Gætu krafið ríkið um fleiri milljarða í bætur Engin leið er að vita hvernig dæmt yrði um bætur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum færu þau fyrir dóm. Málin eru fordæmalaus. Ef byggt yrði á bótum til Klúbbmanna gæti heildarfjárhæðin numið nokkrum milljörðum króna. Innlent 21. mars 2019 06:45
Seldi eigur sambýliskonu sinnar á Facebook eftir að hún flúði í Kvennaathvarfið Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann til að greiða fyrrverandi sambýliskonu sinni 750 þúsund krónur í skaðabætur vegna tjóns sem hún varð fyrir þegar hann neitaði að afhenda henni eigur hennar eftir að þau slitu samvistum. Innlent 20. mars 2019 16:04
Hefur verið í hungurverkfalli í sex daga og segist sitja saklaus í fangelsi Palestínskur karlmaður sem grunaður er um að hafa aðstoðað erlenda einstaklinga við að koma hingað til lands með ólögmætum hætti var ákærður fyrr í mánuðinum. Innlent 19. mars 2019 19:55
Síbrotamaður í gæsluvarðhald eftir samfellda brotahrinu Maðurinn var handtekinn á fimmtudag þegar hann réðst á mann í íbúð vegna sverðs sem lögreglan hafði lagt hald á. Innlent 19. mars 2019 17:56
Tíminn verði að leiða í ljós hvað verði um dómarana fjóra Tíminn verður að leiða í ljós hvað verður um dómarana fjóra sem skipaðir voru þvert á hæfnisnefnd við Landsrétt. Þetta segir nýskipaður dómsmálaráðherra Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir sem vill skoða hvað valkostir séu í stöðunni. Innlent 18. mars 2019 20:32
Vann ríkið sjálfur í máli um hús sem hann fékk ekki að rífa Héraðsdómur Reykjavíkur hefur komist að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið sé bótaskylt vegna friðaðs einbýlishúss að Holtsgötu í Reykjavík sem ekki mátti rífa þrátt fyrir að deiliskipulag kveði á um slíkt. Innlent 18. mars 2019 16:19
Kalla eftir fjölgun dómara við Landsrétt Dómstólasýslan hefur farið þess á leit við dómsmálaráðuneytið að ráðuneytið hlutist til um lagabreytingu sem myndi heimila fjölgun dómara við Landsrétt. Innlent 15. mars 2019 18:43
Alex Emma fær að heita Alex Hin sex ára gamla Alex Emma fær nú löglega að bera nafn sitt eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur felldi úr gildi úrskurð mannanafnanefndar. Innlent 15. mars 2019 16:34
Ellefu dómarar munu sinna dómstörfum við Landsrétt Landsréttur hefur sent frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að ellefu dómarar munu sinna dómstörfum frá og með mánudeginum. Innlent 15. mars 2019 11:21
Umdeilt lögbannsmál gegn Stundinni tekið fyrir í Hæstarétti í dag Málflutningur í máli Glitnis HoldCo ehf. gegn útgáfufélaginu Stundinni og Reykjavík Media fer nú fram í Hæstarétti og hófst málflutningurinn klukkan níu. Innlent 15. mars 2019 10:36
Biðin eftir dómi gæti orðið löng Róbert Spanó, dómari við Mannréttindadómstól Evrópu, mun sitja í yfirdeild dómstólsins verði Landsréttarmálinu vísað þangað. Innlent 14. mars 2019 06:15
Dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að nauðga vinkonu sinni Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann til tveggja ára fangelsisvistar fyrir að hafa nauðgað vinkonu sinni í maí 2017. Innlent 12. mars 2019 21:22
Dómsmálaráðherra íhugar að vísa landsréttarmáli til Yfirdóms Dómsmálaráðherra segir ekki ástæðu til að hún segi af sér embætti vegna dóms Mannréttindadómstóls Evrópu sem þó kunni að hafa áhrif um alla Evrópu Innlent 12. mars 2019 18:45
Vantraust á dómsmálaráðherra óumflýjanlegt Formaður Samfylkingarinnar telur eðlilegt að dómsmálaráðherra segi af sér vegna Landsréttardóms Mannréttindadómstóls Evrópu. Hann segir óumflýjanlegt að lýsa yfir vantrausti á ráðherra. Formaður Viðreisnar segir réttarríkið í óvissu vegna dómsins og viðbragða dómsmálaráðherra við honum. Innlent 12. mars 2019 17:30
„Þetta á eftir að reynast okkur dýrt“ Ragnar Aðalsteinsson lögmaður telur það afar ólíklegt að Landsréttardómararnir fjórir, sem Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra skipaði í Landsrétt þvert á tillögur hæfnisnefndar, taki aftur þátt í dómsuppkvaðningu í Landsrétti. Innlent 12. mars 2019 12:15
