Komu saman vegna þrjátíu ára afmælis Pulp Fiction Það vantaði ekki stórstjörnurnar þegar haldið var upp á að þrjátíu ár væru í ár liðin frá frumsýningu kvikmyndarinnar Pulp Fiction, eða Reyfara eins og myndin var nefnd á íslansku. Margir aðalleikara myndarinnar söfnuðust af því tilefni saman sérstökum viðburði TCM Classic Film Festival í í Chinese Theatre í Los Angeles í gær. Bíó og sjónvarp 19. apríl 2024 10:39
Á slóðum Arabíu Lárens með Anthony Hopkins Guðmundur Ingi Þorvaldsson leikari er nýlega kominn heim frá Ouarzazete í Marokkó þar sem hann dvaldi í tvo mánuði fyrr á þessu ári við tökur á stórmyndinni Mary. Hann segist þakklátur fyrir tækifærið og ekki síst að fá að leika á móti einum þekktasta leikara samtímans, Sir Anthony Hopkins en þeim er vel til vina eftir verkefnið. Bíó og sjónvarp 19. apríl 2024 07:00
Keanu Reeves mun leika helsta keppinaut Sonic Kanadíski leikarinn Keanu Reeves mun fara með hlutverk í þriðju myndinni um tölvuleikjapersónuna Sonic the Hedgehog. Hann mun talsetja einn helsta keppinaut Sonic, sem ber heitið Shadow. Bíó og sjónvarp 16. apríl 2024 15:42
Fyrsta plakatið og önnur kitlan úr Snertingu Snerting, nýjasta kvikmynd Baltasars Kormáks, verður frumsýnd á Íslandi 29. maí næstkomandi. Önnur kitlan úr myndinni er komin í loftið. Bíó og sjónvarp 16. apríl 2024 13:46
Þurfum við að tala um endó? Endósamtökin og Silfra Productions frumsýna í dag, þriðjudaginn 16. apríl, nýja íslenska heimildarmynd um endómetríósu. Myndin er sýnd í Bíó Paradís og heitir: Tölum um endó. Þóra Karítas Árnadóttir leikstýrir myndinni. Skoðun 16. apríl 2024 09:02
„Stundum þarf enga bévítans heimild“ Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid veittu verðlaun í flokknum Heimildamynd ársins á Edduverðlaunahátíðinni í gærkvöldi. Guðni notaði tækifærið og impraði á mikilvægi þess að geta heimilda og að hafa eitthvað fyrir sér. Eliza sagði hann yfirleitt skemmtilegri en þetta á laugardagskvöldum. Lífið 14. apríl 2024 14:28
Hámhorfið: Hvað eru landsliðskonur í knattspyrnu að horfa á? Sunnudagar eru uppáhalds dagar sumra sem njóta þess til dæmis að sofa út og kveikja svo á sjónvarpinu. Með offramboði af streymisveitum, þáttaseríum og kvikmyndum gætu sumir þó veigrað sér frá því að kveikja á imbanum sökum valkvíða. Lífið á Vísi heldur áfram að taka púlsinn á fjölbreyttum hópi fólks í Hámhorfinu þar sem ýmsar hugmyndir af sjónvarpsglápi koma fram. Bíó og sjónvarp 14. apríl 2024 12:31
Á ferð með mömmu hlaut níu Eddur Kvikmyndin Á ferð með mömmu hlaut alls níu Eddur þegar á verðlaunafhending á vegum Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademían fór fram við hátíðlega athöfn í gærkvöldi. Myndin hlaut meðal annars verðlaun fyrir leikstjórn, handrit, leikara og leikkonu í aðalhlutverki, auk þess að hreppa eftirsótta titilinn kvikmynd ársins. Menning 14. apríl 2024 08:09
Fylgdi Mari Jaersk á æskuslóðir: „Hann stakk hníf inn í lungun á pabba tvisvar“ „Mari er ein áhugaverðasta manneskja sem ég hef hitt á ævinni,” segir Sigrún Ósk Kristjánsdóttir sem er að leggja lokahönd á heimildarmynd um ofurhlauparann Mari Jaersk sem verður sýnd á Stöð 2 þann 1. maí næstkomandi, en Vísir frumsýnir hér fyrstu stikluna úr myndinni. Bíó og sjónvarp 12. apríl 2024 11:45
