Ákærð fyrir störf á kaffihúsi á Hvammstanga 26 ára kona frá Úkraínu hefur verið ákærð fyrir að hafa starfað á kaffihúsinu Hlöðunni á Hvammstanga án þess að hafa til þess tilskilið atvinnuleyfi. Innlent 24. október 2019 13:00
Lögðu á Lækjartorgi til að geta rokið í útköll Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu gerir ekki athugasemd við að fimm lögreglubílum hafi verið lagt fyrir utan húsakynni Héraðsdóms Reykjavíkur við Lækjartorg í gær. Innlent 24. október 2019 08:45
NPA-aðstoðin orðin hindrun Aðalmeðferð fór fram í máli Freyju Haraldsdóttur gegn Barnaverndarstofu í Hæstarétti í gær. Í málinu er tekist á um rétt Freyju til að sitja námskeið þar sem hæfni umsækjenda um fósturforeldri er metin. Innlent 24. október 2019 06:00
„Algjör stjörnuleikur“ Ingibjargar hafi sýnt fram á mikilvægi hins umtalaða samnings Már Guðmundsson, fyrrverandi Seðlabankastjóri sem gerði samninginn umtalaða við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits hjá bankanum, segir samninginn alls ekki óeðlilegan. Innlent 23. október 2019 21:00
Réðst að sambýlismanni sínum vopnuð tveimur hnífum Kona hefur verið dæmd í sex mánaða fangelsi, þar af eru þrír mánuðir skilorðsbundnir, fyrir að hafa ráðist á sambýlismann sinn vopnuð tveimur eldhúshnífum í júlí árið 2017. Konan sagðist iðrast gjörða sinna mjög. Innlent 23. október 2019 19:17
Verktaki ákærður fyrir stórfelld skattsvik Engilbert Runólfsson sem hefur verið umsvifamikill verktaki á Akranesi hefur verið ákærður fyrir stórfelld skattsvik og peningaþvætti. Félag sem hann hefur verið í forsvari fyrir hyggur meðal annars á milljarða framkvæmdir við hótel og verslunarkjarna á Akranesi. Innlent 23. október 2019 19:00
Gripinn með mikið magn barnakláms í Hafnarfirði en sleppur við fangelsi Karlmaður á sextugsaldri hefur verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot. Var hann ákærður fyrir að hafa haft í vörslum sínum um þúsund ljósmyndir og annað eins af myndskeiðum sem sýndu börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt. Innlent 23. október 2019 15:49
Grunaður um gróf brot gegn kærustu á malarplani í grennd við Egilsstaði Karlmaður hefur verið ákærður af héraðssaksóknara fyrir nauðgun, frelsissviptingu og stórfellt brot í nánu sambandi með því að hafa föstudagskvöld í júní 2018 og inn í nóttina brotið á fyrrverandi kærustu sinni. Innlent 23. október 2019 15:30
Önnur úrræði talin fullreynd þegar lögreglumaður ýtti bíl út af Dómari taldi ákvörðun lögreglumanns um að þvinga ölvaðan ökumanna út af veginum í fyrra eðlilega miðað við aðstæður. Lögreglumaðurinn var sýknaður af ákæru um brot í starfi. Innlent 23. október 2019 11:28
Bjarni Ólafur segist hafa orðið „stúmm“ þegar ákæra barst Lögreglumaðurinn Bjarni Ólafur Magnússon var sýknaður af ákæru um brot í starfi í morgun. Innlent 23. október 2019 10:16
Fagnaðarlæti í dómsal þegar lögreglumaður var sýknaður Lögreglumaður hefur verið sýknaður af ákæru um brot í starfi. Innlent 23. október 2019 09:15
Sakborningar skulu víkja úr sal í amfetamínsmálinu Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fallist á kröfu saksóknara í umfangsmiklu fíkniefnamáli þess efnis að sakborningar gæfu skýrslu hver fyrir sig við aðalmeðferð málsins. Úrskurður þess efnis var kveðinn upp í morgun. Saksóknari gerði kröfuna til að koma í veg fyrir að ákærðu gætu samræmt frásögn sína. Innlent 23. október 2019 09:12
Dæmdir fyrir peningaþvætti og kannabisræktun en komu undan stærstum hluta gróðans Tveir karlmenn á Austfjörðum hafa verið dæmdir í tíu mánaða fangelsi, skilorðsbundið að stærstum hluta, fyrir ræktun á kannabisplöntum, sölu og dreifingu á fíkniefnum og peningaþvætti. Innlent 23. október 2019 09:00
Vill afnema refsingu fyrir óvirðingu fánans Dómsmálaráðherra lagði fram lagafrumvarp um bætur vegna ærumeiðinga á Alþingi í gær. Innlent 23. október 2019 06:00
Húsfélag fær 27 milljónir í skaðabætur Fasteignafélagið FM-hús hefur verið dæmt til að greiða Húsfélaginu Norðurbakka 1-3 í Hafnarfirði 27, 3 milljónir í skaðabætur fyrir að hafa ekki staðið við samning um lokafrágang á sameign fjöleignarhússins. Húsfélagið krafðist þess að fá greiddar 43 milljónir króna. Innlent 22. október 2019 18:30
