Tíminn verði að leiða í ljós hvað verði um dómarana fjóra Margrét Helga Erlingsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 18. mars 2019 20:32 Tíminn verður að leiða í ljós hvað verður um dómarana fjóra sem skipaðir voru þvert á hæfnisnefnd við Landsrétt. Þetta segir nýskipaður dómsmálaráðherra Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir sem vill skoða hvað valkostir séu í stöðunni. Hún segist enn þá vera þeirrar skoðunar að mikilvægt sé að láta reyna á þau sjónarmið sem haldið var uppi fyrir Mannréttindadómstól Evrópu og vísa málinu til yfirdeildarinnar. „Þetta er snúnara af því að þetta snýr að þrígreiningu ríkisvalds og ekki viljum við leggja til einhverja lausn sem á endanum er ekki lausn heldur einhver frekari flækja,“ segir Þórdís. Hún getur ekki sagt til um það hversu langan tíma það mun taka fyrir stjórnvöld að ákveða hvort áfrýjað verði til yfirdeildar eður ei. „Án þess að gera lítið úr þeirri stöðu sem upp er komin þá er það ekki þannig að það sé allt í frosti,“ segir Þórdís aðspurð um stöðuna í Landsrétti. Landsréttur tók aftur til starfa í dag en þeir fjórir dómarar sem voru skipaðir þvert á lista hæfisnefndar munu ekki starfa við réttinn að svo stöddu. Katrín sagði að mögulega þyrftu Alþingismenn að vera undir það búnir að samþykkja á næstunni fjölgun dómara við Landsrétt til að tryggja eðlilegt starfsumhverfi dómstólsins. Forsætisráðherra tók Landsréttarmálið fyrir á Alþingi í dag. Vísir/Vilhelm Í ræðu sinni á Alþingi í dag sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, að líklega yrði kallaður til erlendur sérfræðingur til að fara nánar yfir málið með henni og dómsmálaráðherra og skoða það ítarlega hvort tilefni væri til þess að láta á það reyna hvort yfirdeild MDE myndi taka málið fyrir. „Ég segi að við eigum að taka úrskurðinn alvarlega en við eigum líka að gefa okkur svigrúm til að reifa sjónarmið dómsins, við eigum að reifa sjónarmiðin í minnihlutaálitinu og við eigum ekki að hleypa þessari umræðu í pólitískar skotgrafir,“ sagði forsætisráðherra á Alþingi í dag. Alþingi Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Bein útsending: Viðbrögð stjórnvalda við dómi Mannréttindadómstóls Evrópu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun flytja munnlega skýrslu um viðbrögð stjórnvalda við dómi Mannréttindadómstóls Evrópu vegna skipanar dómara við Landsrétt. 18. mars 2019 13:30 „Við eigum ekki að hleypa þessari umræðu í pólitískar skotgrafir“ Forsætisráðherra flutti munnlega skýrslu um viðbrögð stjórnvalda við dómi MDE. 18. mars 2019 15:15 Forseti Landsréttar samþykkti ekki bókun dómstólasýslunnar Forseti Landsréttar samþykkti ekki bókun stjórnar dómstólasýslunnar á föstudag um fjölgun dómara í Landsrétti eftir dóm Mannréttindadómstóls Evrópu um ólöglega skipan dómara í réttinn. 18. mars 2019 12:00 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Sjá meira
Tíminn verður að leiða í ljós hvað verður um dómarana fjóra sem skipaðir voru þvert á hæfnisnefnd við Landsrétt. Þetta segir nýskipaður dómsmálaráðherra Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir sem vill skoða hvað valkostir séu í stöðunni. Hún segist enn þá vera þeirrar skoðunar að mikilvægt sé að láta reyna á þau sjónarmið sem haldið var uppi fyrir Mannréttindadómstól Evrópu og vísa málinu til yfirdeildarinnar. „Þetta er snúnara af því að þetta snýr að þrígreiningu ríkisvalds og ekki viljum við leggja til einhverja lausn sem á endanum er ekki lausn heldur einhver frekari flækja,“ segir Þórdís. Hún getur ekki sagt til um það hversu langan tíma það mun taka fyrir stjórnvöld að ákveða hvort áfrýjað verði til yfirdeildar eður ei. „Án þess að gera lítið úr þeirri stöðu sem upp er komin þá er það ekki þannig að það sé allt í frosti,“ segir Þórdís aðspurð um stöðuna í Landsrétti. Landsréttur tók aftur til starfa í dag en þeir fjórir dómarar sem voru skipaðir þvert á lista hæfisnefndar munu ekki starfa við réttinn að svo stöddu. Katrín sagði að mögulega þyrftu Alþingismenn að vera undir það búnir að samþykkja á næstunni fjölgun dómara við Landsrétt til að tryggja eðlilegt starfsumhverfi dómstólsins. Forsætisráðherra tók Landsréttarmálið fyrir á Alþingi í dag. Vísir/Vilhelm Í ræðu sinni á Alþingi í dag sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, að líklega yrði kallaður til erlendur sérfræðingur til að fara nánar yfir málið með henni og dómsmálaráðherra og skoða það ítarlega hvort tilefni væri til þess að láta á það reyna hvort yfirdeild MDE myndi taka málið fyrir. „Ég segi að við eigum að taka úrskurðinn alvarlega en við eigum líka að gefa okkur svigrúm til að reifa sjónarmið dómsins, við eigum að reifa sjónarmiðin í minnihlutaálitinu og við eigum ekki að hleypa þessari umræðu í pólitískar skotgrafir,“ sagði forsætisráðherra á Alþingi í dag.
Alþingi Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Bein útsending: Viðbrögð stjórnvalda við dómi Mannréttindadómstóls Evrópu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun flytja munnlega skýrslu um viðbrögð stjórnvalda við dómi Mannréttindadómstóls Evrópu vegna skipanar dómara við Landsrétt. 18. mars 2019 13:30 „Við eigum ekki að hleypa þessari umræðu í pólitískar skotgrafir“ Forsætisráðherra flutti munnlega skýrslu um viðbrögð stjórnvalda við dómi MDE. 18. mars 2019 15:15 Forseti Landsréttar samþykkti ekki bókun dómstólasýslunnar Forseti Landsréttar samþykkti ekki bókun stjórnar dómstólasýslunnar á föstudag um fjölgun dómara í Landsrétti eftir dóm Mannréttindadómstóls Evrópu um ólöglega skipan dómara í réttinn. 18. mars 2019 12:00 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Sjá meira
Bein útsending: Viðbrögð stjórnvalda við dómi Mannréttindadómstóls Evrópu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun flytja munnlega skýrslu um viðbrögð stjórnvalda við dómi Mannréttindadómstóls Evrópu vegna skipanar dómara við Landsrétt. 18. mars 2019 13:30
„Við eigum ekki að hleypa þessari umræðu í pólitískar skotgrafir“ Forsætisráðherra flutti munnlega skýrslu um viðbrögð stjórnvalda við dómi MDE. 18. mars 2019 15:15
Forseti Landsréttar samþykkti ekki bókun dómstólasýslunnar Forseti Landsréttar samþykkti ekki bókun stjórnar dómstólasýslunnar á föstudag um fjölgun dómara í Landsrétti eftir dóm Mannréttindadómstóls Evrópu um ólöglega skipan dómara í réttinn. 18. mars 2019 12:00