Tarik genginn í raðir Víkings Danski miðjumaðurinn Tarik Ibrahimagic er genginn í raðir Íslandsmeistara Víkings frá nýliðum Vestra. Fótbolti 6. ágúst 2024 21:08
Uppgjörið: Breiðablik - Fylkir 3-0 | Blikar sýndu sparihliðarnar á köflum Breiðablik lagði Fylki að velli með þremur mörkum gegn engu þegar liðin áttust við í 17. umferð Bestu deildar karla í fótbolta á Kópavogsvelli í kvöld. Höskuldur Gunnlaugsson skoraði tvívegis af vítapunktinum og Viktor Örn Margeirsson reif fram skotskóna í leiknum. Íslenski boltinn 6. ágúst 2024 21:06
Hákon byrjaði er Lille bjargaði sigri gegn lærisveinum Mourinho Hákon Arnar Haraldsson var í byrjunarliði Lille er franska liðið tók á móti Fenerbache frá Tyrklandi í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Fótbolti 6. ágúst 2024 20:25
Fylkismenn svara umræðu um fjárhagsvandamál: „Hefur komið upp áður“ Stjórn knattspyrnudeildar Fylkis sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem félagið svara umfjöllun hlaðvarpsins Þungavigtin um að fjárhagur félagsins sé slæmur. Fótbolti 6. ágúst 2024 19:41
Bandaríkin í úrslit eftir framlengdan leik Bandaríkin komu sér í úrslit Ólympíuleikanna í knattspyrnu kvenna er liðið vann 1-0 sigur gegn Þjóðverjum í framlengdum leik. Fótbolti 6. ágúst 2024 18:31
Uppgjörið: KA - Valur 1-0 | Viðar Örn skemmdi partýið hjá nýja þjálfarnum KA sigraði Val 1-0 í 17. umferð Bestu deildar karla á Greifavellinum fyrr í kvöld í fyrsta leik Srdjan Tufegzdic sem þjálfara Vals. Íslenski boltinn 6. ágúst 2024 18:31
Uppgjörið: Fram - Stjarnan 2-1 | Framarar stálu sigrinum í uppbótartíma Fram vann mikilvægan 2-1 sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í Bestu-deild karla í knattspyrnu í kvöld. Magnús Þórðarson skoraði sigurmark heimamanna þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma. Íslenski boltinn 6. ágúst 2024 18:31
Pablo með slitið krossband og frá út tímabilið Pablo Punyed, leikmaður Íslandsmeistara Víkings, er með slitið krossband. Hann mun því ekki leika meira með Víkingum út tímabilið. Fótbolti 6. ágúst 2024 18:31
Markvörðurinn skoraði ótrúlegt mark er Guðmundur og félagar tóku forystuna Guðmundur Þórarinsson og félagar hans í armenska liðinu Noah unnu virkilega sterkan 3-1 sigur er liðið mætti AEK frá Aþenu í fyrri leik liðanna í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í dag. Fótbolti 6. ágúst 2024 18:01
Kristján Flóki heim í FH en Gyrðir og Ástbjörn fara heim í KR Kristján Flóki Finnbogason er genginn í raðir uppeldisfélags síns, FH, á nýjan leik. Hann kemur til liðsins frá KR, en á sama tíma fara þeir Ástbjörn Þórðarson og Gyrðir Hrafn Guðbrandsson frá FH til KR. Fótbolti 6. ágúst 2024 17:16
Hummels í ensku úrvalsdeildina? Miðvörðurinn reyndi Mats Hummels gæti verið á leið í ensku úrvalsdeildina. Hann er án félags í kjölfar þess að samningur hans við Borussia Dortmund rann út í sumar. Enski boltinn 6. ágúst 2024 17:00
Dagur Örn Fjeldsted lánaður frá Breiðabliki til HK Dagur Örn Fjeldsted hefur skrifað undir lánssamning við knattspyrnudeild HK og leikur með liðinu í Bestu deildinni út tímabilið. Íslenski boltinn 6. ágúst 2024 16:28
Tekur við landsliðinu eftir 38 ár í burtu Mircea Lucescu er nýr landsliðsþjálfari Rúmeníu í fótbolta. Hann tekur við liðinu eftir að hafa stýrt því síðast árið 1986. Fótbolti 6. ágúst 2024 16:00
Sjáðu mörkin fimm úr fjörugum leik FH og Víkings Víkingur vann FH í fjörugum fimm marka leik í gærkvöldi. Víkingar komust yfir, lentu svo undir en tryggðu 3-2 sigur með tveimur mörkum í seinni hálfleik. Íslenski boltinn 6. ágúst 2024 14:45
