Frjálsar íþróttir

Frjálsar íþróttir

Fréttamynd

Aníta er óslípaður demantur

Hin 17 ára gamla Aníta Hinriksdóttir hefur sett tólf Íslandsmet á síðustu átján mánuðum og bætt metið í 800 metra hlaupi utanhúss um fjórar sekúndur. Fréttablaðið fékk Jónas Egilsson, Þóreyju Eddu Elísdóttir og Fríðu Rún Þórðardóttur til að segja okkur hversu öfluga íþróttakonu Ísland hefur eignast.

Sport
Fréttamynd

Komin út úr skugganum

Sveinbjörg Zophoníasdóttir er nýjasta stjarnan í íslenskum frjálsum íþróttum en þessi 21 árs gamla sjöþrautarkona fylgdi eftir Norðurlandameistaratitli hjá 22 ára og yngri í byrjun júní með því að ná þriðja sæti í Evrópubikarkeppninni í fjölþrautum um síð

Sport
Fréttamynd

Vill enga auglýsingasamninga strax

Hlaupakonan stórefnilega Aníta Hinriksdóttir hefur vakið mikla athygli síðasta árið enda er þessi 17 ára stelpa búin að bæta Íslandsmetið í 800 metra hlaupi um fjórar sekúndur á aðeins tólf mánuðum. Stúlkan nýtur mikillar athygli en það er þó ekki von á henni í auglýsingum á næstunni.

Sport
Fréttamynd

Hafdís með tvö gull í dag

Hafdís Sigurðardóttir vann tvö gullverðlaun á Gautaborgarleikunum í frjálsum íþróttum í dag. Hún vann keppni kvenna í langstökki og 400 metra hlaupi auk þess að ná í brons í 100 metrum.

Sport
Fréttamynd

Aníta bætti Íslandsmetið í 800 metrum

Aníta Hinriksdóttir úr ÍR bætti í dag Íslandsmet sitt í 800 metra hlaupi kvenna á móti í Mannheim. Hún kom í mark á 2:00,49 og nálgast tveggja mínútna markið óðfluga.

Sport
Fréttamynd

Sveinbjörg með góðan fyrri dag

FH-ingurinn Sveinbjörg Zophaníasdóttir byrjar vel á EM landsliða í fjölþraut en hún er í öðru sæti í kvennaflokki eftir fyrri keppnisdaginn.

Sport
Fréttamynd

Dísilvélin fer á HM í Moskvu

Ásdís Hjálmsdóttir verður á meðal þátttakenda á heimsmeistaramótinu í frjálsum. Hin 17 ára Aníta Hinriksdóttir einbeitir sér að öðrum mótum.

Sport
Fréttamynd

Ásdís fer til Moskvu | Aníta gaf ekki kost á sér

Hlaupakonan Aníta Hinriksdóttir hefur tilkynnt Frjálsíþróttasambandi Íslands að hún ætli sér ekki að taka þátt á heimsmeistaramóti í frjálsíþróttum sem fram fer í Moskvu 10.-18. ágúst næstkomandi.

Sport
Fréttamynd

Íslenska landsliðið hafnaði í fjórða sæti

Íslenska landsliðið í frjálsum íþróttum stóð í ströngu um helgina en liðið tók þátt á Evrópumóti landsliða í Slóvakíu. Ísland hafnaði í 4. sæti á mótinu en liðið keppir í 3. deild.

Sport
Fréttamynd

Aníta sjóðheit í Slóvakíu

Aníta Hinriksdóttir bætti um helgina sitt eigið Íslandsmet í 800 metra hlaupi um tæplega tvær sekúndur. Íslenska landsliðið í frjálsum íþróttum tekur þátt á Evrópumóti landsliða í Banská Bystrica í Slóvakíu en Ísland keppir í þriðju deild.

Sport
Fréttamynd

Aníta Hinriksdóttir bætti sitt eigið Íslandsmet

Frjálsíþróttakonan Aníta Hinriksdóttir, ÍR, bætti í dag Íslandsmet sitt í 800 metra hlaupi þegar hún kom í mark á tímanum 2:01,17 mínútum í Evrópukeppni landsliða sem fer fram þessa daganna í Slóvakíu.

Sport
Fréttamynd

Heimsmeistari talinn hafa fallið á lyfjaprófi

Talið er að heimsmeistarinn í 200 metra hlaupi kvenna, Veronica Campbell-Brown, hafi fallið á lyfjaprófi. Reuters-fréttastofan greinir frá þessu og hefur eftir heimildarmönnum sínum nákomnum hlaupakonunni.

Sport
Fréttamynd

Hilmar Örn bætti metið

Kastarinn ungi Hilmar Örn Jónsson úr ÍR bætti Íslandsmet sitt í sleggjukasti í flokki 16-17 ára á móti í Kaplakrika í gær.

Sport
Fréttamynd

Gatlin skákaði Bolt

Bandaríkjamaðurinn Justin Gatlin kom fyrstur í mark í 100 metra hlaupi á Demantamótinu í Róm í gærkvöldi. Usain Bolt þurfti aldrei þessu vant að sætta sig við annað sætið.

Sport
Fréttamynd

Ásdís kastar í Róm

Spjótkastskonan Ásdís Hjálmsdóttir verður á meðal keppenda á Demantamóti í Róm í kvöld.

Sport
Fréttamynd

Myndband: Hástökk með skæra-stíl

Myndband sem Michael Stewart, sjálfboðaliði fyrir Run For Life, hefur sett á Youtube af hástökkvurum í Kenya hefur vakið mikla athygli fyrir óhefðbundinn stökkstíl íþróttamannanna sem sjá má í meðfylgjandi myndbandi.

Sport
Fréttamynd

Ívar fékk gull og Hafdís silfur

Ívar Kristinn Jasonarson náði þeim frábæra árangri að vinna til gullverðlauna í 200 m hlaupi á Smáþjóðaleikunum í Lúxemborg í dag.

Sport