Afstaða „einfeldninga“ Utanríkisráðherrann hefur lýst þeirri skoðun sinni að það væri andstætt íslenskum hagsmunum að slíta aðildarviðræðunum við Evrópusambandið nú. Það allra jákvæðasta sem formælendur kröfunnar um viðræðuslit geta sagt er að sú afstaða lýsi einfeldningshætti. Nýleg könnun bendir til að sú umsögn eigi ekki einasta við utanríkisráðherrann heldur nærri tvo þriðju hluta þjóðarinnar. Fastir pennar 17. desember 2011 07:00
Okkar val Varla kemur nokkrum manni á óvart að Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hafi ákveðið að stefna Íslandi fyrir EFTA-dómstólinn vegna Icesave-málsins. Þjóðaratkvæðagreiðslan um síðasta Icesave-samninginn í apríl síðastliðnum snerist einmitt um tvo kosti; að ljúka málinu með samningum við Bretland og Holland eða að útkljá það fyrir EFTA-dómstólnum. Samningamenn Íslands og margir fleiri töluðu skýrt um þessa kosti. Fastir pennar 16. desember 2011 09:45
Áfram með smjörið Fyrir um þrjátíu árum voru sett herlög í Alþýðulýðveldinu Póllandi. Stjórnarandstæðingar voru sóttir heim í skjóli nætur og settir í fangelsi. „Samstaðan“ var orðin of sterk, stjórnvöld þurftu að skakka leikinn. Helstu forkólfar hins frjálsa verkalýðsfélags voru reyndar vistaðir við ágætisaðstæður í heilsulindum fyrir liðsforingja. Þeir fengu nógan mat og náðu meira að segja að hamstra smjör, sem þeir smygluðu til eiginkvenna þegar þær komu í heimsókn. Það segir sitthvað um vöruúrvalið í landinu þegar fólk er farið að smygla nauðsynjavörum úr fangelsum. Fastir pennar 16. desember 2011 06:00
Jóladraumur Jóladraumar eru í mörgum litum. Sumir láta sig dreyma um hvít jól af snjó og frosti, fyrir öðrum eru jólin rauð eins og klæði jólasveina, sumir eiga blá og einmanaleg jól og fyrir ekki svo mörgum árum voru engin jól með jólum nema þau væru svört, jólatréð og allt. Þá eru ótalin bleiku fiðrildajólin sem eflaust glöddu marga þegar þau voru í tísku. Bakþankar 16. desember 2011 06:00
Kona í flóði Ég ætti örugglega ekki að vera að skrifa þennan pistil en geri það nú samt. Hann verður til í ölduróti í brjáluðu bókaflóði. Einhvers staðar í útsoginu svömlum ég og frábæru konurnar sem flúðu frá Írak og fengu hæli á Akranesi. Bakþankar 15. desember 2011 07:00
Traust í húfi Fréttablaðið hefur sagt frá því að grunur leiki á að starfsmenn tveggja símafyrirtækja, Vodafone og Símans, hafi lekið upplýsingum um símahleranir lögreglunnar til manna sem voru grunaðir um afbrot og sættu slíkum hlerunum. Um var að ræða rannsóknir sérstaks saksóknara á meintum brotum tengdum bankahruninu. Fastir pennar 15. desember 2011 07:00
Þýska spurningin Þetta var fjölmenn mótmælaganga sem ég lenti óvart inni í fyrir nokkrum árum. Fólkið söng: "Aldrei aftur sterkt Þýskaland." Þetta var þó ekki í Varsjá, Moskvu, Aþenu, Prag eða í neinni þeirra mörgu borga Evrópu þar sem menn eiga vondar minningar um þýskan mátt. Þetta var í Þýskalandi. Og það í íhaldssömustu stórborg landsins, München. Göngumenn sýndust upp til hópa vera þýskir. Ekkert land í veröldinni hefur nokkru sinni gert upp við sögu sína með líkum hætti og Þýskaland. Fastir pennar 15. desember 2011 07:00
