Málþófið Í tímaþröng eru mál þæfð í öllum þjóðþingum. Tímaþröng er klípa sem ríkisstjórnir koma sér í sjálfar og stjórnarandstaða hagnýtir, stundum ómálefnalega. Málþófið á Alþingi nú á sér hins vegar dýpri pólitískar rætur. Fastir pennar 12. maí 2012 06:00
Pólitík eða gæði Vísindarannsóknir á Íslandi eru fjársveltar. Þar að auki er alltof stórum hluta þeirra takmörkuðu fjármuna sem þó eru til úthlutað pólitískt, en ekki eftir gæðum rannsóknanna eða hæfni vísindamannanna. Þetta var kjarninn í málflutningi Þórólfs Þórlindssonar prófessors í samtali í Fréttablaðinu í fyrradag. Fastir pennar 12. maí 2012 06:00
Hið vanmetna Eitt af því sem íslenskir stjórnmálamenn eiga nóg af er kappsemi. Þeir eru algjörlega uppfullir af henni. Meinið er hins vegar að þessi mikla kappsemi fer að mestu í sjálfa sig. Þeir eru aðallega kappsamir við að vera kappsamir. Þannig minna þeir á hamstur í hlaupahjóli. Bakþankar 11. maí 2012 11:00
Óþolandi ógagnsæi Seðlabanki Íslands kynnti á miðvikudag niðurstöðu þriggja gjaldeyrisútboða sem farið hafa fram á þessu ári. Tilgangur þeirra er að skapa betri aðstæður til að aflétta gjaldeyrishöftunum. Á sama tíma var í fyrsta sinn greint frá því hversu mikið fé hefur komið inn í landið í gegnum svonefnda fjárfestingaleið. Samkvæmt henni geta aðilar skipt erlendum gjaldeyri í íslenskar krónur og fengið 16 prósenta virðisaukningu gefins fyrir að gera það ef viðkomandi er tilbúinn að binda fjárfestinguna hérlendis í fimm ár. Það þýðir að ef einhver kemur með milljarð króna inn í landið eftir þessari leið þá fær hann 160 milljónir króna fyrir að gera það. Fastir pennar 11. maí 2012 06:00
Ónæg rök fyrir hjálmaskyldu Kæri lesandi, settir þú á þig hjálm í morgun? Nei, ég er ekki sérstaklega að tala við þig sem fórst á hjóli eða mótorhjóli. Ég er að tala við þig sem komst á bíl. Eða þig sem varst farþegi í bíl. Varstu með hjálm? Fastir pennar 11. maí 2012 06:00
Kúamykja frá L‘Oréal Nýverið sóttu mig heim óvelkomnir gestir. Þær eru stundum kenndar við bros og sagðar vitnisburður visku. En þar sem þær blöstu við mér í speglinum, myrkar dældir eins og dalir inn á milli fjalla, voru öll slík hugrenningatengsl óra fjarri. Ég var ekki tilbúin fyrir mark um tímans þunga nið á andlitinu á mér. Hrukkurnar kringum augun yrði að reka burt. Ég kom mér upp vopnabúri af kremdósum og smyrsltúpum settum loforðum um framlengda æsku. Ég var nýbúin að maka mig áburði er ég rakst á auglýsingu á vefmiðli sem varð til þess að mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds. Bakþankar 10. maí 2012 06:00
Vondar fyrirmyndir á Alþingi Vanskil ársreikninga til réttra yfirvalda virðast landlægur vandi á Íslandi. Fréttablaðið sagði frá því á þriðjudaginn að vel á fjórða þúsund félaga hefðu ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2010 til ríkisskattstjóra, eins og þeim ber lögum samkvæmt. Málum sex félaga hefur verið vísað til skattrannsóknarstjóra af þessum völdum. Fastir pennar 10. maí 2012 06:00
Grænir eru dalir þínir Elliðaárdalurinn komst í brennidepil í fyrradag þegar greint var frá því að fulltrúar Vinstri grænna í borginni legðust gegn því að leikfimistöðin Boot Camp – eða Bússubúðir eins og kollegi minn kýs að þýða það – fengi þar æfingaaðstöðu. Telur flokkurinn ekki fara "vel á því að koma fyrir á þessu svæði líkamsrækt með herbúðasniði, hávaða og yfirbragði sem því fylgir, bílastæðaþröng og mikilli umferð bíla“ og vill finna húsum á svæðinu "heppilegra hlutverk í sátt við mannlíf, sögu og náttúrulegt umhverfi“. Bakþankar 9. maí 2012 06:00
