Fréttir af flugi

Fréttir af flugi

Allt það helsta sem viðkemur flugi.

Fréttamynd

Akur­eyringar segja vöggu flugsins vera fyrir norðan

Flugáhugamenn sunnan og norðan heiða hafa löngum togast á um það hvort vagga íslensks flugs eigi að teljast vera í Reykjavík eða á Akureyri. Þótt fyrsta flugvélin á Íslandi hafið tekið flugið í Reykjavík halda Akureyringar því gjarnan fram að vagga flugsins sé í raun fyrir norðan.

Innlent
Fréttamynd

Þegar við tölum um ís­lenskt flugævintýri þá er það í dag

„Miðað við stærð þjóðar þá erum við með mjög marga flugmenn á Íslandi og gríðarlega mikinn flugrekstur,“ segir Sigrún Bender, flugstjóri hjá Icelandair, í viðtali í þáttaröðinni Flugþjóðin, sem hefur göngu sína á Stöð 2 næstkomandi mánudagskvöld 2. september.

Innlent
Fréttamynd

Flýgur þyrlunni á mynd­bandinu og braut engar reglur

Þyrluflugmaður segir að drónaflugmenn hafi verið að fljúga drónum sínum alltof hátt við gosstöðvarnar síðustu daga, og það skapi hættu fyrir þyrlur. Drónaflugmaður segir að það séu pottþétt einhverjir drónaflugmenn sem fljúgi of hátt, en það sé aðallega almenningur með dróna. 

Innlent
Fréttamynd

Gripu í taumana og vísa mun fleiri frá landa­mærunum

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir þann árangur sem náðst hefur í frávísun brotamanna frá landinu fyrst og fremst frumkvæðisathugunum lögreglu og tollvarða á Keflavíkurflugvelli að þakka. Eftirlit ýmissa þjóða á innri landamærum Schengen sé ekki merkilegt.

Innlent
Fréttamynd

Play fjölgar á­fanga­stöðum í Portúgal

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á áætlunarflugi til borgarinnar Faro í Portúgal. Fyrsta flugið verður laugardaginn 12. apríl, í tæka tíð fyrir páska á næsta ári. Flogið verður tvisvar í viku á laugardögum og miðvikudögum til 29. október.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þyrlur í lág­flugi við eld­gosið

Þyrlur með ferðamenn hafa verið á flugi við eldgosið á Sundhnúksgígaröðinni síðan byrjaði að gjósa á fimmtudagskvöldið. Sumar hafa hætt sér ansi nálægt gígnum.

Innlent
Fréttamynd

Her­sveitir, her­skip og flug­vélar á sveimi við Ís­land næstu daga

Varnaræfingin Norður-Víkingur, tvíhliða varnaræfing Íslands og Bandaríkjanna, hófst í gær og stendur yfir til þriðja september. Æfingin fer fram hér á landi og á hafsvæðinu umhverfis Ísland en auk Íslands og Bandaríkjanna taka þátt í æfingunni bandalagsríkin Danmörk, Frakkland, Holland, Noregur, Pólland og Portúgal. Þá tekur hluti fastaflota Atlantshafsbandalagsins þátt í æfingunni.

Innlent
Fréttamynd

Breska stjórnin sam­þykkir að efla London City-flugvöll

Breska ríkisstjórnin hefur samþykkt áætlun sem felur í sér að farþegum um London City-flugvöll fjölgar úr 6,5 milljónum á ári upp í níu milljónir farþega á ári fyrir árið 2031. Þetta gerist með því að fleiri flugferðir verða leyfðar snemma á morgnana virka daga vikunnar. Ósk um rýmkun opnunartíma vallarins á laugardögum var hins vegar hafnað.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

„Þetta er eitt­hvað sem flugliðar vilja ekki viður­kenna“

„Mér líður eins og það sé meira hlustað á karla heldur en okkur. Til dæmis þegar við erum að segja þeim að gera eitthvað, eða biðja þau um að setjast niður eða eitthvað, þá hlusta þau meira á strákana heldur en okkur, taka þeim meira alvarlega,“ segir 26 ára íslensk kona sem starfar sem flugfreyja.

