Handbolti

Handbolti

Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.

Fréttamynd

Bauð Ki­elce sigurinn þegar pólski blaða­­maðurinn barðist fyrir lífi sínu

Bennet Wiegert, þjálfari Íslendingaliðs Magdeburg, bauð Talant Dujshebaev, þjálfara Kielce, að hætta leik og láta stöðuna sem á þeim tíma var á töflunni standa sem úrslit leiksins í úrslitum Meistaradeildar Evrópu á sunnudagskvöld eftir að pólski blaðamaðurinn Pawel Kotwica missti meðvitund uppi í stúku og barðist fyrir lífi sínu.

Handbolti
Fréttamynd

Kári Kristján framlengir við Íslandsmeistarana

Hinn 38 ára gamli Kári Kristján Kristjánsson, fyrirliði Íslandsmeistara ÍBV, hefur skrifað undir framlengingu á samningi sínum við félagið og tekur því slaginn í Olís-deild karla í handbolta á næsta tímabili.

Handbolti
Fréttamynd

Gísli Þorgeir valinn verðmætasti leikmaður helgarinnar

Gísli Þorgeir Kristjánsson var valinn verðmæsti leikmaður úrslitahelgarinnar í Meistaradeild Evrópu í handbolta karla en lið hans Magdeburg sigraði keppnina eftir sigur gegn pólska liðinu Kielce í úrslitaleik keppninnar í Lanxess Arena í Köln í dag. 

Handbolti
Fréttamynd

Gísli Þorgeir beit fast á jaxlinn og Magdeburg vann Meistaradeildina

Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði sex mörk úr átta skotum þegar lið hans, Magdeburg, vann Meistaradeild Evrópu í handbolta með 30-28 sigri sínum gegn pólska liðinu Kielce í úrslitaleik keppninnar í Lanxess Arena í Köln í dag. Gísli Þorgeir spilaði lungann úr leiknum þrátt fyrir að hafa farið úr axlarlið í undanúrslitaleik Magdeburgar og Barcelona í gær. 

Handbolti
Fréttamynd

Gísli Þorgeir mættur til leiks í úrslitaleiknum

Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikstjórnandi Magdeburg, er mættur til leik í úrslitum Meistaradeildarinnar þrátt fyrir að hafa meiðst illa í gær. Talið var að Gísli hefði farið úr axlarlið enn einu sinni og yrði lengi frá.

Handbolti
Fréttamynd

Gísli Þorgeir fór úr axlarlið

Gísli Þorgeir Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, fór úr axlarlið þegar lið hans Magdeburg tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í handbolta með sigri gegn Barcelona fyrr í Lanxess Arena í Köln í dag. 

Handbolti