Sök þarf að sanna Paul Larsson, prófessor við Lögregluháskólann í Ósló, ráðlagði Íslendingum í samtali við Fréttablaðið í gær að vænta ekki of mikils af saksókn vegna efnahagsbrota í aðdraganda bankahrunsins. Ólíklegt væri að þungir dómar féllu vegna meiriháttar mála. Fastir pennar 9. maí 2012 06:00
Mýtunni um þröngu píkuna haldið við Ein kynlífsmýta, sem virðist ekki ætla að deyja, er sú að píkan verði víð við notkun. Í nýlegum kynlífstækjaleiðangri rakst ég á krem sem á að "þrengja" píkuna svo hún verði eins og í "fyrsta skipti". Mig langaði að taka þessa kremtúbu og þrykkja henni í hausinn á starfsmanninum. Það eru svona vörur sem viðhalda mýtunni um að stelpur eiga að vera "óspilltar" og að reynsluleysi í kynlífi sé hin æðsta dyggð. Ég sem hélt að það að vera "þurrkunta" væri neikvætt. Fastir pennar 8. maí 2012 21:00
Trúarjátning Um þar síðustu helgi fór ég í skrúðgöngu mikla sem hófst eldsnemma morguns hjá kirkjunni í þorpinu Zújar. Var líkneski af verndardýrlingi þorpsins borið af hraustum trúbræðrum upp á fjall eitt mikið er stendur við bæinn. Bakþankar 8. maí 2012 06:00
Kennslu þarf að undirbúa Leikskóli er skilgreindur sem fyrsta skólastig barna. Þeir starfa samkvæmt námskrá þannig að litið er svo á að börn sæki menntun í leikskóla þótt ekki sé um skólaskyldu að ræða. Þetta er mikilvægt að hafa í huga þegar rætt er um leikskóla og þarf ekki að þýða að augunum sé lokað fyrir því hlutverki sem leikskólinn gegnir líka, að gæta barna meðan foreldrar þeirra stunda vinnu sína. Fastir pennar 8. maí 2012 06:00
Auglýsingar í heilbrigðisþjónustu Það hefur líklega ekki farið fram hjá neinum hérlendis að þjónusta heilbrigðisstarfsfólks, og þá sér í lagi lækna, er lítið sem ekkert auglýst. Á þessu er einföld skýring en samkvæmt núgildandi læknalögum er illmögulegt fyrir lækna að auglýsa þjónustu sína, en þar segir orðrétt: "Lækni er einungis heimilt að auglýsa læknastarfsemi sína með efnislegum og látlausum auglýsingum þegar hann hefur störf eða breyting verður á aðsetri eða viðtalstíma. Lækni er heimilt að auðkenna sig með nafni, sérgrein, aðsetri, síma og viðtalstíma á dyraspjöldum, nafnspjöldum og lyfseðlum“. Fastir pennar 8. maí 2012 06:00
Vaxtaverkir Í byrjun þess árs sem ég útskrifaðist úr grunnskóla, árið 1996, voru Íslendingar 267.958. Sextán árum síðar, þ.e. í byrjun þessa árs, voru íbúar Íslands 319.575. Fjölgunin á sextán árum er 51.617. Þetta finnst mér tiltölulega há tala, sem sýnir ágætlega hversu hratt íslenska þjóðin er að vaxa, þó smáríki sé. Fastir pennar 7. maí 2012 13:18
Ósagðar Íslendingasögur Það var viðtal við Baltasar í Fréttatímanum þar sem hann segir frá áformum um glæpaþætti í Ríkisútvarpinu sem á víst að taka upp á Seyðisfirði og munu vera í anda dönsku þáttanna Forbrydelsen og amerískrar endurgerðar þeirra þátta, The Killing. Þættirnir á Seyðisfirði ganga undir nafninu "Trapped". Fastir pennar 7. maí 2012 09:00
Dagur fjörþyngdar Megrunarlausi dagurinn var í gær og margir hugsuðu sér eflaust gott til glóðarsteiktrar rifjasteikur, bernaise-sósu og súkkulaðiköku, þegar megrun er ekki málið, eins og hún virðist annars vera hjá þorra þjóðar aðra daga ársins. Fyrir mér er megrunarlausi dagurinn fyrst og fremst dagur meðvitundar um nokkur atriði: Bakþankar 7. maí 2012 08:00
Illa rökstudd delluhugmynd Í nýju frumvarpi Katrínar Jakobsdóttur menntamálaráðherra til breytinga á fjölmiðlalögum er lagt til að fjölmiðlum verði bannað að birta niðurstöður skoðanakannana um fylgi frambjóðenda daginn fyrir kosningar og á kjördag. Þetta er rökstutt með því að "skoðanakannanir geti verið skoðanamyndandi fyrir Fastir pennar 7. maí 2012 06:00
