Falin skuld er samt skuld Ísland og Grikkland eru, með réttu eða röngu, holdgervingar alþjóðlegu fjármálakreppunnar. Ástæður hamfara þeirra eru þó afar ólíkar. Ísland féll vegna þess að ofurskuldsettur einkageiri dró þjóðríkið með sér niður en Grikkland felldi sig sjálft með gegndarlausri ríkisskuldabréfaútgáfu og hömlulausu útgjaldafylleríi. Fastir pennar 6. september 2012 06:00
Hausthamingjan yfir mér Bezt eru vorin, ekkert elska ég heitar,“ orti Hannes Pétursson í Söngvum til jarðarinnar og eflaust taka margir sólþyrstir Íslendingar undir með skáldinu. Bakþankar 6. september 2012 06:00
Í blíðu og stríðu Ég blótaði sjálfri mér í huganum meðan ég þeytti saman sykur og egg. Skildi ekkert í mér að hafa gleymt þessu. Bakþankar 5. september 2012 06:00
Ágætir unglingar Miklu lengur en elztu menn muna hefur hver kynslóð hneykslazt á þeirri næstu á eftir, gjarnan undir slagorðinu vinsæla "heimur versnandi fer". Þeim eldri finnst siðgæði, vinnusemi og mannkostum gjarnan fara hnignandi hjá kynslóð afkomendanna. Fastir pennar 5. september 2012 06:00
Vald vaðalsmanna Fyrirtæki nokkurt hér í bæ hefur mælt væntingarvísitölu Íslendinga um nokkra hríð. Hún á að sýna hversu mikil bjartsýni einkennir þjóðina og gott ef sama könnun er ekki gerð í fleiri löndum þannig að alþjóðlegur samanburður náist. Ofurtrú ýmissa á hvers kyns skoðanakönnunum er reyndar slík að hún hefur litað pólitískan málflutning meira en góðu hófi gegnir. Um þessa könnun er hins vegar ekkert nema gott að segja, hún mælir hverjar væntingar við höfum til framtíðarinnar. Það hefur enda verið talið órækt merki þess að hlutirnir mjakist eilítið fram á við að þessi blessaða vísitala hefur aukist. Bakþankar 4. september 2012 09:20
Ungar konur og leghálsinn Það er merkilegt að hlusta á og fylgjast með fréttum af þeirri staðreynd að konur virðast í minni mæli fara í skoðun með tilliti til forvarna gegn leghálskrabbameini. Þá kemur einnig fram að konur sem greinast nú séu með lengra genginn sjúkdóm en áður og því erfiðara um vik að meðhöndla þær. Kvenlæknar kalla eftir vitundarvakningu og hafa áhyggjur af þróun mála. Um langt árabil hefur Krabbameinsfélagið og kvenlæknar auk heimilis- og heilsugæslulækna á landsbyggðinni framkvæmt svokallaða leghálsskoðun með sýnatöku í því tilliti að sjá hvort forstigsbreytingar krabbameins séu til staðar. Slík skoðun er ein fárra sem er viðurkennt að eigi rétt á sér í forvarnaskyni. Undirritaður hefur áður ritað greinar um krabbamein og forvarnir gegn þeim, mest varðandi ristilkrabbamein, sem er eitt hið algengasta hjá báðum kynjum og mikilvægi forvarna þar ótvírætt. Fastir pennar 4. september 2012 06:00
Dýrustu kartöflur á Íslandi Þjóðviljinn flutti eitt sinn þá frétt, að kona í Vesturbænum ræktaði dýrustu kartöflur á Íslandi. Konan var mamma og Þjóðviljinn birti mynd af garðinum á dýrmætri byggingarlóð. Verktakar og lóðaþurfandi framkvæmdamenn komu svo og vildu kaupa. Pabbi vísaði þeim brosandi á mömmu. Bakþankar 3. september 2012 06:00
