Steven Lennon Eiður Smári Guðjohnsen, þjálfari FH, sagði mikilvægt fyrir leikmenn sína að svífa ekki upp til skýjanna þrátt fyrir frábæra frammistöðu og sannfærandi sigur FH-liðsins gegn Skagamönnum í fallbaráttuslag í Bestu deild karla í fótbolta á Kaplakrikavelli í dag. Íslenski boltinn 11. september 2022 17:04
Umfjöllun: KR 3-1 Stjarnan | KR tryggir sér sæti í efri hlutanum KR vann 3-1 sigur á Stjörnunni í 21. umferð Bestu-deildar karla í dag. Með sigrinum gulltryggir KR sér sæti í efri hluta úrslitakeppninnar. Umfjöllun af leiknum og viðtöl eru væntanleg. Íslenski boltinn 11. september 2022 16:14