Trump íhugar að setja New York í sóttkví Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í samtali við blaðamenn að hann væri að íhuga að setja New York ríki í sóttkví. Erlent 28. mars 2020 17:45
Yfir hundrað þúsund staðfest smit í Bandaríkjunum Bandaríkin tróna á toppi listans yfir þau lönd þar sem flest smit hafa greinst. Áður hafa Kína og Ítalía vermt hið óeftirsótta toppsæti. Erlent 28. mars 2020 07:37
Trump efast um þörf fyrir mikinn fjölda öndunarvéla Donald Trump Bandaríkjaforseti og borgarstjórinn í New York eru komnir í hár saman yfir því hversu mikil þörf sé fyrir öndunarvélar í fylkinu. Forsetinn sagðist í sjónvarpsviðtali í gær ekki trúa því að þörfin væri jafn mikil og haldið væri fram. Bill de Blasio borgarstjóri New York sagði í dag að forsetinn þyrfti að horfast í augu við staðreyndir. Erlent 27. mars 2020 15:25
Kína og Bandaríkin taka höndum saman í baráttunni við veiruna Leiðtogar risaveldanna Kína og Bandaríkjanna ræddu saman á símafundi í nótt þar sem faraldur kórónuveiru var að sjálfsögðu aðal umræðuefnið. Erlent 27. mars 2020 08:08
Ná samkomulagi um björgunarpakka Hvíta húsið í Washington og leiðtogar öldungadeildar Bandaríkjaþings komust í nótt að samkomulagi um björgunarpakka sem ætlað er að styðja við bandarískt efnahagslíf á tímum kórónuveirufaraldursins. Erlent 25. mars 2020 06:45
New York kallar eftir hjálp Andrew Cuomo, ríkisstjóri, kallaði í kvöld eftir hjálp frá alríkinu og sagði embættismenn hafa vanmetið faraldurinn. Erlent 24. mars 2020 23:12
Trump talar um að slaka á takmörkunum eftir að mjólkurkúm hans var lokað Sex af sjö ábatasömustu klúbbum og hótelum Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur verið lokað vegna kórónuveirufaraldursins á undanförnum dögum. Forsetinn hefur síðan þá byrjað að ýja að því að slakað verði á samfélagslegum aðgerðum til að hefta útbreiðslu veirunnar. Erlent 24. mars 2020 12:57
„Ef forsetinn bregst ekki við mun fólk deyja sem annars hefði lifað“ Borgarstjóri New York-borgar, þar sem áhrif kórónuveirunnar í Bandaríkjunum hafa verið hvað mest, segir víðtækan skort á mikilvægum heilbrigðisvörum vera yfirvofandi í New York-ríki. Erlent 22. mars 2020 23:17
Tveir þingmenn smitaðir og aðrir í sóttkví Aðrir þingmenn sem hafa verið í samskiptum við þá tvo eru nú á leið í sóttkví. Erlent 19. mars 2020 08:37
Trump líkir kórónuveirufaraldrinum við stríðsástand Búið er að loka landamærum Kanada og Bandaríkjanna fyrir allri óþarfa umferð vegna kórónuveirunnar. Þá hefur Donald Trump, Bandaríkjaforseti, virkjað neyðarlög vegna faraldursins. Erlent 18. mars 2020 20:23
Trump-liðar reyna að endurskrifa söguna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og bandamenn hans á Fox og víðar vinna nú hörðum höndum að því að endurskrifa söguna og halda því fram að þeir hafi ávallt tekið Covid-19 heimsfaraldrinum alvarlega. Erlent 18. mars 2020 15:00
Nýr tónn í Trump Frá því nýja kórónuveiran fór að dreifast utan landamæra Kína hefur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gert lítið úr veirunni og talað gegn ráðleggingum sérfræðinga. Það breyttist í gær. Erlent 17. mars 2020 12:36
Trump bíður eftir niðurstöðu úr sýnatöku vegna kórónuveirunnar Bandaríkjaforseti, Donald Trump, hefur gefið sýni sem nú er rannsakað með tilliti til þess hvort forsetinn hafi smitast af kórónuveirunni sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Fréttir 14. mars 2020 17:25
Neyðarpakki vegna faraldursins samþykktur á Bandaríkjaþingi Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti neyðarpakka vegna kórónuveiruheimsfaraldursins í nótt. Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti yfir neyðarástandi vegna faraldursins í gær og hefur lýst yfir stuðningi við frumvarpið. Erlent 14. mars 2020 12:03
Trump segist alls ekki bera ábyrgð á mistökum Bandaríkjastjórnar í upphafi faraldursins Erlent 13. mars 2020 23:02