Harpa og hin húsin Þegar Björn S. Blöndal aðstoðarmaður borgarstjóra réttlætti hér í blaðinu síðastliðinn mánudag hin glórulausu fasteignagjöld sem Hörpu er gert að greiða – milljón á dag – sagði hann orðrétt: ?Það gengur eitt yfir alla. Harpa er mjög stórt hús sem borgar fasteignagjöld í samræmi við það.? Og stór er Harpa, það er alveg rétt, tæpir 29.000 m², en þó er hún ekki jafn stór og Kringlan sem er tæplega 41.000 m². Hún er heldur ekki jafn stór og Smáralind sem er rúmlega 62.000 m². Fastir pennar 3. september 2012 06:00
Orðið gott Íbúðalánasjóður skilaði enn einu vondu uppgjöri fyrir helgina. Tap sjóðsins á fyrri helmingi ársins var 3,1 milljarður króna og eigið fé er komið niður fyrir lögbundin mörk. Því stefnir í að skattgreiðendur þurfi að leggja sjóðnum til 11 til 12 milljarða króna, til viðbótar við þá 33 sem Alþingi hafði þegar samþykkt að borga til að hífa upp eiginfjárhlutfallið. Fastir pennar 3. september 2012 06:00
Veðjað gegn hinum ósnertanlegu Maður er nefndur John Paulson. Hann er fæddur 1955 í New York og stýrir eignastýringarfyrirtækinu Paulson & Co. Fastir pennar 1. september 2012 19:30
Höftin fá nýtt nafn Í vikunni birti Seðlabankinn skýrslu til efnahagsráðherra um varúðarreglur eftir fjármagnshöft. Hún er áhugavert framlag til hagfræðilegrar umræðu um peningamálastjórnun. En hitt er þó ekki síðra að hún varpar ljósi á ýmsar pólitískar hliðar á þessu mikla viðfangsefni sem þarfnast skýringa. Fastir pennar 1. september 2012 06:00
Lestur er sexý Ég hefði auðvitað getað skrifað Að lesa bók er ævintýri, Lengi býr að fyrstu bók, Lestur er bestur eða eitthvað miklu sniðugra og meira grípandi með lestur eða bók í titlinum. En ég hefði aldrei fengið eins marga til að athuga um hvað þessi pistill er ef ég hefði valið einhverja ofangreindra fyrirsagna. Með því að tengja saman lestur og lostvaka náði ég sennilega til mun breiðari hóps en hefði annars veitt nokkru sem skrifað er um lestur athygli. Kynlíf og allt sem því tengist selur því allir hafa áhuga á kynlífi, ekki satt? Bakþankar 1. september 2012 06:00
Siðaðra manna samfélag Þúsundir ólögráða unglinga hefja þessa dagana nám í nýjum framhaldsskóla. Það er ákaflega mismunandi hvernig samnemendur þeirra taka á móti þeim, eins og kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Í sumum framhaldsskólum tíðkast enn „busavígslur" þar sem fólk er útatað í einhverju ógeði, látið innbyrða skemmdan eða óætan mat og atyrt og niðurlægt á ýmsan hátt. Annars staðar er tekið á móti krökkunum með kaffi eða kvöldvöku. Fastir pennar 1. september 2012 06:00
Besta Akureyri í heimi Fyrsta minning mín frá Akureyri er einhvern veginn svona: Ég var átta ára og að leika mér á glænýja eldrauða fjögurra gíra hrútastýris-Superia hjólinu mínu fyrir utan heima. Ég var nýfluttur í bæinn og þekkti fáa. Vatt sér þá að mér hjólbeinóttur náungi sem var að bera út Íslending og spurði hvort hann mætti prófa. Svarið var einfalt: Bakþankar 31. ágúst 2012 06:00
