Endurmeta þarf forvarnastefnuna Nýjustu tölur um framleiðslu fíkniefna hér á landi gefa tilefni til vangaveltna um hvort ekki mætti eitthvað betur fara í hvernig hér er staðið að forvörnum og er þar áfengisstefnan ekki undanskilin. Fastir pennar 18. júní 2012 06:00
Á leiðinni í flug Blaðamaður DV, Baldur Eiríksson, náði viðtali við Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóra í Kópavogi, í síðustu viku. Þar segir leiðtoginn að 23 prósenta launahækkun bæjarfulltrúa hafi ekki verið launahækkun heldur "leiðrétting“. Hann segir líka að sú eina og hálfa milljón á mánuði sem honum hefur tekist að hala sjálfan sig upp í hljóti að vera eðlileg laun "miðað við aðra í sambærilegum stöðum“. Ekki vitum við hverja hann ber sig saman við en mann grunar ýmislegt. Skoðun 18. júní 2012 06:00
Farsælla að vinna vel en hratt Sérstakur saksóknari og hans fólk hefur staðið í ströngu allt frá því embættið var stofnað fáeinum mánuðum eftir hrun. Embættið hefur engu að síður sætt talsverðri gagnrýni, bæði fyrir að ganga hart fram í málum en einnig vegna þess að mál hafa þótt vera þar lengi í vinnslu. Þetta hefur þótt binda hendur þeirra sem til rannsóknar hafa verið og koma í veg fyrir þátttöku þeirra í samfélaginu. Hins vegar hefur gagnrýnin komið frá þeim sem eru óþolinmóðir vegna þess að þeim þykir lítið ávinnast í uppgjörinu við hrunið. Fastir pennar 16. júní 2012 06:00
Tom Cruise og allir hinir Tom Cruise kom til landsins í vikunni. Hann leikur aðalhlutverkið í stórmyndinni Oblivion, sem verður tekin upp að hluta hér á landi í sumar. Fjölmiðlar fjalla um hvert fótmál leikarans og ljóstra upp um dvalarstað hans með slíkri nákvæmni að ráðvilltar smástúlkur hugsa sér gott til glóðarinnar og mæta jafnvel á staðinn í von um að fá að baða sig í frægðarljóma stórstjörnunnar. Bakþankar 16. júní 2012 06:00
Kosningar án málefna Mörgum finnst málefnabaráttan í forsetakosningunum heldur rýr í roðinu. Það leiðir af stjórnarskránni. Forsetanum eru einfaldlega ekki ætluð þau völd að kosningarnar geti snúist um málefni. Fastir pennar 16. júní 2012 06:00
Tölum tæpitungulaust við Kína Kína vill fá áheyrnaraðild að Norðurskautsráðinu, samstarfsvettvangi ríkjanna átta við heimskautið. Þetta er liður í langtímaáætlun Kínverja um að láta meira til sín taka á norðurslóðum og nýta möguleikana sem geta opnazt þegar loftslag hlýnar og ísinn hopar, meðal annars í samgöngum, viðskiptum og vinnslu olíu, gass og steinefna. Fastir pennar 15. júní 2012 06:00
Óður til knattspyrnunnar Til er saga af hermanni frá Balkanskaganum sem barðist í seinni heimsstyrjöldinni og upplifði í stríðinu ólýsanlegan hrylling. Stuttu eftir að stríðinu lauk hætti hann að tala. Læknar fundu enga líkamlega áverka á manninum né greindu þeir heilaskaða. Hann gat lesið, skrifað, skilið tal annarra og fylgt skipunum. Sjálfur talaði hann hins vegar ekki við nokkurn mann, ekki einu sinni vini og fjölskyldu. Að lokum var manninum komið fyrir á sjúkraheimili fyrir slasaða hermenn og dvaldi hann þar í áratugi. Bakþankar 15. júní 2012 06:00
Utan hrings og innan Davíð Oddsson, þá forsætisráðherra, benti á það á sínum tíma að erfitt væri fyrir Íslendinga að ganga í ESB þó ekki væri nema vegna þess að landsmenn gætu ekki vitað í hvers konar samband þeir væru að ganga. Á þeim tíma sýndist ESB stöðugra en það gerir nú og því var athugasemdin bæði skörp og þörf. Óvissan um framtíðarskipan ESB hefur stórlega aukist síðustu mánuði. Fastir pennar 14. júní 2012 06:00
Jafnrétti er barni fyrir beztu Stundum getur ný löggjöf haft í för með sér miklar samfélagsbreytingar, sem jafnvel verða svo örar að þær gera lögin sem komu þeim af stað fljótlega úrelt. Ákvæði barnalaga um forsjá barna eru ágætt dæmi um þetta. Þegar möguleikinn á að foreldrar semdu um sameiginlega forsjá kom í lög fyrir tuttugu árum ýtti það við foreldrum sem stóðu í skilnaði að hugsa vandlega hvernig þeir vildu haga forsjá barnanna. Áhrifin urðu þau að innan við áratug síðar valdi meirihluti fólks sem skildi sameiginlega forsjá. Fastir pennar 14. júní 2012 06:00
Læri, læri, tækifæri Hugsum okkur að yfir standi Evrópumeistaramót í knattspyrnu kvenna. Sent er beint frá öllum leikum, áhorfið er gífurlegt og spennan mikil. Á Facebook skiptast menn á skoðunum um gæði liða og leikja, halda fram sínum konum og ulla á hinar. En hvað er nú þetta? Hver karlinn á fætur öðrum setur inn Facebook-status þar sem hann tjáir sig í löngu máli um stælta rassa og stinn læri stúlknanna inni á vellinum. Þetta gengur náttúrulega ekki og viðbrögð kvenna og meðvitaðra karla láta ekki á sér standa. Þetta er karlremba af verstu sort, niðurlæging fyrir konurnar sem hafa lagt hart að sér við æfingar og keppni og lýsir engu öðru en ógeðslegu innræti skrifarans. Og hana nú! Bakþankar 14. júní 2012 06:00
Appelsínugult naglalakk Forsetakosningarnar hafa ekki kveikt í mér einn einasta neista. Ég hef ekki kynnt mér stefnumál frambjóðenda af nokkru viti og gæti ekki nefnt þá alla með nafni í fljótu bragði. Erum við ekki líka að tala um sex eða sjö manns? Ég horfði á hvorugar kappræðurnar í sjónvarpinu, ætlaði mér það, reyndi, en hélt það ekki út. Man ekki einu sinni hvaða dag á að kjósa. Á erfitt með að blanda mér í umræður um embættisskyldur forsetans og orðið "neitunarvald“ slær mig alveg út af laginu. Bakþankar 13. júní 2012 06:00
Hvað þarf til að stöðva Assad? Ástandið í Sýrlandi fer stöðugt versnandi. Flestum blöskrar framferði stjórnarhersins og bandamanna hans, ekki sízt skipulögð fjöldamorð á almennum borgurum. Ný skýrsla Sameinuðu þjóðanna sýnir fram á kerfisbundið ofbeldi gegn börnum í landinu, fyrst og fremst af hálfu stjórnvalda. Börn hafa verið pyntuð, beitt kynferðisofbeldi, drepin og bundin við skriðdreka stjórnarhersins til að fæla uppreisnarmenn frá því að skjóta á þá. Fastir pennar 13. júní 2012 06:00
Loðin fortíð Sjálfsmynd er skemmtilegt fyrirbæri. Tilvera okkar er uppfull af táknum sem eiga að minna okkur á hver við erum og hvaðan við komum og hvers vegna við tilheyrum þeim klúbbum sem við teljum okkur tilheyra; hvort sem um Samtök örvhentra frímerkjasafnara eða íslensku þjóðina er að ræða. Eða útvegsmenn. Eða landsbyggðarfólk. Eða Reykvíkinga. Eða íbúa í einhverju póstnúmeri. Eða Dire Straits-aðdáendur. Eða félaga í stuðningshópi um bætta umræðumenningu, en það er hópur sem hittist reglulega á Alþingi og úttalar sig um ýmis mál. Bakþankar 12. júní 2012 06:00
Vöntun á plani Ferðamönnum sem heimsækja Ísland fer ört fjölgandi. Í fyrra komu hingað 566.600 manns sem var um 15,7 prósentum fleiri en árið áður. Fjöldi þeirra hefur nær tvöfaldast frá aldamótum. Samhliða hefur ferðaþjónusta orðin ein af meginstoðum Íslands við öflun gjaldeyristekna. Fastir pennar 12. júní 2012 06:00
Það má líka lesa á sumrin Börn lesa ekki bara minna en þau gerðu áður heldur eru þau síður fær um að tileinka sér innihald og merkingu þess sem þau lesa, þ.e. lesskilningi þeirra er ábótavant. Þessi þróun hefur átt sér stað undanfarna áratugi en svo virðist sem vitundarvakning hafi orðið á undangengnum misserum um alvarleika málsins. Fastir pennar 11. júní 2012 06:00