Telja dómsmálaráðherra augljóslega hafa hunsað reglur Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, er talin hafa augljóslega hunsað gildandi reglur um skipan dómara þegar hún vék frá tillögum hæfnisnefndar um dómara við Landsrétt árið 2017. Innlent 12. mars 2019 10:28
Tjón af brennu tánings í Sandgerði metið tuttugu milljónir króna Héraðssaksóknari hefur höfðað mál gegn fjórum körlum á þrítugsaldri fyrir brennu, þjófnað og eignaspjöll í Sandgerði sunnudaginn 8. maí árið 2016. Innlent 12. mars 2019 09:00
Bíða dóms fyrir gróf brot gegn börnum sínum Aðalmeðferð í máli hjónanna frá Sandgerði sem ákærð eru fyrir gróf kynferðisbrot gegn börnum sínum lauk í Héraðsdómi Reykjaness nú fyrir helgi og er dóms að vænta á næstu vikum. Innlent 12. mars 2019 07:00
Framkvæmdastjóri ákærður fyrir niðurrif á Exeter-húsinu Héraðssaksóknari hefur höfðað mál á hendur öðrum af tveimur eigendum verktakafyrirtækisins Mannverk fyrir brot gegn lögum um menningarminjar og lögum um mannvirki. Innlent 11. mars 2019 15:49
Myndbandsupptaka sögð sýna R Kelly brjóta á ólögráða stúlkum Ekki hefur verið staðfest að Kelly sé maðurinn á upptökunni. Erlent 10. mars 2019 21:20
Fá bætur eftir að þau týndust í sjö tíma í vélsleðaferð á Langjökli Rekstrarfélag ferðaþjónustufyrirtækisins Mountaineers of Iceland var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmt til að greiða áströlsku hjónunum Gain og David Wilson tæpar 700 þúsund krónur í skaða- og miskabætur. Innlent 8. mars 2019 22:00
Nauðgunardómur mildaður í Landsrétti Karlmaður sem dæmdur var til tveggja ára fangelsisvistar vegna nauðgunar hefur fengið dóm sinn mildaðan í Landsrétti. Innlent 8. mars 2019 18:50
Einari „Boom“ dæmdar 7,5 milljónir í skaðabætur frá ríkinu Einari Marteinssyni, sem heitir fullu nafni Einar Ingi Marteinsson, var í dag dæmdar skaðabætur vegna máls hans gegn íslenska ríkinu. Innlent 8. mars 2019 17:27
Hafnar „þögninni sem viðbrögðum við heimilisofbeldi“ í orðsendingu úr fangelsinu Nara Walker, áströlsk kona sem afplánar nú dóm á Íslandi fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns, hefur sent frá sér orðsendingu í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna sem ber upp í dag. Innlent 8. mars 2019 07:50
Telur nafnbirtingar í málum vændiskaupenda ekki vera réttu leiðina Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki vera hrifinn af því að taka upp nafnbirtingar í málum vændiskaupenda þar sem oft séu fjölskyldur og börn í spilinu. Innlent 7. mars 2019 21:47
Tíðindalaust á sáttafundum í morgun Félagsdómur kveður upp dóm klukkan eitt í dag í kæru Samtaka atvinnulífsins á boðaðar verkfallsaðgerðir Eflingar sem ættu að óbreyttum að hefjast á morgun. Innlent 7. mars 2019 12:41
Jón Steinar rekur misræmi í dómum til valdabaráttu dómara Segir fráleitt að dæma mönnum sem ekki fengu embætti miskabætur en ekki konu sem sökuð var saklaus um manndráp af gáleysi. Innlent 7. mars 2019 10:07
Vilja nafngreina vændiskaupendur: „Eins og að kaupa pítsu að panta vændi“ Segjast ekki vilja samfélag þar sem framboð á vændi er yfirdrifið. Innlent 6. mars 2019 18:25
Segir það vekja óhug að ákæruvaldið krefjist fangelsis vegna friðsamlegra mótmæla Í málflutningsræðu Páls Bergþórssonar, verjanda Jórunnar Eddu Helgadóttur, kom hann á framfæri alvarlegum athugasemdum við kæru ákæruvaldsins í aðalmeðferð íslenska ríkisins gegn Jórunni og Ragnheiði Freyju Kristínardóttur. Innlent 6. mars 2019 17:38
Segir lögreglu hafa haft ánægju af því að pína sig Aðalmeðferð í máli gegn tveimur konum sem reyndu að koma í veg fyrir brottvísun hælisleitanda með því að reyna að stöðva brottför flugvélar Icelandair þann 26. maí 2016 fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Innlent 6. mars 2019 14:00