Hafa fundað leynilega vegna kórónuveirunnar síðan í janúar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. mars 2020 18:16 Mike Pence (fyrir miðju) fer fyrir aðgerðarhóp Bandaríkjastjórnar í viðbrögðum við COVID-19. Vísir/Getty Embættismönnum innan heilbrigðiskerfis Bandaríkjanna hafa borist tilmæli um að halda því sem fram fer á fundum sínum um COVID-19 kórónuveiruna við háttsetta aðila í stjórnkerfinu leyndu. Þetta hefur Reuters-fréttastofan eftir fjórum embættismönnum úr ríkisstjórn Donalds Trump. Þá er sagt að leynilegir fundir um stöðu mála hafi farið fram síðan um miðjan janúar síðastliðinn. Tilmælin eru í umfjöllun Reuters sögð óvenjulegt skref sem hafi heft upplýsingaflæði og torveldað tilraunir stjórnvalda í Bandaríkjunum til þess að hefta útbreiðslu veirunnar. Embættismennirnir sem Reuters ræddi við, og eru ekki nefndir á nafn í umfjölluninni, segja að tugir leyndra funda um umfang útbreiðslunnar, sóttkví og takmarkanir á ferðalögum hafi farið fram frá miðjum janúar. Fundirnir eru sagðir hafa farið fram í háleynilegu öryggisherbergi í heilbrigðisráðuneyti Bandaríkjanna. Starfsfólki ráðuneytisins sem hefur ekki sérstaka öryggisheimild hefur þannig verið meinaður aðgangur að fundunum, sem sumir hverjir voru myndbandsfundir. „Það er afar mikilvægt fólk sem ekki hefur slíkar heimildir sem gat ekki verið viðstatt fundina,“ hefur Reuters eftir einum heimildarmanna sinna, sem segir einnig að Öryggisráð Bandaríkjanna (NSC) hafi fyrirskipað þá leynd sem ríkir yfir efni fundanna. Krafan um að efni fundanna verði ekki opinbert er þannig talin hafa aftrað viðbragðsaðgerðum við útbreiðslu veirunnar. Þegar þetta er skrifað hafa 31 látist af völdum COVID-19, og eru um 970 manns smituð. John Ullyot, talsmaður Öryggisráðs Bandaríkjanna, sagði við Reuters að ráðið hefði frá fyrsta degi haft gagnsæi að leiðarljósi, í málum tengdum kórónuveirunni og viðbrögðum við útbreiðslu hennar. „Ríkisstjórnin hefur dregið úr skriffinnsku og sett fordæmi um allan heim í vernd sinni á bandarísku þjóðinni, með Donald Trump forseta í fararbroddi,“ er haft eftir Ullyot. Trump Bandaríkjaforseti lét á dögunum skipa sérstakan aðgerðahóp vegna útbreiðslu kórónuveirunnar í Bandaríkjunum. Varaforseti hans, Mike Pence, leiðir þann hóp og heldur blaðamannafundi um stöðu mála á degi hverjum. Bandaríkin Wuhan-veiran Donald Trump Tengdar fréttir Covid-19 skilgreint sem heimsfaraldur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur skilgreint útbreiðslu Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, sem heimsfaraldur. 11. mars 2020 16:44 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fleiri fréttir Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Sjá meira
Embættismönnum innan heilbrigðiskerfis Bandaríkjanna hafa borist tilmæli um að halda því sem fram fer á fundum sínum um COVID-19 kórónuveiruna við háttsetta aðila í stjórnkerfinu leyndu. Þetta hefur Reuters-fréttastofan eftir fjórum embættismönnum úr ríkisstjórn Donalds Trump. Þá er sagt að leynilegir fundir um stöðu mála hafi farið fram síðan um miðjan janúar síðastliðinn. Tilmælin eru í umfjöllun Reuters sögð óvenjulegt skref sem hafi heft upplýsingaflæði og torveldað tilraunir stjórnvalda í Bandaríkjunum til þess að hefta útbreiðslu veirunnar. Embættismennirnir sem Reuters ræddi við, og eru ekki nefndir á nafn í umfjölluninni, segja að tugir leyndra funda um umfang útbreiðslunnar, sóttkví og takmarkanir á ferðalögum hafi farið fram frá miðjum janúar. Fundirnir eru sagðir hafa farið fram í háleynilegu öryggisherbergi í heilbrigðisráðuneyti Bandaríkjanna. Starfsfólki ráðuneytisins sem hefur ekki sérstaka öryggisheimild hefur þannig verið meinaður aðgangur að fundunum, sem sumir hverjir voru myndbandsfundir. „Það er afar mikilvægt fólk sem ekki hefur slíkar heimildir sem gat ekki verið viðstatt fundina,“ hefur Reuters eftir einum heimildarmanna sinna, sem segir einnig að Öryggisráð Bandaríkjanna (NSC) hafi fyrirskipað þá leynd sem ríkir yfir efni fundanna. Krafan um að efni fundanna verði ekki opinbert er þannig talin hafa aftrað viðbragðsaðgerðum við útbreiðslu veirunnar. Þegar þetta er skrifað hafa 31 látist af völdum COVID-19, og eru um 970 manns smituð. John Ullyot, talsmaður Öryggisráðs Bandaríkjanna, sagði við Reuters að ráðið hefði frá fyrsta degi haft gagnsæi að leiðarljósi, í málum tengdum kórónuveirunni og viðbrögðum við útbreiðslu hennar. „Ríkisstjórnin hefur dregið úr skriffinnsku og sett fordæmi um allan heim í vernd sinni á bandarísku þjóðinni, með Donald Trump forseta í fararbroddi,“ er haft eftir Ullyot. Trump Bandaríkjaforseti lét á dögunum skipa sérstakan aðgerðahóp vegna útbreiðslu kórónuveirunnar í Bandaríkjunum. Varaforseti hans, Mike Pence, leiðir þann hóp og heldur blaðamannafundi um stöðu mála á degi hverjum.
Bandaríkin Wuhan-veiran Donald Trump Tengdar fréttir Covid-19 skilgreint sem heimsfaraldur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur skilgreint útbreiðslu Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, sem heimsfaraldur. 11. mars 2020 16:44 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fleiri fréttir Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Sjá meira
Covid-19 skilgreint sem heimsfaraldur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur skilgreint útbreiðslu Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, sem heimsfaraldur. 11. mars 2020 16:44