Gagnrýnir fjárhagsreglurnar eftir að Chelsea seldi Gallagher Enzo Maresca, nýráðinn stjóri Chelsea, gagnrýnir regluverk ensku úrvalsdeildarinnar sem hann segir hvetja félög til að selja uppalda leikmenn frá sér. Enski boltinn 6. ágúst 2024 13:00
Julian Álvarez á leið til Atlético Madrid Julian Alvarez, argentínskur framherji Manchester City, er sagður á leið til Atletico Madrid fyrir 81 milljón punda. Enski boltinn 6. ágúst 2024 08:35
Nýjasti leikmaður Manchester United missir af fyrstu mánuðum tímabilsins Varnarmaðurinn Leny Yoro, leikmaður Manchester United, mun missa af fyrstu mánuðum ensku úrvalsdeildarinnar vegna meiðsla. Fótbolti 5. ágúst 2024 23:15
Arnar: Það sjá það allir að við erum í dauðafæri á að gera gott sumar Arnari Gunnlaugssyni var létt eftir sigurinn við FH í Hafnarfirði í kvöld. Leikar enduðu 2-3 og voru það varamennirnir sem skópu sigurinn að lokum. Honum fannst leikurinn rosalegur og fór um víðan völl í viðtali við Gunnlaug Jónsson eftir leikinn. Fótbolti 5. ágúst 2024 22:24
Frakkar í úrslit eftir framlengingu Frakkar eru komnir í úrslit knattspyrnukeppni karla á Ólympíuleikunum eftir 3-1 sigur gegn Egyptum í framlengdum leik. Fótbolti 5. ágúst 2024 21:45
Valdimar Þór: Það er kominn tími á að vinna heima Víkingur vann FH 2-3 á útivelli í Kaplakrika fyrr í kvöld í 17. umferð Bestu deildar karla. Þeir voru undir þegar Valdimar Þór Ingimundarson kom inn á ásamt Sveini Gísla Þorkelssyni sem skópu tvö mörk til að tryggja sigurinn. Fótbolti 5. ágúst 2024 21:43
Óskar Örn orðinn leikjahæstur í sögunni Óskar Örn Hauksson setti í kvöld nýtt met þegar hann kom inn á sem varamaður í 3-2 útisigri Víkings gegn FH í Bestu-deild karla í knattspyrnu í kvöld. Fótbolti 5. ágúst 2024 21:35
Gallagher samþykkir að fara til Atlético Madrid Enski landsliðsmaðurinn Conor Gallagher er á leið til spænska úrvalsdeildarfélagsins Atlético Madrid frá Chelsea. Fótbolti 5. ágúst 2024 20:00
Uppgjör og viðtöl: FH - Víkingur 2-3 | Skiptingar sem skiptu sköpum Íslandsmeistarar Víkings gerðu góða ferð í Kaplakrikann í kvöld í 17. umferð Bestu deildar karla. Þeir báru sigurorð af FH sem var 2-1 yfir í hálfleik. Sveinn Gísli Þorkelsson og Valdimar Þór Ingimundarson komu inn á í upphafi seinni hálfleiks og bjuggu til tvö mörk til að vinna leikinn. Víkingur leiðir deildina með níu stigum eins og staðan er núna. Fótbolti 5. ágúst 2024 18:35
Spánverjar snéru taflinu við og leika til úrslita Spánverjar eru komnir í úrslit Ólympíuleikanna í fótbolta eftir 2-1 endurkomusigur gegn Marokkó í dag. Fótbolti 5. ágúst 2024 18:08
PSG kaupir einn efnilegasta miðjumann Evrópu Frakklandsmeistarar Paris Saint-Germain hafa fest kaup á portúgalska miðjumanninum Joao Neves frá Benfica. Talið er að kaupverðið sé um sextíu milljónir punda. Fótbolti 5. ágúst 2024 17:01
Füllkrug til West Ham West Ham United hefur keypt þýska framherjann Niclas Füllkrug frá Borussia Dortmund. Enski boltinn 5. ágúst 2024 16:19
Hreinsanir hjá Juventus: Ætla að selja Chiesa og Szczesny Thiago Motta, nýr knattspyrnustjóri Juventus, ætlar að gera róttækar breytingar á liðinu og hefur sett átta leikmenn á sölulista. Fótbolti 5. ágúst 2024 15:31
Fallslagur HK og KR færður fram á fimmtudag Búið er að færa leik HK og KR í Bestu deild karla í fótbolta fram um einn dag. Íslenski boltinn 5. ágúst 2024 13:41
Víkingar eiga góða möguleika á að komast í riðlakeppnina Víkingur á góða möguleika á að komast í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu en dregið var í umspil um sæti í henni í dag. Fótbolti 5. ágúst 2024 12:52
Feyenoord vann titil í fyrsta leiknum án Arne Slot Feyenoord varð í kvöld meistari meistaranna í Hollandi eftir sigur á PSV Eindhoven í uppgjöri hollensku meistaranna og hollensku bikarmeistaranna. Fótbolti 4. ágúst 2024 18:25