Tornæmt íhald? Innanríkisráðherrann, Ögmundur Jónasson, er annar ráðherrann í vinstristjórninni sem kærunefnd jafnréttismála úrskurðar að hafi brotið jafnréttislögin með því að ráða karl fremur en konu í opinbert embætti. Héraðsdómur hefur svo staðfest þá niðurstöðu hvað varðar ráðningu Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra á skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu. Fastir pennar 31. ágúst 2012 06:00
Yfirlýsing frá samtökum tölvuleikjaframleiðenda Ef byrjað hefði verið að fjöldaframleiða tölvuleiki nokkrum áratugum fyrr og aðrar venjur hefðu skapast um dreifingu þeirra værum við kannski í dag að lesa yfirlýsingar eins og þessa: Fastir pennar 31. ágúst 2012 06:00
Efnahagurinn, bjáni! Vorið 2009 hefðu alþingiskosningarnar átt að snúast um nokkur lykilatriði í endurreisn fallins efnahags Íslands. Þess í stað lagði fyrsta vinstrisinnaða meirihlutastjórnin upp með stærsta stjórnarsáttmála Íslandssögunnar. Hann innihélt víðtækar breytingar á mörgum sviðum samfélagsins. Því fer fjarri að eining og sátt ríki hjá þjóðinni um þær breytingar. Á tímum þegar samstaða var nauðsynleg hefur sundrung og tortryggni aukist frekar en hitt. Það er eins og stjórnarflokkarnir hafi séð yfirstandandi kjörtímabil sem sitt eina tækifæri til að ýta í gegn öllum sínum hugðarefnum. Fastir pennar 30. ágúst 2012 06:00
Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Dagur eitt: Ég hafði aðeins staðið nokkrar sekúndur í anddyri þreytulegs öldurhúss í smábæ í Maine á austurströnd Bandaríkjanna þegar miðaldra kona hentist inn úr myrkrinu, greip í handlegginn á mér og dró mig inn. Loftið var rakt og mettað svitablandinni bjórlykt. "Sestu,“ hrópaði hún yfir viskí-rispaða rödd feitlagins kántrísöngvara sem jóðlaði klúrar sveitavísur. Ég var í leit að ódýrum kvöldverði á ökuferðalagi mínu um Bandaríkin. Ég velti þó fyrir mér hvort þessi væri ekki of ódýr. Bakþankar 30. ágúst 2012 06:00
Þolendum og gerendum hjálpað Fréttablaðið hefur undanfarna daga sagt fremur ömurlegar fréttir af heimilisofbeldi á Íslandi. Samkvæmt tölum frá ríkislögreglustjóra er lögreglan kölluð út tvisvar til þrisvar dag hvern vegna heimilisófriðar, alls yfir sjö þúsund sinnum undanfarin fimm ár. Í yfir fimmtán hundruð tilfellum var ofbeldi beitt. Þrír fjórðu hlutar ofbeldisfólksins voru karlar og fjórðungur konur. Áfengi og fíkniefni komu við sögu í stórum hluta tilvika. Fastir pennar 29. ágúst 2012 06:00
Hæstiréttur og Mannréttindadómstóll Evrópu Hinn 10. júlí sl. kvað Mannréttindadómstóll Evrópu upp dóma í málum tveggja íslenskra blaðamanna sem höfðu fyrir dómstólum hér á landi sætt ómerkingu ummæla og verið gert að greiða miskabætur vegna greinarskrifa í DV annars vegar og í Vikunni hins vegar. Fastir pennar 29. ágúst 2012 06:00
Veiðibjöllurnar Kryddlögurinn samanstóð af appelsínusafa, sykri og sjávarsalti, pipar, kúmíni, óreganó og steinselju. Einnig hvítlauk, soja og fleira smálegu. Þetta fór yfir eðalvöðva úr svíni sem ég raðaði á fat. Filma fór yfir og þetta var látið ryðja sig í ísskáp eina nótt. Daginn eftir þurfti ég að kyngja nokkrum sinnum þegar ég hélt á fatinu út á grill og líka á leiðinni aftur inn í eldhús í salatgerð. Bakþankar 29. ágúst 2012 06:00
