Bikardrottningin og bikarkóngurinn draga í Maltbikarnum | Fylgist með hverjir mætast Tveir sigursælustu leikmennirnir í sögu bikarkeppni KKÍ, þau Anna María Sveinsdóttir og Teitur Örlygsson, munu sjá um að draga í undanúrslitin hjá körlum og konum en dregið verður klukkan 13.00. Körfubolti 17. janúar 2017 12:59
Opnaði sig um kvíðann og veikindin: „Vissi ég ekki hvað ég hét, mér leið svo illa“ Körfuboltakonan Lovísa Falsdóttir segir frá veikindum sínum en hún hefur glímt við mikinn kvíða og vanlíðan að undanförnu. Körfubolti 15. janúar 2017 13:30
Keflavíkurstelpurnar brunuðu í Höllina á undan öllum öðrum Kvennalið Keflavíkur varð í dag fyrsta liðið til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitum Maltbikarsins en að þessu sinni munu undanúrslitin fara fram í Laugardalshöllinni og í sömu viku og úrslitleikurinn. Körfubolti 14. janúar 2017 17:38
Umfjöllun: Snæfell - Skallagrímur 67-80 | Borgnesingar upp fyrir meistarana Skallagrímur gerði góða ferð í Hólminn og vann 17 stiga sigur á Snæfelli, 67-80, í 15. umferð Domino's deildar kvenna í kvöld. Körfubolti 11. janúar 2017 22:30
Fjórði sigur Stjörnunnar í röð | Alvöru Kanaslagur á Hlíðarenda Heil umferð fór fram í Domino's deild kvenna í körfubolta í kvöld. Körfubolti 11. janúar 2017 21:14
Tyson-Thomas dró Njarðvíkurvagninn í sigri á Haukum | Myndir Njarðvík vann Hauka með minnsta mun, 73-74, þegar liðin mættust í lokaleik 14. umferðar Domino's deildar kvenna í kvöld. Körfubolti 8. janúar 2017 21:22
Umfjöllun og myndir: Keflavík - Snæfell 66-73 | Snæfell vann toppslaginn Snæfell gerði góða ferð til Keflavíkur og vann sjö stiga sigur, 66-73, á heimakonum í uppgjöri toppliðanna í Domino's deild kvenna í dag. Körfubolti 7. janúar 2017 19:15
Fjórði sigur Stjörnunnar í röð | Sigrún Sjöfn öflug í sigri Skallagríms Fjórtánda umferð Domino's deildar kvenna í körfubolta hófst í dag með þremur leikjum. Körfubolti 7. janúar 2017 18:26
Pálína í ótímabundið leyfi og verður ekki með í toppslagnum í dag Íslandsmeistarar Snæfells heimsækja topplið Domino´s deildar kvenna í dag í stórleik dagsins í körfuboltanum. Þær verða þó ekki með fullt lið í Sláturhúsinu í dag. Körfubolti 7. janúar 2017 10:00
Grindvíkingar fengu ekki góða áramótagjöf frá kananum sínum | „Vonandi blessun í dulargervi“ Kvennaliði Grindavíkur gekk ekki vel í fyrri hluta Domino´s deildarinnar og ekki fór jólafríið heldur vel með liðið. Liðið mætir til leiks bæði án bandarísks leikmanns og aðalþjálfara í fyrsta leik á nýju ári. Körfubolti 3. janúar 2017 15:20
Leikstjórnandi Njarðvíkinga dúxinn í Fjölbrautaskóla Suðurnesja Björk Gunnarsdóttir er lykilmaður hjá nýliðum Njarðvíkur sem hafa komið mörgum á óvart með flottri frammistöðu í Domino´s deild kvenna í körfubolta. Körfubolti 30. desember 2016 11:15
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Haukar 68-65 | Stjarnan vann nágrannaslaginn Stjarnan vann þriðja leik sinn í röð í Dominos-deild kvenna í körfubolta 68-65 gegn Haukum í kvöld en með sigrinum eru Stjörnukonur komnar með gott forskot á Val og Njarðvík í fjórða sæti. Körfubolti 17. desember 2016 19:15
Dramatík í Stykkishólmi Snæfell og Skallagrímur unnu góða sigra í Dominos-deild kvenna, en þrír leikir voru í deildinni í dag. Körfubolti 17. desember 2016 17:33
Hlynur og Tyson-Thomas best í fyrri hluta Domino´s-deildanna Tindastóll á tvo í úrvalsliði karla en Keflavík sópaði að sér verðlaunum í kvennaflokki. Körfubolti 16. desember 2016 23:30
Keflavík með sex stiga forskot | Myndir Keflavíkurstúlkur fara inn í jólin með huggulegt forskot á toppi Dominos-deildar kvenna. Körfubolti 16. desember 2016 19:34