Lífið
Fréttamynd

Breytt upp­lifun far­þega á leið um Akureyrarflugvöll

Farþegar á leið um Akureyrarflugvöll voru í fyrsta sinn í dag innritaðir í flug í gegnum nýjan innritunarsal í flugstöðinni, bæði innanlands- og millilandafarþegar. Þetta er einn áfanginn í breytingum sem fylgja nýrri viðbyggingu fyrir millilandaflugið.

Innlent
Fréttamynd

Fljúga til Ála­borgar næsta sumar

Flugfélagið Play mun hefja áætlunarflug til Álaborgar í júní næsta sumar. Þetta er þriðja borgin sem Play hefur flugferðir til en fyrir er flogið til Kaupmannahafnar allan ársins hring og til Billundar yfir sumarið. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ráð­herrar tala út og suður um útlendingamál

Dómsmálaráðherra boðar frumvarp í haust um breytingar á útlendingalögum sem meðal annars feli í sér lokað búsetuúrræði fyrir hælisleitendur við komuna til landsins og þá sem hafa fengið synjun um alþjóðlega vernd. Félagsmálaráðherra telur hins vegar enga þörf á þessum breytingum.

Innlent
Fréttamynd

Play ætti að geta hækk­að verð

Play ætti að hafa meira svigrúm til að hækka verð vegna minna framboðs flugferða til Íslands og minni áherslu á flug yfir Atlantshafið á seinni hluta ársins, segir í hlutabréfagreiningu þar sem flugfélagið er verðmetið í takt við markaðsgengi. Sami hlutabréfagreinandi verðmetur Icelandair langt yfir markaðsverði.

Innherji
Fréttamynd

Rauðu örvarnar koma síð­degis til Kefla­víkur

Listflugsveit breska flughersins, Rauðu örvarnar, er væntanleg til Keflavíkurflugvallar síðdegis. Utanríkisráðuneytið segir núna að vegna flugskilyrða frá Bretlandi sé mjög ólíklegt að um verði að ræða eiginlega flugsýningu við komu sveitarinnar til Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Flug­­fé­lagið Ernir svipt flug­­rekstrar­­leyfi

Samgöngustofa hefur svipt Flugfélagið Erni flugrekstrarleyfi sínu. Stjórnarformaður segir að það hafi staðið til í nokkurn tíma að leggja niður flugstarfsemi félagsins og færa hana inn í Mýflug. Síðarnefnda flugfélagið á meirihluta í Erni ásamt Jóhannesi Kristinssyni fjárfesti.

Innlent
Fréttamynd

Hlé vegna gagna frá ChatGPT

Gera þurfti stutt hlé á aðalmeðferð í þætti Péturs Jökuls Jónassonar í stóra kókaínmálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun eftir að verjandi Péturs Jökuls lagði fram ný gögn í málinu. Gögnin voru fengin af gervigreindarsíðunni ChatGPT.

Innlent
Fréttamynd

Rauðu örvarnar leika listir sínar á Ís­landi

Rauðu örvarnar, listflugsveit breska flughersins, hefur viðdvöl á Íslandi um helgina á leið sinni vestur yfir Atlantshaf. Áformað er að sveitin leiki listir sínar yfir Keflavíkurflugvelli síðdegis á laugardag, þótt flugsýning hérlendis sé ekki á formlegri dagskrá sveitarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Vaxt­­a­l­ækk­­an­­ir er­lend­is end­­ur­­speg­l­ast ekki í geng­­i Icel­and­a­ir

Verðmatsgengi Icelandair lækkar um einungis sex prósent frá síðasta uppgjöri. Margir hefðu eflaust reiknað með meiri lækkun vegna frétta um minni umsvif en áður var gert ráð fyrir í ferðaþjónustu hérlendis. Nýtt verðmat Jakobsson Capital á flugfélaginu er 144 prósentum yfir markaðsverði. Greinandi bendir á að vextir á alþjóðamarkaði hafi lækkað skarpt frá síðasta verðmati en þær vaxtalækkanir séu ekki enn verðlagðar inn í gengi flugfélagsins.

Innherji
Fréttamynd

Sex­tíu og einn látinn eftir flug­slysið í Brasilíu

Allir sem voru um borð í flugvélinni sem brotlenti í Vinhedo í Sau Paulo héraði í Brasilíu eru látnir. Mildi þykir að enginn hafi slasast sem var á jörðinni, en vélin brotlenti í íbúabyggð þar sem aðeins eitt hús varð fyrir skemmdum.

Erlent