Grét þegar hann missti af medalíu og undanþágu frá herskyldu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. ágúst 2024 14:45 Tom Kim var ekki langt frá því að komast á verðlaunapall á Ólympíuleikunum. getty/Kevin C. Cox Suður-kóreski kylfingurinn Tom Kim var afar vonsvikinn og felldi tár þegar hann komst ekki á verðlaunapall á Ólympíuleikunum í París. Hann missti ekki bara af medalíu heldur einnig undanþágu frá herþjónustu í heimalandinu. Kim lék vel á Ólympíuleikunum og lék hringina fjóra á samtals þrettán höggum undir pari. Hann endaði í 8. sæti og var fjórum höggum frá verðlaunasæti. Myndir náðust af Kim í klúbbhúsinu þar sem hann brynnti músum. Ef hann hefði komist á pall hefði hann nefnilega sloppið við að gegna herþjónustu í Suður-Kóreu. Samkvæmt lögum í Suður-Kóreu þurfa allir karlmenn að gegna herþjónustu í 18-21 mánuð áður en þeir verða 28 ára. Sumir geta fengið undanþágu vegna líkamlegra eða andlegra kvilla og þá senda ríkar fjölskyldur oft börn sín í skóla erlendis til að fá tvöfaldan ríkisborgararétt og sleppa þar með við herskylduna. Þeir sem vinna til verðlauna á Ólympíuleikum eða gull á Asíuleikum þurfa heldur ekki að fara í herinn. Kim gæti enn sloppið við að gegna herþjónustu ef hann vinnur Asíuleikana eftir tvö ár eða til verðlauna á Ólympíuleikunum í Los Angeles eftir fjögur ár. Hinn 22 ára Kim hefur unnið þrjú mót á PGA-mótaröðinni og varð annar á Opna breska meistaramótinu í fyrra. Golf Ólympíuleikar 2024 í París Suður-Kórea Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Kim lék vel á Ólympíuleikunum og lék hringina fjóra á samtals þrettán höggum undir pari. Hann endaði í 8. sæti og var fjórum höggum frá verðlaunasæti. Myndir náðust af Kim í klúbbhúsinu þar sem hann brynnti músum. Ef hann hefði komist á pall hefði hann nefnilega sloppið við að gegna herþjónustu í Suður-Kóreu. Samkvæmt lögum í Suður-Kóreu þurfa allir karlmenn að gegna herþjónustu í 18-21 mánuð áður en þeir verða 28 ára. Sumir geta fengið undanþágu vegna líkamlegra eða andlegra kvilla og þá senda ríkar fjölskyldur oft börn sín í skóla erlendis til að fá tvöfaldan ríkisborgararétt og sleppa þar með við herskylduna. Þeir sem vinna til verðlauna á Ólympíuleikum eða gull á Asíuleikum þurfa heldur ekki að fara í herinn. Kim gæti enn sloppið við að gegna herþjónustu ef hann vinnur Asíuleikana eftir tvö ár eða til verðlauna á Ólympíuleikunum í Los Angeles eftir fjögur ár. Hinn 22 ára Kim hefur unnið þrjú mót á PGA-mótaröðinni og varð annar á Opna breska meistaramótinu í fyrra.
Golf Ólympíuleikar 2024 í París Suður-Kórea Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira