Lögðu á Lækjartorgi til að geta rokið í útköll Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. október 2019 08:45 Lögreglubílarnir fimm vöktu athygli vegfarenda í miðborginni í gær, enda ekki ætlast til þess að bílum sé lagt á Lækjartorgi. Vísir/kjartan Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu gerir ekki athugasemd við að fimm lögreglubílum hafi verið lagt fyrir utan húsakynni Héraðsdóms Reykjavíkur við Lækjartorg í gær. Þar höfðu tugir lögreglumanna safnast saman til að sýna starfsbróður sínum stuðning, sem sýknaður var af ákæru um brot í starfi. Útkallsbílunum fimm var lagt á göngusvæðið á Lækjartorgi meðan dómsuppkvaðning stóð yfir. Þar er alla jafna ólöglegt að leggja bífreiðum, að frátöldum veitingavögnum sem hafa til þess tilskilin leyfi. Samkvæmt 108 grein umferðarlaga er óheimil „stöðvun eða lagning ökutækis á gangstétt, gangstíg, umferðareyjum og svipuðum stöðum,“ og nemur sektin við brotinu 20 þúsund krónum. Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri.Vísir/vilhelmSigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Morgunblaðið í dag að hún telji bílunum hafa verið lagt með þessum hætti til að bregðast við hugsanlegum útköllum. Gerð sé krafa um að lögreglumenn geti brugðist fljótt við þegar kallið kemur. Margir þeirra lögreglumanna sem mættu í héraðsdóm hafi verið á vakt á sama tíma og þeir hlýddu á dómsuppkvaðninguna yfir kollega sínum. Þeir hafi verið búnir talstöðvum og því hafi verið hægt að ná í þá. Sigríður segir því engar athugasemdir hafa verið gerðar við mætingu lögreglumannanna. „Á meðan þú ert með talstöðina og ert ekki að vanrækja skyldur þínar,“ segir Sigríður í samtali við Morgunblaðið og bætir við að dómsuppsaga taki alla jafna ekki langan tíma. Dómsuppsaga gærdagsins tók um 10 mínútur. Auk lögreglubílanna fimm vakti talsverða athygli að lögreglumennirnir í dómsalnum voru klæddir í einkennisbúninga sína. Það mega þeir aðeins gera ef þeir eru við skyldustörf. Sigríður Björk segist þó ekki geta útilokað að einhverjir þessara lögreglumanna hafi verið á frívakt, án þess þó að vita til þess að nokkur þeirra hafi brotið reglur um einkennisklæðnað. Dómsmál Lögreglan Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir Fagnaðarlæti í dómsal þegar lögreglumaður var sýknaður Lögreglumaður hefur verið sýknaður af ákæru um brot í starfi. 23. október 2019 09:15 Önnur úrræði talin fullreynd þegar lögreglumaður ýtti bíl út af Dómari taldi ákvörðun lögreglumanns um að þvinga ölvaðan ökumanna út af veginum í fyrra eðlilega miðað við aðstæður. Lögreglumaðurinn var sýknaður af ákæru um brot í starfi. 23. október 2019 11:28 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Sjá meira
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu gerir ekki athugasemd við að fimm lögreglubílum hafi verið lagt fyrir utan húsakynni Héraðsdóms Reykjavíkur við Lækjartorg í gær. Þar höfðu tugir lögreglumanna safnast saman til að sýna starfsbróður sínum stuðning, sem sýknaður var af ákæru um brot í starfi. Útkallsbílunum fimm var lagt á göngusvæðið á Lækjartorgi meðan dómsuppkvaðning stóð yfir. Þar er alla jafna ólöglegt að leggja bífreiðum, að frátöldum veitingavögnum sem hafa til þess tilskilin leyfi. Samkvæmt 108 grein umferðarlaga er óheimil „stöðvun eða lagning ökutækis á gangstétt, gangstíg, umferðareyjum og svipuðum stöðum,“ og nemur sektin við brotinu 20 þúsund krónum. Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri.Vísir/vilhelmSigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Morgunblaðið í dag að hún telji bílunum hafa verið lagt með þessum hætti til að bregðast við hugsanlegum útköllum. Gerð sé krafa um að lögreglumenn geti brugðist fljótt við þegar kallið kemur. Margir þeirra lögreglumanna sem mættu í héraðsdóm hafi verið á vakt á sama tíma og þeir hlýddu á dómsuppkvaðninguna yfir kollega sínum. Þeir hafi verið búnir talstöðvum og því hafi verið hægt að ná í þá. Sigríður segir því engar athugasemdir hafa verið gerðar við mætingu lögreglumannanna. „Á meðan þú ert með talstöðina og ert ekki að vanrækja skyldur þínar,“ segir Sigríður í samtali við Morgunblaðið og bætir við að dómsuppsaga taki alla jafna ekki langan tíma. Dómsuppsaga gærdagsins tók um 10 mínútur. Auk lögreglubílanna fimm vakti talsverða athygli að lögreglumennirnir í dómsalnum voru klæddir í einkennisbúninga sína. Það mega þeir aðeins gera ef þeir eru við skyldustörf. Sigríður Björk segist þó ekki geta útilokað að einhverjir þessara lögreglumanna hafi verið á frívakt, án þess þó að vita til þess að nokkur þeirra hafi brotið reglur um einkennisklæðnað.
Dómsmál Lögreglan Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir Fagnaðarlæti í dómsal þegar lögreglumaður var sýknaður Lögreglumaður hefur verið sýknaður af ákæru um brot í starfi. 23. október 2019 09:15 Önnur úrræði talin fullreynd þegar lögreglumaður ýtti bíl út af Dómari taldi ákvörðun lögreglumanns um að þvinga ölvaðan ökumanna út af veginum í fyrra eðlilega miðað við aðstæður. Lögreglumaðurinn var sýknaður af ákæru um brot í starfi. 23. október 2019 11:28 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Sjá meira
Fagnaðarlæti í dómsal þegar lögreglumaður var sýknaður Lögreglumaður hefur verið sýknaður af ákæru um brot í starfi. 23. október 2019 09:15
Önnur úrræði talin fullreynd þegar lögreglumaður ýtti bíl út af Dómari taldi ákvörðun lögreglumanns um að þvinga ölvaðan ökumanna út af veginum í fyrra eðlilega miðað við aðstæður. Lögreglumaðurinn var sýknaður af ákæru um brot í starfi. 23. október 2019 11:28