Fræðsla lykill að hugarfarsbreytingu Manneskja ekki markaðsvara var mest áberandi slagorðið í allrafyrstu aðgerð Rauðsokka, 1. maí 1970. Þessi aðgerð, að ganga undir merkjum kvenfrelsis, í kröfugöngu verkalýðsfélaganna átti sér raunar stað áður en Rauðsokkahreyfingin varð til en árin á eftir áttu Rauðsokkar oft eftir að vekja athygli á margvíslegum málefnum með aðgerðum sem vöktu athygli. Fastir pennar 14. desember 2011 06:00
Að gefnu tilefni Rithöfundar, fræðimenn og blaðamenn tóku höndum saman í gær og sendu frá sér ályktun hvar minnt var á réttinn til þátttöku í opinni samfélagsumræðu. Það er vel; tjáningarfrelsið er einn af hornsteinum samfélagsins. Ályktun Rithöfundasambands Íslands, Bandalags þýðenda, Reykjavíkurakademíunnar, Blaðamannafélags Íslands og PEN á Íslandi var gefin út „að gefnu tilefni“ en það var ekki skýrt nánar hvað það þýðir. Bakþankar 14. desember 2011 06:00
Bankakerfið 2.0 Það eru ljós við enda ganganna þegar kemur að endurreisn bankakerfisins þrátt fyrir fyrirferðamikinn bölmóð. Ríflega þremur árum eftir einstakt allsherjarhrun bankakerfisins, sparisjóðakerfisins og krónunnar, er búið að byggja upp nýtt viðskiptabankakerfi, sem kalla má bankakerfið 2.0 svona í ljósi þess að hið fyrra hrundi til grunna á þremur dögum haustið 2008. Fastir pennar 13. desember 2011 22:36
Organdi blaðabossar Stök bleyja, svífandi út af fyrir sig á sporbaug um jörðu, þvælist alltaf fyrir vitum mér þegar geimfara ber á góma. Júrí Gagarín sem fór fyrstur út í geiminn, Neil Armstrong, sem steig fyrstur á tunglið og risableyjan sem geimfarinn Lisa Nowak setti á sig fyrir 1.600 kílómetra leið frá Texas til Flórída (til að þurfa ekki að stoppa til að fara á klósettið) drakk í sig hugmynd mína um geimfara. Tilgangur þeirrar ferðar var að ræna keppinaut sínum í ástarmálum og var hún dæmd fyrir tilraun til mannráns. Ég hef aldrei getað horft á geimfara eftir þá uppákomu án þess að spá í því hvort hann sé búinn að gera í bleyjuna sína. Bakþankar 13. desember 2011 06:00
Kostnaðurinn við krónuna Tveir af forystumönnum Alþýðusambandsins, Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ og Ólafur Darri Andrason hagfræðingur, hafa skrifað afar vandaðar og vel rökstuddar greinar um vaxtamál, gjaldmiðil og húsnæðismál í tvö síðustu helgarblöð Fréttablaðsins. Fastir pennar 13. desember 2011 06:00
„Andans eigin dóttir“ Hannes Hafstein er 150 ára um þessar mundir. Og eins og öll skáld á öllum tímum á hann við okkur brýn erindi. Við sáum hann í Kiljunni um daginn svífa niður tröppur með þessu settlega göngulagi sem samherjar dýrkuðu en andstæðingar hötuðu. Margir dýrkuðu hann, sumir hötuðu hann og ýmsir hötuðu að dýrka hann. Fastir pennar 12. desember 2011 10:00
Samkomulag um harðari aga Niðurstaða leiðtogafundar Evrópusambandsins fyrir helgina varð að mörgu leyti önnur en sú sem menn höfðu spáð eða vonazt til. Fastir pennar 12. desember 2011 06:00
"Þetta ríður okkur að fullu“ aðferðin Það virðast engin takmörk fyrir því hversu langt sérfræðingar geta leitt okkur á tæknisviðinu. Með hugvitið að vopni hafa menn fundið upp tæki sem gera fótalausum kleift að hlaupa á við mestu spretthlaupara, fólki sem er lamað fyrir neðan mitti kleift að ganga um gólf og síðan senda þeir vélmenni til Mars. Bakþankar 12. desember 2011 06:00
Ísland og ESB "Nú er að duga eða drepast fyrir Evrópusambandið“ sagði Stephanie Flanders, ritstjóri efnahagsmála hjá breska ríkisútvarpinu BBC, í pistli í vikunni. Ástæðan var leiðtogafundurinn sem fór fram í Brussell á fimmtudag og í gær. Fastir pennar 10. desember 2011 10:00
