Ferðamennska á Íslandi

Ferðamennska á Íslandi

Fréttir af ýmsum málum tengdum ferðamennsku á Íslandi.

Fréttamynd

„Við þurfum bara að læra að segja nei“

Leiðsögumaður, ferðaþjónustufyrirtæki, ferðasölufyrirtæki og þjóðgarðurinn Vatnajökull brugðust í aðdraganda slyssins á Breiðamerkurjökli þar sem tveir bandarískir ferðamenn lentu undir ís í fyrradag. Þetta er mat Stephan Mantler jöklaleiðsögumanns sem hefur áratuga reynslu af jökla- og fjallamennsku á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Þjóð­garðurinn hafi getað komið í veg fyrir slysið

Vatnajökulsþjóðgarður hefði getað komið í veg fyrir slysið á Breiðamerkurjökli ef farið hefði verið eftir skýrslu þar sem varað var við hættu, segir ráðherra. Framkvæmdastjóri þjóðgarðsins segir stofnunina finna til ábyrgðar og að fyrirkomulag á svæðinu verði endurskoðað.

Innlent
Fréttamynd

Sam­starfi um milljarðauppbyggingu slitið

Íslandshótel og Skógarböðin hafa slitið samstarfi um uppbyggingu og rekstur hótels við Skógarböðin í Eyjafirði sem áætlað var að opna á vormánuðum 2026. Viljayfirlýsing um samstarf var undirrituð í ársbyrjun en reiknað var með fjárfestingu upp á um fimm milljarða króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þyrlur í lág­flugi við eld­gosið

Þyrlur með ferðamenn hafa verið á flugi við eldgosið á Sundhnúksgígaröðinni síðan byrjaði að gjósa á fimmtudagskvöldið. Sumar hafa hætt sér ansi nálægt gígnum.

Innlent
Fréttamynd

Enn til­kynnt um maga­kveisu á há­lendinu

Tilkynnt var um tvo veika einstaklinga í Hrafntinnuskeri í gær. Nóróveira hefur greinst í sýnum frá fólki sem veiktist af magakveisu á fjölsóttum ferðamannastöðum á hálendinu nýverið. Rannsókn landlæknis og heilbrigðiseftirlits Suðurlands á hópsmitinu stendur enn yfir. Ekki er hægt að fullyrða um uppruna smits, í neysluvatni eða annars staðar.

Innlent
Fréttamynd

Fyrir­vari um á­byrgð alls ekkert fríspil

Sérfræðingur í bótarétti segir ábyrgðarleysisyfirlýsingu sem ferðamenn undirrita áður en farið er í íshellaferðir ekki losa menn undan ábyrgð ef sök er sönnuð. Það sé hins vegar langsótt að Vatnajökulsþjóðgarður verði gerður ábyrgur fyrir slysum.

Innlent
Fréttamynd

Sorg­legt að búið hafi verið að vara við sumarferðum

Ríkisstjórnin hefur falið starfshóp að skoða slysið í Breiðamerkurjökli og mögulegar brotalamir því tengdar. Í skýrslu sem var unnin fyrir Vatnajökulsþjóðgarð er varað við íshellaferðum að sumarlagi og forsætisráðherra segist hugsi yfir að ekki hafi verið tekið tillit til þess.

Innlent
Fréttamynd

Sumar­ferðir ekki byrjaðar þegar skýrsla var gerð

Margskonar hættur fylgja íshellum sem eru í eðli sínu óstöðugir og síbreytilegir samkvæmt skýrslu sem var unnin um íshellaferðir í Vatnajökulsþjóðgarði fyrir sjö árum. Í henni var ekki gert ráð fyrir að farið væri með fólk í hella að sumarlagi.

Innlent
Fréttamynd

Engar frekari ís­hella­ferðir að svo stöddu

Vatnajökulsþjóðgarður hefur farið þess á leit við ferðaþjónustuaðila sem við á, að þeir fari ekki í íshellaferðir á svæði þjóðgarðsins að svo stöddu. Allir hafa brugðist vel við þeirri beiðni, að því er kemur fram í tilkynningu frá þjóðgarðinum. Þá segir að til skoðunar hafi verið að gera enn meiri kröfur til rekstraraðila sem starfa í þjóðgarðinum.