Óþörf styrjöld Þetta á ekki að vera styrjöld í mínum huga, við eigum að reyna að ná málefnalega góðri niðurstöðu,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon sjávarútvegsráðherra í viðtali við Fréttablaðið í gær um deilurnar sem nú eru um fiskveiðistjórnunarfrumvörp ríkisstjórnarinnar. Samt er það nú svo að ríkisstjórnin hefur efnt til víðtæks ófriðar við sjávarútveginn um starfsskilyrði atvinnugreinarinnar. Fastir pennar 5. maí 2012 06:00
Bölvun hlýrabolsins Með hækkandi sól hafa áhyggjur mínar af klæðaburði sumarsins aukist. Það er augljóst að stigvaxandi hitastig hefur gríðarleg áhrif á hvernig fólk klæðir sig, ásamt því reyndar að umturna viðhorfi heillar þjóðar til lífsins. Það er því fullkomlega eðlilegt að ég verji öllum frítíma mínum í vangaveltur, mátanir, upplýsingaöflun og njósnir. Fastir pennar 5. maí 2012 06:00
Makríllinn og Evrópusambandið Þarf deilan um makrílinn að hafa áhrif á aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið? Svarið er : Hjá því verður tæplega komist. Álitaefnið er hitt: Hvers konar áhrif? Fastir pennar 5. maí 2012 06:00
Taka niður vegg Tveir lagaprófessorar komast að þeirri niðurstöðu í álitsgerð, sem utanríkismálanefnd Alþingis hefur til umfjöllunar, að nýjar Evrópureglur um yfirþjóðlegt fjármálaeftirlit stangist á við stjórnarskrá Íslands, eins og Fréttablaðið greinir frá í dag. Fastir pennar 4. maí 2012 09:00
Sama hvaðan gott kemur Skotgrafahernaðurinn í umræðunni er vinsælt umkvörtunarefni. Af hverju getur fólk ekki bara sameinast um skynsamlegar lausnir, spyrja menn, af hverju þarf sífellt að rífast um allt og ekkert? Þessi gagnrýni einskorðast ekki við ákveðna hópa heldur virðist koma úr öllum áttum. Meira að segja sjálfir stjórnmálamennirnir kvarta stundum undan þessu. Það þarf ekki að lesa mikið um stjórnmálaumræðu í nágrannalöndunum til þess að komast að því að þetta er ekki séríslenskt. Þá má veita því athygli að málflutningar stjórnar og stjórnarandstöðu á þingi hverju sinni er sumpart alltaf hinn sami. Jafnvel þótt sömu einstaklingarnir hafi skipt reglulega á milli þessara hlutverka og hneykslist því í raun á eigin fyrri hegðun. Í þessu samhengi má nefna þá umræðu sem fer fram í lok hvers þings um annars vegar tilraun framkvæmdavaldsins til að "keyra mál í gegnum þingið án umræðu“ og hins vegar "óþolandi málþóf stjórnarandstöðunnar.“ Bakþankar 4. maí 2012 06:00
Allt of mikið uppi á borðinu Austurrískur laganemi, Max Scherns, bað Facebook um að senda sér allar persónuupplýsingarnar sem samskiptasíðan geymdi um sig en á því átti hann rétt samkvæmt evrópskum lögum. Scherns fékk sendan geisladisk með yfir tólf hundruð skjölum um hvenær hann hefði loggað sig inn, hvað hann hefði sagt við hvern, í hvern hann hefði potað, hvað hann hefði lækað og hvar myndir sem hann og vinir hans settu inn á vefinn væru teknar og margt fleira. Fastir pennar 4. maí 2012 06:00
Til hvers? Þótt Frakkar deili um hvor væri skárri forseti, Sarkozy eða Hollande, vefst yfirleitt ekki fyrir þeim að útskýra hvers vegna þeir þurfa forseta. Rökin eru einföld og studd reynslu. Þau snúast um völd og ábyrgð. Þannig er þetta líka með embætti þjóðhöfðingja í Bandaríkjunum og miklu víðar. En ekki alls staðar. Nýlegar umræður í Þýskalandi, en þar hafa tveir forsetar sagt af sér á jafnmörgum árum, sýna talsverðar efasemdir um að nútímaleg ríki hafi not fyrir það sjónarspil, spuna og þykjustugang sem fylgir valdalausum þjóðhöfðingjum. Umræður um konungdæmið í Svíþjóð gefa svipað til kynna og það sama má segja um vaxandi andúð víða um heim á þeim kjánagangi sem einkennir sýndarheim valdalausra fyrirmanna. Fastir pennar 3. maí 2012 09:00
