Leon Bailey skaut Villa í þriðja sætið Leon Bailey tryggði Aston Villa sigur gegn Englandsmeisturum Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Enski boltinn 6. desember 2023 22:10
Liverpool vann í endurkomu Wilder Liverpool hafði betur gegn Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni en þetta var fyrsti leikur Chris Wilder með Sheffield eftir að hann var ráðinn þjálfari liðsins á ný. Enski boltinn 6. desember 2023 21:40
Segist ánægður hjá Villa þrátt fyrir sögusagnir Douglas Luiz, leikmaður Aston Villa, segist vera ánægður hjá liðinu þrátt fyrir háværar sögusagnir þess efnis að hann sé á förum í janúar. Enski boltinn 6. desember 2023 17:45
Lampard gæti fengið starf í Bandaríkjunum Frank Lampard, fyrrverandi leikmaður og knattspyrnustjóri Chelsea, gæti fengið nýtt stjórastarf í Bandaríkjunum. Fótbolti 6. desember 2023 17:01
Antony barmar sér yfir „ósanngjarnri“ gagnrýni Neville og félaga Brasilíumaðurinn Antony hefur sent fyrrverandi leikmönnum Manchester United tóninn fyrir það sem honum finnst vera ósanngjörn gagnrýni á hans frammistöðu inni á vellinum. Enski boltinn 6. desember 2023 16:02
Esther Rós færir sig yfir hraunið Esther Rós Arnarsdóttir er nýr leikmaður Stjörnunnar í Bestu deild kvenna í fótbolta. Íslenski boltinn 6. desember 2023 15:16
Drukku meira en þær máttu Forráðamenn norska knattspyrnufélagsins Brann hafa varað leikmenn sína við eftir að nokkrir af leikmönnum kvennaliðs félagsins drukku meira áfengi en leyft var á fögnuði í fyrrakvöld. Fótbolti 6. desember 2023 15:02
Sögulegt: Fyrsta sinn sem Ísland vinnur gömlu herraþjóðina á danskri grundu Íslenska kvennalandsliðið endaði árið á frábærum sigri á Dönum í lokaleik sínum í Þjóðadeildinni í gær og náði um leið vonandi að brjóta múr sem hefur staðið alltof lengi. Fótbolti 6. desember 2023 14:31
„Þrjú verða fjögur“ Atvinnu- og landsliðsmaðurinn í knattspyrnu, Jón Daði Böðvarsson og unnusta hans, María Ósk Skúladóttir, viðskiptafræðingur eiga von á sínu öðru barni í apríl næstkomandi. Parið deilir gleðitíðindunum í sameiginlegri færslu á Instagram. Lífið 6. desember 2023 13:36
Taylor Swift gæti haft áhrif á fallbaráttuna í Frakklandi Taylor Swift er ein vinsælasta og áhrifamesta tónlistarkona heims. Hún gæti meðal annars haft áhrif á botnbaráttuna í frönsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Fótbolti 6. desember 2023 13:30
Innhólf Karólínu fullt af þakklátum Þjóðverjum Íslensku stelpurnar í fótboltalandsliðinu unnu ekki bara frækinn sigur gegn Dönum í gærkvöld heldur gerðu þær Þjóðverjum risastóran greiða um leið. Og Þjóðverjarnir hafa verið duglegir að þakka fyrir sig. Fótbolti 6. desember 2023 13:00
Fjölskyldan í skýjunum með frumraun Fanneyjar Hin 18 ára gamla Fanney Inga Birkisdóttir, stimplaði sig rækilega inn í íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er hún átti stórleik í sínum fyrsta A-landsleik. Leik gegn Dönum á útivelli í Þjóðadeildinni sem endaði með eins marks sigri Íslands. Fjölskylda Fanneyjar var á vellinum í Viborg og segir faðir hennar, Birkir Ingibjartsson, dóttur sína aldeilis hafa sýnt hvað í sér býr. Fótbolti 6. desember 2023 12:00
„Ég hef ekki fengið nein símtöl eða skilaboð“ Jón Daði Böðvarsson skoraði þrennu í fyrri hálfleik þegar Bolton sló Harrogate Town út úr ensku bikarkeppninni um síðustu helgi. Enski boltinn 6. desember 2023 11:31
Ulrik Wilbek vill losna við kvennalandsliðið úr Viborg Borgarstjórinn í Viborg vill að danska kvennalandsliðið í fótbolta finni sér nýjan heimavöll, utan borgarinnar. Fótbolti 6. desember 2023 10:31
Benóný skrifar undir hjá Gautaborg í dag KR-ingurinn Benóný Breki Andrésson er á leið í læknisskoðun hjá sænska stórliðinu Gautaborg. Fótbolti 6. desember 2023 10:21
Danir í sárum eftir „fíaskóið“ gegn Íslandi Danir eru í öngum sínum yfir að hafa ekki nýtt tækifærið til að komast í dauðafæri á að fara á Ólympíuleikana næsta sumar. Tapið gegn Íslandi í gær, 1-0, er þeim afar dýrkeypt. Fótbolti 6. desember 2023 09:31
