Golf

Golf

Fréttir og úrslit úr heimi golfsins.

Fréttamynd

Krefjandi golf­völlur í ó­venju­legri náttúru­fegurð

Haukadalsvöllur hefur þá sérstöðu að vera staðsettur nærri hverasvæðinu í Haukadal og má stundum sjá Strokk og Geysir blása úr sér á meðan spili stendur. Völlurinn, sem er 9 holu völlur, var opnaður sumarið 2006 og ber hver hola nafn einhvers af þeim hverum sem finnast á hverasvæðinu.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Myndaveisla: Líf og fjör á golfmóti FM957

Frábær þátttaka og mikil gleði var á partý golfmóti FM957 sem var haldið í níunda sinn síðastliðinn fimmtudag. Sjötíu og tveir keppendur mættu til leiks á mótinu sem fór fram á golfvelli Öndverðarness í Grímsnesi.

Lífið
Fréttamynd

Rændur á flug­velli eftir bronsið á ÓL

Japanski kylfingurinn Hideki Matsuyama, kylfusveinn hans og þjálfari urðu fyrir því óláni að vera rændir á flugvelli í Lundúnum, á leið sinni í úrslitakeppni PGA-mótaraðarinnar.

Golf
Fréttamynd

Gunnar Nelson mætti á golfbíl

Frábær þátttaka og mikil gleði var á golfmóti Dineout Open sem fór fram í blíðskaparveðri á Hlíðarvelli hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar síðastliðinn laugardag. Mótið var haldið í fjórða sinn þegar um 230 keppendur mættu til leiks en færri komust að en vildu eins og síðustu ár.

Lífið
Fréttamynd

Stigameistarinn ræðst í keppni um bikar sem var hannaður í Japan

Um helgina fæst úr því skorið hverjir standa uppi sem stigameistarar Golfsambandsins árið 2024 þegar keppni lýkur í Hvaleyrarbikarnum í Hafnarfirði á sunnudaginn. Hvaleyrarbikarinn fer fram hjá Keili og er fimmta og síðasta stigamót sumarsins. Keppni hófst í morgun og eru leiknar 54 holur á þremur dögum.

Golf
Fréttamynd

Skemmti­legur golf­völlur í ein­stak­lega fal­legu um­hverfi

Húsafellsvöllur er af mörgum talin vera ein af földum perlum Vesturlands en hann er 9 holu völlur sem liðast um fjölbreytt landslag meðfram bökkum Kaldár og Stuttár í jaðri sumarhúsasvæðisins. Fagurgrænn birkiskógurinn, Eiríksjökull, Langjökull, Okið, Hafursfell og Strútur eru glæsilegir á að horfa og mynda til samans einstaklega fallegt umhverfi sem lætur engan ósnortinn.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Ein af földu perlum Vest­fjarða

Golfvöllurinn í Bolungarvík heitir Syðridalsvöllur og er staðsettur rétt fyrir utan þéttbýliskjarnann í Bolungarvík. Það er því stutt að fara á eina af földu perlum Vestfjarða.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Einn glæsi­legasti 9 holu völlur landsins

Í sumar ætlar Vísir að kynna nokkra af þeim golfvöllum sem spennandi væri að prófa í sumarfríinu en hér á landi má finna yfir sextíu golfvelli víða um land. Golfvöllur vikunnar er Víkurvöllur í Stykkishólmi.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Sluppu furðu­vel frá heim­sókn hesta á golf­völlinn

Tiltölulega litlar skemmdir urðu á Hlíðavelli í Mosfellsbæ þegar hestastóð kom í óvelkomna heimsókn þangað seint í gærkvöldi. Vallastjóri telur líklegt að hestarnir hafi sloppið úr gerði nærri vellinum þar sem hann liggur við Leiruvog.

Innlent
Fréttamynd

Hulda Clara og Aron Snær Ís­lands­meistarar í golfi

Hulda Clara Gestsdóttir og Aron Snær Júlíusson eru Íslandsmeistarar í golfi 2024 en þau eru bæði í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar. Þetta er í annað sinn sem þau fagna þessum titli en þau sigruðu bæði í fyrsta sinn árið 2021.

Golf
Fréttamynd

Schauffele sigldi sigrinum heim

Hinn bandaríski Xander Schauffele stóð uppi sem sigurvegari á opna breska meistaramótinu í golfi sem lauk í dag en leikið var við töluvert krefjandi aðstæður í Skotlandi um helgina.

Golf
Fréttamynd

McIlroy segist ekki hafa ráðið við vindinn

Bið Rorys McIlroy eftir sigri á risamóti lengist enn en hann komst ekki í gegnum niðurskurðinn á Opna breska meistaramótinu sem nú stendur yfir. Norður-Írinn segir að vindurinn í Skotlandi hafi sett stórt strik í reikning hans.

Golf