Rowling enn bitur út í Harry Potter-stjörnurnar Joanne Rowling, höfundur bókanna um galdradrenginn Harry Potter, er fjarri því búin að fyrirgefa aðalleikurunum úr kvikmyndunum um Potter fyrir að vera ósammála henni um trans fólk. Hún heldur áfram að lýsa trans fólki sem hættulegu konum. Bíó og sjónvarp 11. apríl 2024 23:13
Frumsýning á Vísi: Fyrsta kitlan úr Snertingu Snerting, nýjasta kvikmynd Baltasars Kormáks, verður frumsýnd á Íslandi 29. maí næstkomandi. Myndin er byggð á samnefndri skáldsögu Ólafs Jóhanns Ólafssonar, sem var mest selda bókin á Íslandi árið 2020 og hlaut mikið lof gagnrýnenda. Bíó og sjónvarp 11. apríl 2024 13:14
Bridget Jones 4 kemur út á næsta ári Fjórða myndin um hina seinheppnu en elskulegu Bridget Jones fer brátt í framleiðslu. Áætlað er að myndin verði sýnd í kvikmyndahúsum í Bandaríkjunum á sjálfan Valentínusardag strax á næsta ári. Bíó og sjónvarp 10. apríl 2024 10:16
Friðrik Þór fer fyrir dómnefnd á kvikmyndahátíð í Moskvu Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndaleikstjóri og framleiðandi mun fara fyrir dómnefnd á Alþjóðlegu Kvikmyndahátíðinni í Moskvu. Vestræni kvikmyndaiðnaðurinn hefur ákveðið að sniðganga keppnina að mestu leyti vegna innrásar Rússlands inn í Úkraínu. Innlent 9. apríl 2024 23:04
Mun túlka Springsteen Bandaríski leikarinn Jeremy Allen White, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í þáttunum The Bear, mun túlka Bruce Springsteen í væntanlegri kvikmynd um stórsöngvarann. Bíó og sjónvarp 9. apríl 2024 08:49
Finna enn gríðarlega sterk áhrif Eurovision-myndarinnar Verkefnastjóri Húsavíkurstofu segir að ferðamennska hafi aukist jafnt og þétt í Húsavík frá útgáfu Eurovision-bíómyndarinnar og síðasta sumar sé það blómlegasta í sögu bæjarins. Hann vekur athygli á að fyrir hverja krónu sem notuð er til fjárfestingar í kvikmyndagerð hérlendis koma 6,8 krónur til baka. Bíó og sjónvarp 7. apríl 2024 18:32
Bein útsending: Mikilvægi og framtíð kvikmyndagerðar á Íslandi Menningar- og viðskiptaráðuneytið í samstarfi við Íslandsstofu og Kvikmyndamiðstöð Íslands stendur fyrir ráðstefnu um efnahagslegt mikilvægi og framtíð kvikmyndagerðar á Íslandi í Hörpu frá klukkan 15 til 17. Innlent 5. apríl 2024 14:30
Verður aftur laglega ljóskan Elle Woods Bandaríska leikkonan Reese Witherspoon hyggst bregða sér aftur í eitt af hennar langþekktustu hlutverkum, lögfræðingsins Elle Woods sem hún gerði ódauðlega í Legally Blonde kvikmyndunum. Í þetta skiptið verður um að ræða sjónvarpsþætti. Bíó og sjónvarp 5. apríl 2024 11:19
Svar Íslands og Sviss við Forrest Gump mætir á skjáinn Kalmann Óðinsson sjálfskipaður lögreglustjóri á Raufarhöfn mætir bráðum á skjá landsmanna en framleiðslufyrirtækið Kontent hefur tryggt sér kvikmyndaréttinn af skáldsögunum um kappann sem skrifaðar eru af Joachim B. Schmidt. Leikstjóri þáttanna segist hafa haft seríuna í maganum allt frá því hann las bókina í fyrsta sinn. Bíó og sjónvarp 4. apríl 2024 07:00
Hámhorfið: Hvað eru prestar landsins að horfa á? Sunnudagar eru sjónvarpsdagar á mörgum heimilum og má gera ráð fyrir því að margir nýti páskafríið í gott hámhorf. Lífið á Vísi heldur áfram að heyra í fjölbreyttum hópi fólks varðandi hvað það er að horfa á þessa dagana og í dag, á páskadegi, fáum við að heyra frá nokkrum prestum landsins. Bíó og sjónvarp 31. mars 2024 11:31