Baunaði á sérfræðinga og fékk fast skot til baka Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, er sannfærður um að liðið geti orðið Englandsmeistari fjórða árið í röð haldi liðið áfram að spila eins og að undanförnu. Hann baunaði á sérfræðinga Sky Sports en fékk fast skot til baka frá Jamie Carragher. Enski boltinn 6. desember 2023 07:41
Boltinn á EM muni stytta tímann sem VAR tekur í ákvarðanir Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, segir að boltinn sem notaður verður á EM í Þýskalandi næsta sumar muni hjálpa til við að stytta tímann sem það tekur VAR að taka ákvarðanir um rangstöður og hendi. Fótbolti 6. desember 2023 07:01
Meinaður aðgangur að blaðamannafundi Ten Hag Fulltrúum fjögurra fjölmiðla var meinaður aðgangur að blaðamannafundi Erik ten Hag, knattspyrnustjóra Manchester United, sem haldinn var í dag fyrir leik liðsins gegn Chelsea sem fram fer annað kvöld. Fótbolti 5. desember 2023 23:31
Ólympíudraumurinn úti þrátt fyrir sex marka risasigur Þrátt fyrir 6-0 útisigur gegn Skotum í A-deild Þjóðadeildarinnar misstu Evrópumeistarar Englands af möguleika á sæti á Ólympíuleikunum sem fram fara í París á næsta ári. Fótbolti 5. desember 2023 22:32
Toppliðið stal sigrinum af nýliðunum Arsenal, topplið ensku úrvalsdeildarinnar, slapp með skrekkinn er liðið vann 4-3 útisigur gegn nýliðum Luton í 15. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Fótbolti 5. desember 2023 22:17
„Átti erfitt með að anda því mér var svo kalt í fyrri hálfleik en við vorum sjóðheitar“ „Tilfinningin er frábær, geggjað að vinna Dani eftir að þær byrjuðu á flugeldasýningu fyrir framan okkur,“ sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, markaskorari Íslands, eftir frækinn 1-0 sigur á Viborg í Þjóðadeild UEFA í kvöld. Fótbolti 5. desember 2023 21:41
„Ef maður skoðar allt árið finnst mér liðið vera í þróun og þroska“ „Hlýtur að vera, við erum með sex stig úr þessum glugga og frábært að vinna,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, aðspurður hvort þetta væri fullkominn endir á árinu en lið hans lagði Danmörku ytra í Þjóðadeild UEFA í kvöld. Fótbolti 5. desember 2023 21:31
Úlfarnir kipptu Burnley aftur niður á jörðina Eftir að hafa fagnað 5-0 sigri um helgina máttu Jóhann Berg Guðmundsson og félagar hans í Burnley þola 1-0 tap er liðið heimsótti Wolves í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Enski boltinn 5. desember 2023 21:28
Yfirveguð Fanney Inga: Góður sigur að baki og geggjað að spila fyrsta leikinn „Mér líður bara mjög vel, góður sigur að baki og geggjað að spila fyrsta leikinn,“ sagði hin 18 ára gamla Fanney Inga Birkisdóttir sem stóð vaktina í marki Íslands í 1-0 útisigrinum á Danmörku í Þjóðadeild UEFA í kvöld. Hún var að spila sinn fyrsta A-landsleik. Fótbolti 5. desember 2023 21:10
Einkunnir Íslands: Fullkomin frumraun hjá átján ára nýliða Hin átján ára gamla Fanney Inga Birkisdóttir, fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir og markaskorarinn Karólína Lea Vilhjálmsdóttir stóðu upp úr í fræknum 1-0 sigri Íslands gegn Danmörku í kvöld. Fótbolti 5. desember 2023 20:56
Umfjöllun: Danmörk - Ísland 0-1 | Enda árið með fræknum sigri í Viborg Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði sér lítið fyrir og sigraði Danmörk 1-0 ytra í lokaumferð riðlakeppni Þjóðadeildar UEFA. Íslendingar enda í 3. sæti en hefði heimaliðið sigrað hefðu þær unnið riðilinn. Fótbolti 5. desember 2023 20:25
Ísak lagði upp er Düsseldorf tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Ísak Bergmann Jóhannesson og félagar hans í Fortuna Düsseldorf eru komnir í átta liða úrslit þýsku bikarkeppninnar í knattspyrnu eftir ótrúlegan 1-2 endurkomusigur gegn Magdeburg í kvöld. Fótbolti 5. desember 2023 19:06
Fullyrða að Benóný Breki sé á leið út til að skrifa undir hjá Gautaborg Benóný Breki Andrésson, sóknarmaður KR, er á leið út til Svíþjóðar þar sem hann mun skrifa undir hjá sænska úrvalsdeildarliðinu Gautaborg. Fótbolti 5. desember 2023 17:39
Fimm detta út úr byrjunarliðinu fyrir Danmerkurleikinn í kvöld Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, gerir talsverðar breytingar á byrjunarliði sínu fyrir leikinn á móti Danmörku í Þjóðadeild kvenna í fótbolta í kvöld. Fótbolti 5. desember 2023 17:18