Donald Trump

Donald Trump

Fréttir tengdar 45. forseta Bandaríkjanna, Donald Trump.

Fréttamynd

Barr ekki lengur í náðinni og sagður íhuga að hætta

William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, íhugar að hætta sem ráðherra, áður en kjörtímabild Donald Trumps, forseta, rennur út í næsta mánuði. Trump brást mjög reiður við þegar Barr sagði nýverið í viðtali að starfsmenn ráðuneytisins hefðu ekki fundið neinar sannanir fyrir þeim umfangsmiklu kosningasvikum sem forsetinn segir að hafa kostað sig sigur í kosningunum í síðasta mánuði.

Erlent
Fréttamynd

Giuliani lagður inn á sjúkrahús

Rudy Giuliani, lögfræðingur Donalds Trump forseta og fyrrverandi borgarstjóri New York hefur verið lagður inn á sjúkrahús en hann greindist með Covid-19 um helgina.

Erlent
Fréttamynd

27 af 249 þingmönnum Repúblikana viðurkenna sigur Bidens

Aðeins 27 þingmenn Repúblikana viðurkenna sigur Joes Biden í forsetakosningunum í Bandaríkjunni mánuði eftir sigur hans. Biden fékk sjö milljónum fleiri atkvæði á landsvísu en Donald Trump forseti og jafnmarga kjörmenn og tryggðu Trump sigur í kosningunum árið 2016. Biden hlaut 306 kjörmenn gegn 232 kjörmönnum Trump. Washington Post greinir frá þessu.

Erlent
Fréttamynd

Innlit í Air Force One

Forsetaþotan Air Force One er án efa þekktasta flugvél heims en hún er til umráða fyrir forseta Bandaríkjanna. Á YouTube-síðunni Tech Vision má sjá innslag um flugvélina.

Lífið
Fréttamynd

Sjáumst eftir fjögur ár!

Donald Trump Bandaríkjaforseti gaf þeim fregnum byr undir báða vængi í gær að hann hefði mögulega hug á því að bjóða sig aftur fram til forseta árið 2024.

Erlent
Fréttamynd

Rann­saka meintar mútu­greiðslur í skiptum fyrir náðanir

Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna rannsakar nú mögulega glæpi sem tengjast mútugreiðslum til Hvíta húss Donalds Trump, fráfarandi forseta, í skiptum fyrir náðun. Ónefndir einstaklingar eru grunaðri um að hafa á laun boðið umtalsverð framlög í kosningasjóði í skiptum fyrir náðun eða mildun á refsingu.

Erlent
Fréttamynd

Barr kannast ekki við svindl og Giuliani ekki við náðunarspjall

William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, segir engar vísbendingar liggja fyrir um að stórfelld kosningasvik hefðu átt sér stað í nýafstöðnum forsetakosningum. „Hingað til höfum við ekki séð svindl af þeirri stærðargráðu að það hefði leitt til annarra úrslita í kosningunum,“ sagði Barr í viðtali við Associated Press.

Erlent
Fréttamynd

Fer úr Hvíta húsinu ef kjörmennirnir kjósa Biden

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að hann muni fara úr Hvíta húsinu ef kjörmennirnir kjósa Joe Biden, verðandi forseta, í kosningu sem fram fer þann 14. desember. Biden á að taka við embættinu 20. janúar.

Erlent
Fréttamynd

Þetta gæti Biden gert í loftslagsmálum án þingsins

Líkur eru á því að hendur Joe Biden, verðandi forseta Bandaríkjanna, verði að miklu leyti bundnar hvað varðar stórtækar aðgerðir gegn loftslagsbreytingum af völdum manna á meðan repúblikanar ráða efri deild Bandaríkjaþings. Hann gæti þó beislað framkvæmdavaldið til að bregðast við vánni.

Erlent
Fréttamynd

Stað­festa sigur Bidens í Michigan

Kjörstjórn Michigan-ríkis í Bandaríkjunum hefur nú staðfest sigur demókratans Joes Bidens í ríkinu í forsetakosningunum sem fram fóru fyrr í þessum mánuði.

Erlent
Fréttamynd

Fækkar í sérsveit lögmanna Trumps

Fækkað hefur í lögmannateymi Donald Trumps, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, sem hefur unnið að því að berjast gegn því umfangsmikla kosningasvindli sem Trump segir hafa kostað sig sigur í forsetakosningunum.

Erlent
Fréttamynd

Biden til­kynnir ráð­herra­efni á þriðju­dag

Joe Biden verðandi forseti Bandaríkjanna mun tilkynna fyrstu ráðherrana sem sitja munu í ríkisstjórn hans á þriðjudag. Þá hefur hann hafið undirbúning á lágstemmdri athöfn þegar hann verður settur í embætti vegna kórónuveirufaraldursins.

Erlent
Fréttamynd

Sonur Bandaríkjaforseta smitaður af veirunni

Donald Trump yngri, sonur og nafni Bandaríkjaforseta, greindist smitaður af kórónuveirunni í byrjun síðustu viku. Talsmaður hans segir að hann sé einkennalaus en að hann sé nú í einangrun í veiðikofa sínum.

Erlent