Latte og annað pjatt Umræða um sjávarútvegsmál hér á landi beinist alltaf fyrr eða síðar að kaffidrykkju og búsetuháttum sem tengdir eru tilteknu borgarhverfi. Það er athyglisvert. Ýmsum kann að þykja það til marks um ósiði í umræðuháttum hér á landi og enn eitt dæmið um það hvílíkir asnar Íslendingar séu (með hinni óhjákvæmilegu tilvitnun í Steinar Sigurjónsson um að Íslendingar séu hænsn) – en ég er ekki viss um að málið sé svo einfalt. Fastir pennar 11. júní 2012 06:00
Fjarkirkja á grensunni Strandarkirkja í Selvogi er fallegt guðshús á hrífandi stað. Söfnuðurinn er ekki fjölmennur, en kirkjulífið er ekki bara háð stærð safnaðar. Strandarkirkja varðar fleira en kirkjuhús og fólk á ákveðnu svæði, er jafnvel tákn um kirkjuþróun fjarkirkju. Bakþankar 11. júní 2012 06:00
Týnda fullnægingin Spurning: "Ég var gift sama manninum í sirka 40 ár. Kynlífið hjá okkur var mjög gott, ég fékk reglulega fullnægingu með honum, en nú er hann látinn. Ég er búin að kynnast manni og erum við farin að búa saman.“ Fastir pennar 9. júní 2012 18:00
Gönguferð á skógarstíg Fortíðin er skógur og í gegnum hann liggur stígur. Stundum er þægilegt, ákjósanlegt eða jafnvel bráðnauðsynlegt að beygja út af hraðbrautinni og leggja á þennan stíg. Eftir stígnum er hægt að rölta rólega, hlaupa, jafnvel hjólaskauta, stökkva og fela sig inni í runna ef einhver eða eitthvað birtist sem ekki er gaman að hitta, þótt það borgi sig nú oftast að mæta því, fara á trúnó við þá sem verða á stíg manns eða bara stoppa við bekk, hvíla sig og hugsa málið. Bakþankar 9. júní 2012 06:00
Viðhaldið veiðir ekki atkvæði Ástand vega á landinu er verra en verið hefur um árabil, að mati Umferðarstofu. Bæði í höfuðborginni og úti um land eru holur í slitlagi, vegmerkingar afmáðar, hjólför í slitlaginu og þar fram eftir götum. Fastir pennar 9. júní 2012 06:00
Þeir fiska ekki sem kóa Einu sinni vann ég á stað þar sem yfirmaðurinn var tuddi. Við erum að tala um hreinræktaðan búra, sem hafði forframast langt umfram hæfileika, menntun og getu í skjóli ættartengsla. Eins og títt er með þessar manngerðir var okkar maður jafnan að drepast úr minnimáttarkennd og hafði horn í síðu þeirra sem stóðu honum framar á einhverju sviði, til dæmis þá sem kunnu á tölvu eða skildu ensku. Mest fóru þó í taugarnar á honum þeir sem sýndu frumkvæði og höfðu hugmyndir sem voru á skjön við hans um hvernig hlutirnir ættu að ganga fyrir sig. Þá fyrst fannst honum valdi sínu ógnað og fjandinn varð laus. Bakþankar 8. júní 2012 10:00
"Heiða á tvo tannbursta“ Samkvæmt rannsókninni „Sameiginleg forsjá sem meginregla og íhlutun stjórnvalda – Rannsókn um sjónarhorn foreldra", frá árinu 2008, dvöldu 24% barna sem áttu fráskilda foreldra jafnlengi hjá þeim báðum. Ýmsar útgáfur af helgarfyrirkomulagi summuðust upp í 40%. Þótt nýrri tölur liggi ekki fyrir segir tilfinningin manni að víxlbúsetufyrirkomulagið hafi heldur sótt á síðan. Fastir pennar 8. júní 2012 06:00
Kínverska lopapeysan Mikið er um að lopapeysur sem auglýstar eru og kynntar sem íslenzk vara séu framleiddar í Kína. Um þetta hefur Fréttablaðið fjallað að undanförnu. Heimsóknir í verzlanir leiða í ljós að ekki er gerður neinn greinarmunur á peysum sem eru prjónaðar á Íslandi og þeim sem eru gerðar í Kína. Framleiðsluland er ekki tilgreint á peysunum og ómögulegt fyrir neytandann að fá að vita hvar varan er framleidd. Fréttablaðið hefur með örfáum undantekningum átt í mestu erfiðleikum með að fá nokkur svör frá þeim sem selja lopapeysur framleiddar erlendis; þetta virðist vera feimnismál sem ekki má tala um. Fastir pennar 8. júní 2012 06:00