Heilsa skólabarna Nú þegar börnin eru að hefja skólagöngu sína aftur þetta haustið og sum þeirra að ganga inn fyrir dyr skólans fyrsta sinni er ágætt að velta vöngum stuttlega yfir heilsu og líðan þeirra. Þarna er auðvitað af mörgu að taka og mjög breitt aldursbil en engu að síður eru nokkrir hlutir sem skipta verulegu máli strax frá byrjun og til lengri tíma litið. Fastir pennar 28. ágúst 2012 06:00
Lýðræði, friður og hagsmunir Vinstri hreyfingin – grænt framboð samþykkti ögn torskiljanlega ályktun um alþjóðamál á flokksráðsfundi sínum um síðustu helgi. Þar fagnar flokksráðið „þeirri umræðu sem nú fer fram um samskipti Íslands og ESB og hvetur til að henni verði haldið áfram.“ Fastir pennar 28. ágúst 2012 06:00
Geðveikir endurfundir Árum saman velti ég fyrir mér hvað varð eiginlega um hann, manninn sem hélt að ég væri eiginkona hans þegar ég var að vinna á Kleppi. Ég velti því svo mikið fyrir mér að ég skrifaði pistil um hann í DV þegar ég vann þar. Um daginn fékk ég síðan óvænt skilaboð frá manninum á Facebook. Hann hafði lesið Bakþanka sem ég skrifaði, og fundið mig. Bakþankar 28. ágúst 2012 06:00
Þú veist hvaðan þau koma Í æsku var ég haldinn þeirri hrapallegu hugmynd að frægir íþróttamenn væru heillavænlegar fyrirmyndir. Ég æfði stíft, safnaði lubba og tileinkaði mér holla lifnaðarhætti til að líkjast Maradona en komst svo að því ég hafði farið alveg þveröfugt að. Ég hefði mátt vænrækja æfingarnar en leggja þeim mun meira kapp á að sjúga kókaín í nefið ef ég hefði viljað líkjast kappanum atarna. Ég bar mig þó rétt að varðandi lubbann. Bakþankar 27. ágúst 2012 11:00
Smálánasmán Í smálánamálinu takast á tvö þjóðfélagsleg sjónarmið – markaðshyggjan og samfélagsvitundin; hin kalda eiginhagsmunahyggja og kærleiksskyldan. Fastir pennar 27. ágúst 2012 06:00
Sársaukafullt mál leitt til lykta Rétt liðlega þrettán mánuðir voru liðnir frá ódæðisverkunum í Útey og miðborg Óslóar þegar mál fjöldamorðingjans og hryðjuverkamannsins Breivik hafði verið leitt til lykta fyrir dómi í höfuðborg Noregs á föstudag. Fastir pennar 27. ágúst 2012 00:01
Ósjálfbjarga og elska það Erlendur blaðamaður greip mig á rölti niður Laugaveginn á dögunum. Hún var að skrifa grein fyrir bandarískt tímarit um stefnumótamenningu Íslendinga og bað um mitt álit. Ég jós úr viskubrunni mínum á þessu sviði í dágóðan tíma og bölvaði því að riddaramennskan væri steindauð hérlendis. Þegar hún spurði mig af hverju ég héldi að það væri var ég þó alveg mát. Bakþankar 25. ágúst 2012 11:00
Sérmerkjum líka landnemavörur Fagna ber viðleitni stjórnvalda í Suður-Afríku í að sporna við og vekja athygli á ofbeldi Ísraels í garð Palestínu með því að láta auðkenna sérstaklega vörur sem framleiddar eru í gyðingabyggðum vestan Jórdanar, og í Austur-Jerúsalem. Fastir pennar 25. ágúst 2012 06:00
Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson Skoðun