Ekki hægt að fá mikið betri viðurkenningu Gunnhildur Gunnarsdóttir, fyrirliði Snæfells og íslenska landsliðsins, var valin Körfuknattleikskona ársins 2016 af KKÍ. Hún rauf þar með 11 ára einokun Helenu Sverrisdóttur á þessum titli. Hún vill sjá Snæfell spila betur á næsta ári Körfubolti 14. desember 2016 06:00
Körfuboltakvöld: Framlengingin Framlengingin er fastur liður í Domino's Körfuboltakvöldi. Körfubolti 11. desember 2016 22:30
Haukar engin fyrirstaða fyrir Skallagrím Skallagrímur kjöldró Hauka þegar liðin mættust í lokaleik 12. umferðar Domino's deildar kvenna í körfubolta í kvöld. Lokatölur 38-74, Skallagrími í vil. Körfubolti 11. desember 2016 21:04
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Snæfell 60-52 | Garðbæingar lögðu meistarana Stjarnan gerði sér lítið fyrir og vann átta stiga sigur, 60-52, á Íslands- og bikarmeisturum Snæfells í Ásgarði í 12. umferð Domino's deildar kvenna í dag. Körfubolti 10. desember 2016 18:45
Keflavík komið með fjögurra stiga forskot á toppnum | Góður sigur Vals Keflavík er komið með fjögurra stiga forskot á toppi Domino's deildar kvenna eftir leiki dagsins. Körfubolti 10. desember 2016 18:22
Umfjöllun og viðtöl: Skallagrímur - Keflavík 55-68 | Góður varnarleikur skilaði Keflavík sigrinum Keflavíkurkonur héldu sigurgöngu sinni áfram í Dominos-deild kvenna en þær náðu tveggja stiga forskoti á toppi Dominos-deildar kvenna í dag með 68-55 sigri á Skallagrím í Borgarnesi. Körfubolti 3. desember 2016 19:45
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Skallagrímur 61-72 | Skelfileg byrjun Borgnesinga kom ekki að sök Þrátt fyrir skelfilega byrjun náði Skallagrímur að knýja fram sigur gegn Grindavík á útivelli í Domino's deild kvenna í körfubolta í kvöld. Lokatölur 61-72, Skallagrími í vil. Körfubolti 30. nóvember 2016 22:30
Hallveig tók yfir í framlengingunni | Þriðji 50 stiga leikur Tyson-Thomas Heil umferð fór fram í Domino's deild kvenna í körfubolta í kvöld. Allir fjórir leikirnir unnust á útivelli. Körfubolti 30. nóvember 2016 21:30
Sú stigahæsta í deildinni spilar í kvöld sinn fyrsta leik í 24 daga Hin frábæra Carmen Tyson-Thomas spilar með Njarðvík á móti Stjörnunni í tíundu umferð Domino´s deildar kvenna í körfubolta í kvöld. Körfubolti 30. nóvember 2016 13:53
Carmen Tyson Thomas telur niður dagana þar til að hún fær íslenskan ríkisborgararétt Carmen Tyson Thomas, langstigahæsti leikmaður Domino´s deildar kvenna í körfubolta, hefur sett stefnuna á það að spila með íslenska landsliðinu í framtíðinni. Körfubolti 21. nóvember 2016 15:30
Fanney Lind til Skallagríms: Á nokkrar mjög góðar vinkonur í liðinu Kvennalið Skallagríms hefur fengið mjög góðan liðstyrk fyrir átökin í Domino´s deild kvenna en Fanney Lind Thomas hefur ákveðið að spila með Skallagrím það sem eftir er af tímabilinu. Körfubolti 17. nóvember 2016 15:39
Keflvíkingar hvolfdu bátnum þegar þeir rugguðu honum í fyrra Keflavík er við hlið Snæfells á toppi Domino´s deildar kvenna í körfubolta eftir fyrstu níu umferðirnar. Engu að síður ákvað stjórnin í Keflavík að reka bandaríska leikmann liðsins. Körfubolti 16. nóvember 2016 17:30
Gunnhildur fer með til Slóvakíu | Ívar valdi bæði Emelíu Ósk og Thelmu Dís Ívar Ásgrímsson, landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta, hefur valið þá tólf leikmenn sem fara til Slóvakíu í fyrramálið og mæta heimastúlkum í undankeppni EM á laugardaginn. Körfubolti 16. nóvember 2016 13:30
Kanaskipti hjá Keflavík Lið Keflavíkur í Domino's deild kvenna hefur skipt um bandarískan leikmann. Körfubolti 15. nóvember 2016 18:04