Hrakspárnar sem ekki rættust Fréttablaðið hefur undanfarna daga birt fréttir um stöðu mála á fjarskiptamarkaði, upp úr svokallaðri tölfræðiskýrslu Póst- og fjarskiptastofnunar. Fastir pennar 7. júní 2012 06:00
Kýrin sem varð að hveiti Hinn 14. október 2009 kvaddi þingmaðurinn David Tredinnick sér hljóðs í breska þinginu. Hann sakaði yfirvöld heilbrigðismála um að líta fram hjá einni stærstu ógn við velferð almennings: tunglinu. Tredinnick sagði að í ákveðinni stöðu hefði tunglið áhrif á heilsu fólks; skaðaði meðgöngur hjá konum; ylli því að blóð storknaði ekki við skurðaðgerðir. Hvað uppskar þingmaðurinn fyrir? Háð? Spott? Brottrekstur úr samfélagi vitiborinna manna? Nei. Honum var fengið sæti í heilbrigðismálanefnd. Bakþankar 7. júní 2012 06:00
Höft, vextir og kosningar Það er kunnara en frá þurfi að segja að gjaldeyrishöftin valda hagkerfinu margs konar skaða. Það þýðir ekki að óskynsamlegt hafi verið að taka þau upp, það er mun flóknara reikningsdæmi, en það þýðir að það er mikilvægt að vinna að skipulögðu afnámi þeirra eins fljótt og auðið er. Það verkefni verður brýnna með hverjum mánuði sem líður því eftir því sem samfélagið venst höftunum lærir það betur að búa með þeim. Fastir pennar 6. júní 2012 11:00
Aukið val Skóli og nám er vinna barna frá um það bil tveggja ára aldri og að minnsta kosti þar til skólaskyldu lýkur þegar þau eru sextán ára. Langflestir unglingar halda svo námi áfram eftir það fram um tvítugt og drjúgur hluti enn lengur í margs konar starfsnámi eða fræðum. Fastir pennar 6. júní 2012 06:00
Reyni aftur á morgun Þjónustufulltrúar okkar aðstoða þig með ánægju eftir augnablik,“ malaði stimamjúkur símsvarinn í eyrað á mér. Ég hafði reyndar enga trú á því, enda höfðu þeir "því miður“ allir verið uppteknir í stundarfjórðung þegar þarna var komið sögu. Ég hékk enn á línunni. Sá stimamjúki hélt mér við efnið með því að gauka öðru hvoru að mér upplýsingum um heimasíðuna, hvar ég væri í röðinni og að erindi mínu yrði jú, sinnt með ánægju, bráðum. Ég var númer 7. Loks gaukaði hann því að mér að ég gæti líka lagt nafnið mitt og síma inn á símsvarann og þá yrði hringt í mig innan klukkutíma. Ég gerði það. Tveimur tímum síðar hafði enginn hringt. Ég náði engu sambandi þennan daginn. Bakþankar 6. júní 2012 06:00
Hættumerki innan hafta Margt bendir til þess að íslenska ríkið getið með engu móti ábyrgst innlánsskuldbindingar bankanna, þá ekki síst vegna ríflega 1.700 milljarða skulda þess, sem er ríflega 100 prósent af árlegri landsframleiðslu. Þrátt fyrir þetta er í gildi yfirlýsing um allsherjarríkisábyrgð á öllum innlánsskuldbindingum. Þetta virkar algjörlega fölsk ábyrðaryfirlýsing, innistæðulaus, þar sem innlánsskuldir bankanna nema vel á þriðja þúsund milljarða. Fastir pennar 5. júní 2012 12:14
Með þökk fyrir allt Á árunum undir lok og fljótt eftir seinna stríð fæddist það fólk sem hefur byggt upp Ísland nútímans. Þetta fólk, sem sleit barnskóm sínum á sama tíma og lýðveldið okkar, er af þeirri kynslóð sem man eftir skorti, haftastefnu, harmonikkuböllum og síðar bítlum, verbúðum, námsmannabyltingum og þeirri tilfinningu að sitja við kertaljós í skammdeginu og finna eplalykt á jólum. Við eigum þessu fólki margt að þakka. Kannski of margt. Skoðun 5. júní 2012 09:45