Þögnin um fógetaafmælið Á mánudag í næstu viku verða liðin þrjú hundruð ár frá fæðingu Skúla Magnússonar landfógeta. Það eru tímamót sem vert hefði verið að minnast á myndarlegan hátt. Hann var einn af stærstu áhrifavöldum í íslenskri sögu og ef til vill sá sem best hefur unnið að efnahagslegri endurreisn samfélagsins. Fastir pennar 10. desember 2011 06:00
Fimmti flokkurinn Mörgum er uppsigað við hinn svokallaða fjórflokk. En staðreyndin er sú að við búum ekki við fjögurra flokka kerfi, heldur fimm. Fimmti flokkurinn skiptir reglulega um nafn og sjálfsmynd en hann er alltaf athvarf þeirra sem vilja vera partur af kerfinu en finna sig ekki í hinum hólfunum. Fimmti flokkurinn, hvort sem hann heitir Borgaraflokkurinn, Bakþankar 10. desember 2011 06:00
Íslenskt eitur: Já takk! Flestir þekkja tilfinninguna. Hjartað tekur á rás; maginn fer í hnút; lófarnir verða þvalir. Líkamleg viðbrögð við að vera tekinn í óæðri endann sem neytandi eru voldug. Hvort sem orsökin er léleg þjónusta á kaffihúsi eða vonbrigði með vöru leiðir sært stoltið og léttleiki pyngjunnar gjarnan til innblásinna áforma um að ná fram réttlæti. Númeri Neytendasamtakanna er flett upp í símaskránni. Í huganum er Dr. Gunna skrifað rismikið bréf til birtingar á Okursíðu hans. En svo grípur hversdagurinn í taumana. Það þarf að fara út með ruslið. Elda kvöldmatinn. Kíkja á netið til að tékka á hvort Jón Bjarnason sé enn þá ráðherra. Einlægur ásetningur verður að engu. Bakþankar 9. desember 2011 06:00
Meiri breytingar Sextán daga átak gegn kynbundnu ofbeldi hefur nú staðið í fimmtán daga. Átakið hefst árlega á alþjóðadegi gegn kynbundnu ofbeldi og því lýkur á alþjóðlega mannréttindadaginn. Þetta er engin tilviljun, enda var meiningin að tengja þetta saman í hugum fólks og gera því grein fyrir því að líf án ofbeldis eru mannréttindi. Þetta á nefnilega til að gleymast. En barátta gegn kynbundnu ofbeldi má ekki afskrifast sem óþörf, væl eða sem barátta sem þegar hefur unnist. Þannig er það ekki, ekki einu sinni á Íslandi. Fastir pennar 9. desember 2011 06:00
Mikið er gaman að lifa Sex ára drengur sat í kirkju á sunnudag. Söngvar aðventunnar og jólaundirbúnings seytluðu inn í vitund hans. Og minnið brást honum ekki, textarnir frá því í fyrra komu úr sálargeymslunni og hann söng með. Barnakórarnir heilluðu líka alla í kirkjunni. Augu drengsins ljómuðu þegar hann sneri sér að mömmu sinni og sagði með barnslegri einlægni: "Mikið er gaman að lifa.“ Bakþankar 8. desember 2011 06:00
Stéttaskipting Húsnæðismarkaðurinn á Íslandi á undanförnum árum er nokkurs konar vítahringur. Fyrst var lánað takmarkalaust til allra sem vildu og blásin upp fordæmalaus fasteignabóla. Síðan hrundi efnahagslífið, fasteignaverð féll, öll lán hækkuðu og margir sátu fastir með neikvæða eiginfjárstöðu í íbúðum sínum eða voru keyrðir í gegnum alls kyns afskriftarleiðir. Í kjölfarið fengu lánastofnanir á þriðja þúsund fasteignir í fangið sem þær þora ekki að setja á markað. Vegna þess að þá lækkar fasteignaverð. Og þá þarf að taka annan snúning í afskriftum á þeim sem þegar er búið að afskrifa hjá. Þetta ástand hefur blásið upp nýja bólu, en nú á leigumarkaði. Fastir pennar 8. desember 2011 06:00
