Trump segir Rudy Giuliani kominn með Covid-19 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. desember 2020 20:48 Rudy Giuliani, persónulegur lögmaður Trump AP/Jacqueline Larma Rudy Giuliani, persónulegur lögmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta og fyrrverandi borgarstjóri New York, hefur greinst með Covid-19. Frá þessu greinir Trump á Twitter. Giuliani, sem er 76 ára, hefur verið í fararbroddi baráttu Trumps fyrir því að snúa við niðurstöðum forsetakosninganna fyrir mánuði. Ekki kemur fram í tísti Trump hvenær Giuliani greindist eða hvort hann væri með einkenni. „Rudy Giuliani, langbesti borgarstjóri New York fyrr og síðar, og sá sem hefur verið óþreytandi í baráttunni að koma upp um langspilltustu kosningar í sögu Bandaríkjanna hefur greinst með Kína-vírusinn,“ segir Trump og notaði umdeilt orð yfir kórónuvírusinn. „Góðan bata Rudy, við höldum baráttunni áfram.“ Færslu Trump má sjá að neðan. .@RudyGiuliani, by far the greatest mayor in the history of NYC, and who has been working tirelessly exposing the most corrupt election (by far!) in the history of the USA, has tested positive for the China Virus. Get better soon Rudy, we will carry on!!!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 6, 2020 Trump greindist sjálfur með Covid-19 í október og dvaldi í þrjá daga á sjúkrahúsi í nágrenni Washington DC. Að minnsta kosti fjörutíu manns í nærumhverfi Trump hafa greinst með Covid-19 síðan í lok september. Þeirra á meðal Melania Trump forsetafrú, sonur hennar Barron, Donald Trump yngri auk ráðgjafa og repúblikana. Samkvæmt Johns Hopkins sjúkrahúsinu greindust tæplega 214 þúsund smitaðir vestanhafs í gær. 2254 létu lífið í gær í Bandaríkjunum af völdum Covid-19. Alls hafa rúmlega 280 þúsund manns vestan hafs látist og 14,6 milljónir smitast. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Giuliani, sem er 76 ára, hefur verið í fararbroddi baráttu Trumps fyrir því að snúa við niðurstöðum forsetakosninganna fyrir mánuði. Ekki kemur fram í tísti Trump hvenær Giuliani greindist eða hvort hann væri með einkenni. „Rudy Giuliani, langbesti borgarstjóri New York fyrr og síðar, og sá sem hefur verið óþreytandi í baráttunni að koma upp um langspilltustu kosningar í sögu Bandaríkjanna hefur greinst með Kína-vírusinn,“ segir Trump og notaði umdeilt orð yfir kórónuvírusinn. „Góðan bata Rudy, við höldum baráttunni áfram.“ Færslu Trump má sjá að neðan. .@RudyGiuliani, by far the greatest mayor in the history of NYC, and who has been working tirelessly exposing the most corrupt election (by far!) in the history of the USA, has tested positive for the China Virus. Get better soon Rudy, we will carry on!!!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 6, 2020 Trump greindist sjálfur með Covid-19 í október og dvaldi í þrjá daga á sjúkrahúsi í nágrenni Washington DC. Að minnsta kosti fjörutíu manns í nærumhverfi Trump hafa greinst með Covid-19 síðan í lok september. Þeirra á meðal Melania Trump forsetafrú, sonur hennar Barron, Donald Trump yngri auk ráðgjafa og repúblikana. Samkvæmt Johns Hopkins sjúkrahúsinu greindust tæplega 214 þúsund smitaðir vestanhafs í gær. 2254 létu lífið í gær í Bandaríkjunum af völdum Covid-19. Alls hafa rúmlega 280 þúsund manns vestan hafs látist og 14,6 milljónir smitast.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira