Enski boltinn

Enski boltinn

Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.

Leikirnir





    Fréttamynd

    Bróðir og um­boðs­maður Marcus Rashford hand­tekinn í Miami

    Dane Rashford, umboðsmaður og bróðir enska knattspyrnumannsins Marcus Rashford var handtekinn í Miami og ákærður fyrir heimilisofbeldi. Talið er að hann hafi slegið til barnsmóður sinnar Andreu Pocrnja þegar hann sá SMS skilaboð hennar til annars manns eftir langt kvöld á skemmtistað í borginni. 

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Jafnaði leikinn í uppbótartíma og til­einkaði föður sínum markið

    Luton komust hársbreidd frá öðrum sigri sínum á tímabili þegar þeir tóku á móti Liverpool. Lokaniðurstaðan varð 1-1 jafntefli. Gestirnir frá Bítlaborginni höfðu mikla yfirburði á öllum sviðum leiksins en gekk illa að koma boltanum í markið, Luton komst svo marki yfir undir lok leiks en héldu ekki út uppbótartímann. Luis Diaz skoraði jöfnunarmarkið og tileinkaði það föður sínum, sem er enn í haldi mannræningja í Kólumbíu.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Arsenal styður um­mæli Arteta og óskar eftir um­bótum í dóm­gæslu

    Arsenal tapaði leik sínum gegn Newcastle með einu marki gegn engu í 11. umferð ensku úrvaldsdeildarinnar í gærkvöldi. Markið var mjög umdeilt og mörg vafaatriði litu dagsins ljós í aðdraganda þess. Þrír hlutir voru rannsakaðir, hvort boltinn hefði farið út af, hvort markaskorarinn Anthony Gordon hafi brotið af sér og loks hvort hann hafi verið rangstæður.

    Enski boltinn