Innlent
Fréttamynd

Fyrir­tækið er frum­kvöðull í sumarís­hella­ferðum

Fyrirtækið sem var með 23 ferðamenn í íshellaferð við Breiðamerkurjökul í gær heitir Ice Pic Journeys samkvæmt heimildum fréttastofu. Það hefur sérhæft sig í ævintýralegum jöklaferðum á svæðinu og verið frumkvöðull í sumarferðum á jökulinn. Fyrirtækið þjónustar meðal annars ferðaþjónusturisann Guide to Iceland.

Innlent
Fréttamynd

Var­huga­verður tími en traust lagt á leið­sögu­menn

Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi segir traust lagt á leiðsögumenn til þess að meta aðstæður á jöklum á sumrin. Hann tekur hins vegar undir það að skoðunarferðir á þessum árstíma séu varhugaverðar.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er visst ógnarumhverfi“

Árni Tryggvason, hönnuður og ljósmyndari, hætti fyrir nokkrum árum störfum við leiðsögumennsku þar sem honum ofbauð sú hegðun sem hafi tíðkast innan ferðaþjónustunnar. Hann starfaði áður sem jöklaleiðsögumaður og tjáði sig um öryggismál í jöklaferðum en mátti í kjölfarið sæta hótunum. Frá þessu greinir Árni í færslu á Facebook-síðu sinni í dag, í tilefni af alvarlegu slysi á Breiðamerkurjökli í gær.

Innlent
Fréttamynd

Vaktin: Enginn undir ísnum og að­gerðum hætt

Leitaraðgerðum björgunarsveita hefur nú verið hætt við Breiðamerkurjökul þar sem tveggja ferðamanna hefur verið leitað frá því í gær eftir að ísveggur hrundi í skipulagðri íshellaskoðunarferð í gær. Lögregla hefur staðfest að einn hafi látist í slysinu og að einn sé alvarlega slasaður. Talið var að tveir til viðbótar væru fastir undir ísnum en nú hefur leit verið hætt þar sem enginn til viðbótar reyndist vera undir ísnum.

Innlent
Fréttamynd

Ferðir heimilar allan ársins hring en deilt um mann­gerða hella

„Við treystum þeim fyrirtækjum sem við gerum samninga við að beita sinni bestu dómgreind í mati á aðstæðum og slysin geta alltaf gerst því miður,“ sagði Steinunn Hödd Harðardóttir, þjóðgarðsvörður á austurhluta suðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs, í samtali við fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar í gær.

Innlent
Fréttamynd

Annar ferða­mannanna er látinn

Annar ferðamannanna sem náð var undan ísfargi á Breiðamerkurjökli í kvöld er látinn. Hann var úrskurðaður látinn á vettvangi. Hinn var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann og er líðan hans stöðug.

Innlent
Fréttamynd

Hlupu blaut úr Bláa lóninu

Andrew & Ale Kenney voru í Bláa lóninu í gær þegar tilkynnt var um rýmingu vegna mögulegs eldgoss eða kvikuhlaups. Í myndböndum sem þau deildu á samfélagsmiðlinum TikTok kemur fram að þau hafi þurft að hlaupa blaut út. Á leið frá Bláa lóninu sáu þau svo eldgosið sem þá var nýhafið.

Innlent
Fréttamynd

Hollywood-leikstjóri nýtur lífsins á Ís­landi

Óskarsverðlaunaleikstjórinn Ron Howard er nú á Íslandi og nýtur lífsins. Á reikningi sínum á samfélagsmiðlinum X segir hann frá því að hann sé á landinu ásamt eiginkonu sinni, Cheryl. Við færsluna setur hann myllumerkin Iceland, eða Ísland, og bucketlist, eða laupalisti. Svo spyr hann hvort fólk vilji sjá fleiri myndir. 

Lífið
Fréttamynd

Ís­lendingar eyða og eyða þrátt fyrir verð­bólgu og háa vexti

Ekkert lát er á eyðslu og neyslu Íslendinga og erlendra ferðamanna og enn er mikil þensla á húsnæðismarkaði sem keyrir verðbólguna áfram. Forsætisráðherra segir hagvöxt enn og aftur langt umfram spár. Fjármálaráðherra segir Seðlabankann hljóta að íhuga áhrif stýrivaxta þegar heimilin flýi með húsnæðislánin í skjól verðtryggingarinnar.

Innlent