Lærir leiklist í gegnum fjarskiptabúnað vegna veirunnar Melkorka Davíðsdóttir Pitt stundar leiklistarnám í New York en vegna kórónuveirunnar mun hún næstu vikurnar, og jafnvel út önnina, stunda námið í gegnum fjarskiptabúnað á Íslandi. Innlent 12. mars 2020 17:00
Brasilískur embættismaður sem hitti Trump sagður smitaður Maðurinn var í föruneyti Bolsonaro Brasilíuforseta sem hitti Trump og fleiri bandaríska embættismenn á Flórída um helgina. Erlent 12. mars 2020 16:22
Markaðir bregðast illa við ferðabanni Trumps Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í gærkvöldi um ferðabann frá Evrópu til Bandaríkjanna. Ákvörðunin hefur haft mikil áhrif á markaði víðs vegar um heiminn. Viðskipti erlent 12. mars 2020 12:05
Ferðabann Trump kom evrópskum ráðamönnum að óvörum Evrópusambandið hefur lýst vanþóknun sinni á að Trump Bandaríkjaforseti hafa tekið einhliða ákvörðun um ferðabann vegna kórónuveiru án samráðs við evrópska ráðamenn. Erlent 12. mars 2020 11:29
Hátt í þriðjungur hótelbókanna hverfur vegna ákvörðunar Trump Formaður félags fyrirtækja í hótelrekstri segir stjórnvöld verða að bregðast hratt við. Viðskipti innlent 12. mars 2020 10:45
Bandaríkin: Biden nánast tryggir sér tilnefninguna Velgengni Joe Biden í forvali Demókrataflokksins og slæmt gengi Bernie Sanders, er það helsta sem er til umfjöllunar í fjórða þætti Bandaríkjanna, hlaðvarps fréttastofu um bandarísk stjórnmál. Erlent 12. mars 2020 09:21
Trump lokar á ferðalög frá Evrópu til Bandaríkjanna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt ferðabann frá Evrópu til Bandaríkjanna í þrjátíu daga frá og með miðnætti á föstudag vegna kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. Erlent 12. mars 2020 01:25
Hafa fundað leynilega vegna kórónuveirunnar síðan í janúar Leynd sem ríkt hefur yfir fundum bandarískra yfirvalda vegna útbreiðslu kórónuveirunnar er talin hafa gert viðbrögð við henni erfiðari en ella. Erlent 11. mars 2020 18:16
Mark Meadows nýr starfsmannastjóri Hvíta hússins Donald Trump, Bandaríkjaforseti, tilkynnti á Twitter í gær að öldungadeildarþingmaðurinn Mark Meadows tæki við af Mick Mulvaney sem starfsmannastjóri Hvíta hússins. Erlent 7. mars 2020 13:24
Ráðherra talinn hafa afbakað niðurstöður Mueller Trúverðugleiki dómsmálaráðherra Bandaríkjanna vegna Rússarannsóknarinnar svonefndu var dreginn verulega í efa í dómsmáli í gær. Alríkisdómari vill meta sjálfur hvort ráðuneytið hafi ritskoðað skýrslu Roberts Mueller af heilindum. Erlent 6. mars 2020 13:19
Greiðslur leyniþjónustunnar til fyrirtækja Trump enn hærri en vitað var Alríkisstjórnin sem Donald Trump stýrir hefur greitt fyrirtæki í hans eigu jafnvirði tuga milljóna króna. Greiðslur vegna gistingar fyrir lífverði forsetans eru mun hærri en sonur forsetans hefur fullyrt að fyrirtækið rukki. Erlent 6. mars 2020 11:31
Romney gæti farið aftur gegn Trump Öldungadeildarþingmaðurinn Mitt Romney virðist lítið hrifinn af tilraunum samflokksmanna sinna við að endurvekja ásakanir um spillingu gegn Joe Biden og syni hans Hunter í tengslum við úkraínska orkufyrirtækið Burisma Holdings. Erlent 6. mars 2020 11:06
Gróf undan sérfræðingum um kórónuveiruna í Fox-viðtali Bandaríkjaforseti sagðist hafa „hugboð“ um að opinberar tölur um dánartíðni af völdum kórónuveirunnar væru rangar í viðtali við uppháldssjónvarpsstöðina sína í gær. Erlent 5. mars 2020 12:07
Biden snýr við taflinu Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hefur snúið gengi sínu í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar algerlega við. Erlent 4. mars 2020 10:46
Setja aukinn kraft í rannsókn á Biden sem vegnar betur í forvalinu Daginn eftir að Joe Biden var lýstur sigurvegari í forvali demókrata í Suður-Karólínu gaf þingmaður repúblikana sem stýrir heimavarnanefnd öldungadeildarinnar til kynna að hann ætlaði að gefa út stefnu um vitnisburð í rannsókn á ásökunum Trump forseta og bandamanna hans á hendur fyrrverandi varaforsetanum. Erlent 3. mars 2020 14:49