Grunaður um að berja, nauðga og rista kærustu sína á læri Verður áfram í gæsluvarðhaldi grunaður um að taka kærustuna hálstaki svo hún missti meðvitund. Innlent 22. október 2019 16:38
Leituðu aldrei afstöðu Ingibjargar til beiðni blaðamannsins Seðlabanki Íslands byggði stefnu sína gegn Ara Brynjólfssyni, blaðamanns Fréttablaðsins, m.a. á því að "sanngjarnt væri og eðlilegt“ að fjárhagsmálefni Ingibjargar Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans, færu leynt. Innlent 21. október 2019 16:28
Hluthafi höfðar mál gegn móðurfélagi FlyOver Iceland Hollenska félagið This is City Attractions hefur stefnt Esju Attractions móðurfélagi FlyOver Iceland sem býður upp á sýndarflugferð yfir stórbrotna náttúru Íslands. Viðskipti innlent 20. október 2019 22:47
Lýsir viðhorfum hins opinbera til blaðamanna Hagsmunir almennings af því að efni námssamnings Seðlabanka Íslands við lykilstarfsmann hans, verði gert opinbert eru ríkari en hagsmunir bankans og starfsmannsins af því að efni hans fari leynt. Innlent 19. október 2019 08:00
Prófessor telur ólíklegt að breyting á nauðgunarákvæði hegningarlaga nái fram fleiri sakfellingum Sakfellt hefur verið í sextán málum af tuttugu og einu þar sem ákært var fyrir nauðgun síðan Landsréttur tók til starfa þann 1. janúar í fyrra Innlent 18. október 2019 20:45
Bótamáli sparifjáreigenda gegn Hreiðari Má og Ólafi vísað frá dómi Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í dag skaðabótamálum Samtaka sparifjáreigenda frá dómi, sem þau höfðuðu vegna hruns Kaupþings og annarra mála því tengdu. Málin höfðuðu samtökin gegn Hreiðari Má Sigurðssyni og Ólafi Ólafssyni og kröfðu þau hvorn þeirra um 900 milljónir króna í skaðabætur. Innlent 18. október 2019 17:56
Afi í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir ítrekuð brot gegn barnabarni sínu Landsréttur hefur staðfest þriggja og hálfs árs fangelsi yfir karlmanni fyrir að hafa ítrekað brotið kynferðislega gegn barnabarni sínu. Brotin voru framin er drengurinn var níu til tólf ára á árunum 2010 til 2013. Innlent 18. október 2019 16:14
Litla Hraun hafi verið í heljargreipum Annþórs og Barkar Íslenska ríkið hafnaði 64 milljóna bótakröfu Annþórs Kristjáns Karlssonar. Innlent 18. október 2019 13:26
Ætla mögulega að óska eftir gögnunum í dag Lögmaður Ara Brynjólfssonar, blaðamanns Fréttablaðsins, mun mögulega fara fram á það í dag að Seðlabankinn afhendi Ara gögn um starfslokasamning Ingibjargar Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans. Innlent 18. október 2019 12:53
Seðlabankinn dæmdur til að láta blaðamanninn hafa upplýsingarnar Seðlabanki Íslands var í Héraðsdómi Reykjaness í morgun dæmdur til að afhenda Ara Brynjólfssyni, blaðamanni Fréttablaðsins, upplýsingar um starfslokasamning sem Már Guðmundsson, þáverandi Seðlabankastjóri, gerði við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans. Innlent 18. október 2019 09:34
Dæmt í máli Seðlabankans Dómur verður kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í dag í máli Seðlabanka Íslands gegn Ara Brynjólfssyni, blaðamanni Fréttablaðsins. Innlent 18. október 2019 06:30
Lögmaður Skúla svarar Sveini Andra fullum hálsi Segir Svein Andra í nauðvörn og vilji snúa vörn í sókn með vafasömum yfirlýsingum. Innlent 17. október 2019 13:25
Tafir við málsmeðferð milduðu dóminn yfir Árna Gils Dómur féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær yfir Árna Gils Hjaltasyni. Árni var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps. Málið hefur lengi dvalið í dómskerfinu og hefur í tvígang fallið dómur yfir Árna, fyrst árið 2017. Í fyrstu atrennu ómerkti Hæstiréttur hins vegar dóm héraðsdóms og vísaði málinu aftur heim í hérað. Innlent 16. október 2019 18:23
„Að sjálfsögðu á ég fyrir því“ Sveinn Andri Sveinsson mun endurgreiða hundrað milljónir en þar með er ekki öll sagan sögð. Innlent 16. október 2019 15:37
Steig óvænt fram og lýsti ábyrgð á allri amfetamínframleiðslunni í Borgarfirði Karlmaður nokkur hefur stigið fram og lýst yfir ábyrgð á amfetamínframleiðslu í sumarbústað í Borgarfirði. Um er að ræða umfangsmikið mál sem komið er til kasta dómstóla. Innlent 16. október 2019 15:19