Gínurnar í glugganum Næsti biskup Íslands verður kvenkyns. Þúsund ára einokun karla á því embætti er lokið og fagnaðarlátunum ætlar aldrei að linna. Enn eitt dæmið um það hvað Íslendingar eru líbó og langt komnir í jafnréttismálum. Fréttaflutningur af biskupskjörinu nánast einskorðast við kyn biskupsins tilvonandi og sú staðreynd að kjörið sýnir fyrst og fremst þann ásetning kirkjunnar manna að viðhalda status quo og slá um leið vopnin úr höndum þeirra sem gagnrýnt hafa kirkjuna fyrir kvenfyrirlitningu fellur í skuggann. Íhaldssöm kona er sjálfkrafa betri kostur en frjálslyndur karl að mati jafnréttissinna. Bakþankar 3. maí 2012 06:00
Ólíðandi öfugþróun "Okkur miðar ekki nægilega fram á við í að ná fram launajafnréttinu,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir í frétt hér í blaðinu í dag. Forsætisráðherrann er þarna að bregðast við tíðindum um að launamunur kynja hafi aukist síðustu tvö ár en rúman áratug á undan hafði þróunin verið í þá átt að saman dró með kynjunum í launum. Þetta kemur fram í skýrslu Þjóðmálastofnunar um umfang kreppunnar og afkomu tekjuhópa. Það er óhætt að taka undir með forsætisráðherranum því aftur á bak er svo sannarlega ekki fram á við. Fastir pennar 3. maí 2012 06:00
Höldum kökubasar! Í lagabálki frá árinu 1888 er tekið á þeirri þjóðfélagslega skaðlegu hegðan þegar maður bítur annan mann. Segir að ef bitið er það alvarlegt að dragi til blóðs skuli ofbeldismaðurinn tekinn og dregnar úr honum allar framtennurnar. Ég hef engar upplýsingar um hversu oft lagaákvæðinu hefur verið beitt. Hins vegar eru lögin, að því er ég best veit, enn í fullu gildi. Bakþankar 2. maí 2012 15:08
Jöfnuður og jákvæðir hvatar Athyglisverð úttekt Þjóðmálastofnunar Háskóla Íslands á áhrifum kreppunnar á afkomu einstakra tekjuhópa sýnir að stjórnvöld hafa náð því markmiði sínu að verja lífskjör þeirra tekjulægstu. Á árunum 2008 til 2010 rýrnaði kaupmáttur fjölskyldutekna Íslendinga að meðaltali um 20%. Þau tíu prósent þjóðarinnar sem hafa lægstar tekjur urðu hins vegar fyrir 9% kjaraskerðingu og hópar um miðbik tekjustigans um 14%. Tíundi hlutinn með hæstu tekjurnar hefur hins vegar orðið fyrir 38% kjararýrnun. Fastir pennar 2. maí 2012 08:00
Grunnur réttindanna Því get ég lofað þér, lesandi góður, að ef þú skellir þér inn á hið alltumfaðmandi internet verður þér ekki skotaskuld úr því að finna pistla þar sem lítið er gert úr baráttudegi verkalýðsins. Fólk mun velta sér upp úr því að hann hafi ekki lengur neitt gildi, sé úreltur, jafnvel rifja upp horfna tíð þegar það var börn og allt var betra og kannski fylgir ein vonbrigðasaga, eða tvær, frá deginum. Það er gott og blessað, en breytir þó ekki þeirri staðreynd að af öllum þeim frídögum sem launafólk fær er enginn sem ætti að standa því nær. Bakþankar 1. maí 2012 11:00
Ekki láta tabúin þvælast fyrir Bandaríski varnar- og öryggismálasérfræðingurinn Robert C. Nurick sagðist í viðtali við Fréttablaðið í gær ráðleggja íslenzkum stjórnvöldum að leggja enn meiri áherzlu á samstarf á norðurslóðum. Það rökstyður Nurick með því að mikilvægi norðurslóða fari vaxandi á næstu árum og að vegna staðsetningar sinnar verði Ísland í lykilstöðu í þeirri þróun. Héðan sé auðvelt að fylgjast með skipaumferð á stóru hafsvæði. Fastir pennar 1. maí 2012 10:29