Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

„Hann verður ekki reiður út í mig, við erum vinir“

Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag fyrir leik liðsins gegn Lúxemborg á Laugardalsvelli á morgun í undankeppni EM 2024. Þar var hann spurður út í samkomulag við fyrrum aðstoðarmann sinn, Jon Dahl Tomasson.

Fótbolti
Fréttamynd

Rúnar Alex ekki misst trúna úti þrátt fyrir krefjandi tíma

Rúnar Alex Rúnarsson, landsliðsmarkvörður í fótbolta, segir stefnu liðsins vera að sækja sex stig úr komandi tveimur heimaleikjum liðsins í undankeppni EM 2024. Rúnar Alex kemur inn í verkefnið með fáar mínútur á bakinu á yfirstandandi tímabili hjá sínu félagsliði, Cardiff City. 

Fótbolti
Fréttamynd

Andri Lucas þver­tekur fyrir meint rifrildi

Andri Lucas Guðjohnsen er mættur aftur í íslenska A-landsliðið í fótbolta, verðskuldað, eftir að hafa slegið í gegn með danska úrvalsdeildarfélaginu Lyngby upp á síðkastið. Andri Lucas segir það gefa liðinu mikið að hafa Gylfa Þór og Aron Einar í hópnum og þá þvertekur hann fyrir sögusagnir sem birtust í dönskum miðlum þess efnis að hann stæði í stappi við þjálfara IFK Norrköping. 

Fótbolti
Fréttamynd

Andros Townsend skrifar undir hjá Luton

Enska úrvalsdeildarliðið Luton Town hefur gengið frá skammtímasamningi við fyrrum enska landsliðsmanninn Andros Townsend. Leikmaðurinn hefur verið án félags síðan samningur hans við Everton rann út í sumar. 

Enski boltinn
Fréttamynd

„Ég fékk mikla hjálp frá konunni minni“

Gylfi Þór Sigurðsson er kominn aftur í íslenska landsliðshópinn eftir um þriggja ára fjarveru. Gylfi er ánægður með að vera kominn aftur í liðið en neitar því ekki að síðustu ár hafi verið erfið. Á þessum árum leitaði hann meðal annars aðstoðar hjá sálfræðingum.

Fótbolti
Fréttamynd

Endur­koma Gylfa Þórs gefi lands­liðinu gríðar­lega mikið

Sverrir Ingi Ingason, varnarmaður íslenska landsliðsins er kominn á fullt aftur í boltanum eftir að meiðsli héldu honum frá síðasta verkefni landsliðsins. Hann er spenntur fyrir komandi heimaleikjum liðsins í undankeppni EM og segir endurkomu Gylfa Þórs Sigurðssonar í landsliðið vera frábærar fréttir.

Fótbolti
Fréttamynd

„Ég get ekki kvartað yfir neinu“

Ísak Bergmann Jóhannesson kemur fullur sjálfstrausts inn í verkefni með íslenska landsliðinu eftir að hafa fótað sig vel í þýsku B-deildinni með Fortuna Dusseldorf. 

Fótbolti