Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Himinn og haf á milli hegðunar íslenskra foreldra og sænskra

Íslenskur þjálfari segir tvennt ólíkt að fylgjast með foreldrahegðun á fótboltamótum á Íslandi og í Svíþjóð. Sænsku foreldrarnir hegði sér töluvert betur á hliðarlínunni en þar í landi séu upplýsingaskilti við hvern einasta völl þar sem minnt er á hvað sé æskileg hegðun þegar börn keppa.

Innlent
Fréttamynd

„Mér var vel tekið og fyrir það er ég of­­boðs­­lega þakk­látur“

Davíð Smári Lamu­de, þjálfari fót­bolta­liðs Vestra sem á dögunum tryggði sér sæti í Bestu deild karla í fyrsta sinn í sögu fé­lagsins, segist aldrei hafa órað fyrir því að hann myndi stýra liði á Laugar­dals­velli í jafn stórum og mikil­vægum leik og úr­slita­leikur Vestra og Aftur­eldingar í um­spili Lengju­deildarinnar á dögunum var. Hann er þakk­látur Vest­firðingum fyrir góðar mót­tökur á hans fyrsta tíma­bili sem þjálfari Vestra.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Modrić næstur á blaði hjá Beck­ham og Messi

David Beckham horfir áfram hýru auga til bestu leikmanna Spánar undanfarinn áratug þegar kemur að því að sækja leikmenn til Inter Miami. Næstur á blaði er Króatinn Luka Modrić ef marka má orðróma vestanhafs.

Fótbolti
Fréttamynd

Annar sigur Chelsea kom gegn Ful­ham

Chelsea vann í kvöld sinn annan sigur í ensku úrvalsdeildinni þegar liðið sótti Fulham heim í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni. Lokatölur í Kotinu, Craven Cottage, 0-2 og vonast lærisveinar Mauricio Pochettino til þess að hafa snúið blaðinu við.

Enski boltinn
Fréttamynd

Andri Lucas með sigur­markið í Óðins­vé

Íslendingalið Lyngby fer frá Óðinsvé með þrjú stig í pokanum eftir 2-1 sigur á OB í dönsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Lyngby er nú ósigrað í síðustu fjórum leikjum sínum. Andri Lucas Guðjohnsne skoraði það sem reyndist sigurmarkið í upphafi síðari hálfleiks. 

Fótbolti
Fréttamynd

Francis Lee látinn

Francis Lee, fyrrverandi leikmaður Manchester City og enska landsliðsins er látinn eftir harða baráttu við krabbamein. Hann var 79 ára gamall.

Enski boltinn
Fréttamynd

Samúel klökkur eftir af­rek Vestra: „Þetta er bara geggjað fólk“

Samúel Samúels­son, prímu­s­mótorinn á bak við knatt­spyrnu­deild Vestra, var hrærður í við­tali eftir að Vestri hafði tryggt sér sæti í efstu deild í fót­bolta í fyrsta skipti í sögunni með 1-0 sigri á Aftur­eldingu í úr­slita­leik í um­spili Lengju­deildarinnar. Hann þakkar öllu því fólki sem stendur að baki liðinu fyrir sitt fram­lag.

Íslenski boltinn