Verslað eins og fífl Verslunarferðir Íslendinga til útlanda eru farnar að valda hérlendum verslunarrekendum höfuðverk. Þetta heyrði ég í fréttunum um daginn en þar kom fram að milli fjögur og fimm þúsund manns hafi meðal annars bókað ferðir til Boston nú fyrir jólin. Ég veit ekkert hvort allir ætli sér eingöngu að versla, en hef þó grun um að flestir kíki í búðir. Allavega er talið að íslenskir kaupmenn verði af milljónum. Bakþankar 7. desember 2011 11:00
Bent á lögfestingu Barnasáttmála Mikil vakning hefur átt sér stað á þeim árum sem liðin eru frá því að hugtakið einelti var skilgreint. Fyrir þann tíma var einelti allt of viðurkennt. Vissulega var það ekki liðið athugasemdalaust hvar og hvenær sem er en of oft horfði fólk, börn og fullorðnir, upp á einelti með þegjandi samþykki; einelti barna gegn öðrum börnum, kennara gegn nemendum, vinnufélaga gegn samstarfsmönnum og áfram mætti telja. Fastir pennar 7. desember 2011 11:00
Notum allar góðu barnabækurnar Íslendingar eru bókaþjóð – því er að minnsta kosti haldið fram á tyllidögum. Árlega eru gefnir út mýmargir bókatitlar, ekki síst ef tillit er tekið til höfðatölunnar góðu. Barnabókaútgáfa er hér blómleg og þótt á þeim akri sé vissulega ekki allt jafngott má samt sem áður fullyrða að úrvalið af góðum og vönduðum barnabókum, íslenskum og þýddum, fyrir alla aldurshópa sé gott. Sala bóka á Íslandi er einnig með ágætum þannig að að óathuguðu máli mætti gera ráð fyrir að íslensk börn væru eins og fiskar í vatni þegar kemur að því að lesa bækur sér til fróðleiks og skemmtunar. Fastir pennar 6. desember 2011 06:00
Virðing fyrir vísindunum Íslendingar eru æði oft óánægðir með stjórnmálamennina sína. Mörgum þykja þeir með réttu eða röngu duglausir, hugmyndasnauðir, þrætugjarnir og jafnvel illa að sér. Stundum er gengið svo langt að kalla hópa þeirra landráðamenn eða þaðan af verra. Sá grunur læðist að vísu að mér að íslenskir stjórnmálamenn séu ekki þeir einu sem liggi undir ámæli en í það minnsta má slá því föstu að traust til íslenskra stjórnmálamanna er með minnsta móti. Bakþankar 6. desember 2011 06:00
Eru prófkjör besta leiðin? Orðin lýðræði og þjóðin eru að verða hvers manns mantra í ólíklegustu málum. Ef menn vilja sýnast öðrum framsýnni og heiðarlegri, flagga þeir þessum orðum í tíma og ótíma. Það væri til dæmis ólýðræðislegt að setja saman framboðslista sem ekki hefði verið valinn af þjóðinni eftir vel auglýsta frambjóðendur. Fastir pennar 6. desember 2011 06:00
Ævintýri að austan Einu sinni gegndi ég stöðu ritstjóra tímarits og átti þá til að leggja leið mína á Litla-Hraun að taka viðtöl við fanga. Margir þeirra eru mjög eftirminnilegir og höfðu áhugaverða sögu að segja. Sumir höfðu reynt fleira en þeir kærðu sig um að muna en það felst líka saga í þögninni. Dag nokkurn hringdi í mig maður og falaðist eftir viðtali. Hann var grunaður um að hafa orðið mannsbani og nýkominn úr einangrun. Hann setti mig á gestalistann sinn og bauð mig velkomna austur. Bakþankar 5. desember 2011 06:00
Banntrúarmenn Í Sunnudagsblaði Moggans var frásögn eftir Börk Gunnarsson blaðamann þar sem segir frá framgöngu nokkurra Vantrúarmanna gagnvart stundakennara við guðfræðideild Háskóla Íslands, Bjarna Randveri Sigurvinssyni. Fastir pennar 5. desember 2011 06:00