Blendnar tilfinningar á frumsýningu Oppenheimer í Japan Stórmyndin Oppenheimer var frumsýnd í Japan í dag, rúmum átta mánuðum eftir að hún var heimsfrumsýnd. Skiptar skoðanir eru meðal japanskra bíógesta á myndinni. Bíó og sjónvarp 29. mars 2024 10:58
Sandler vinnur að Happy Gilmore 2 Leikarinn Adam Sandler er sagður vinna að framhaldi myndarinnar Happy Gilmore frá árinu 1996. Leikarinn Christopher McDonald, sem lék illmennið Shooter McGavin í myndinni, segir Sandler þegar búinn að skrifa handrit. Bíó og sjónvarp 27. mars 2024 22:43
Grétu og viðurkenndu mistök á erfiðum fundi Baltasar Kormákur bindur vonir við að hægt verði að fá íslenska reiðmenn til að taka við af spænsku þjálfarateymi, sem uppvíst varð að illri meðferð á hrossum við kvikmyndaframleiðslu Baltasars. Þjálfarateymið hafi viðurkennt mistök á erfiðum fundi, þar sem hópnum var sagt upp störfum. Innlent 25. mars 2024 20:30
„Hann er með svona Connery áru yfir sér“ Breska götublaðið The Sun fullyrti í vikunni að breska leikaranum Aaron Taylor-Johnson hefði verið boðið hlutverk njósnara hennar hátignar James Bond. Aðdáendurnir Pétur Ívarsson og Marín Eydal Sigurðardóttir eru bæði ánægð með valið og ganga svo langt að segja að það sé svipur með Aaron og hinum upprunalega Bond, sjálfum Sean Connery. Bíó og sjónvarp 24. mars 2024 17:00
Baltasar sleginn yfir hestamálinu Baltasar Kormáki og hans teymi var verulega brugðið þegar þeim barst veður af hrottafenginni meðferð hesta sem verið var að þjálfa fyrir kvikmyndaverkefni þeirra. Hann segir þjálfarana hafa verið rekna um leið og upp komst um málið. Innlent 23. mars 2024 14:12
Hestamisþyrmingar fyrir íslenska kvikmyndaframleiðslu Matvælastofnun hefur stöðvað tímabundið sérstaka þjálfun á hestum til þátttöku í kvikmyndaframleiðslu vegna hrottalegrar meðferðar. Alvarleg atvik sjást á myndbandi sem er í dreifingu á Facebook. Spænskir atvinnumenn með mikla reynslu af hestaþjálfun voru fengnir í verkið, en í myndbandinu sjást þeir berja hestana í hausinn og sýna mjög harkalega reiðmennsku. Búið er að reka þjálfarana og alla sem komu að málinu. Innlent 23. mars 2024 11:37
Spennuþáttaröðin Reykjavík Fusion í framleiðslu í sumar Íslenska þáttaröðin Reykjavík Fusion verður framleidd í sameiningu af hinni virtu fransk-þýsku sjónvarpsstöðinni ARTE og íslenska kvikmyndaframleiðslufyrirtækinu ACT4. Tökur á seríunni hefjast seint í sumar en serían verður sýnd á Stöð 2 hér á landi. Bíó og sjónvarp 21. mars 2024 16:17
Báðar fylkingar House of the Dragon fá sína stiklu HBO hefur birt tvær stiklur fyrir aðra þáttaröð hinna vinsælu þátta House of the Dragon, sem frumsýnd verður í júní. Báðar fylkingar í borgarastyrjöldinni í Westeros fá sína stiklu. Bíó og sjónvarp 21. mars 2024 15:41
Kátt á hjalla þegar Logi og félagar fögnuðu Ásgeiri Kátt var á hjalla hjá Loga Bergmanni Eiðsyni og öðrum aðstandendum heimildarmyndar um einn sigursælasta fótboltaþjálfara landsins Ásgeir Elíasson þegar sýning á myndinni fór fram í Sambíóum Kringlunni í gær. Lífið 21. mars 2024 15:35
Bað hennar við sólsetrið á 100 mánaða afmælinu Leikkonan, handritshöfundurinn og söngkonan Silja Rós lýsir sjálfri sér sem miklum orkubolta og á erfitt með að sitja kyrr og bíða eftir tækifærunum. Hún lærði leiklist í Los Angeles og hefur frá útskrift verið að þróa þætti sem fara í loftið í næstu viku og heita Skvíz. Blaðamaður ræddi við Silju Rós um lífið, listina og ofur rómantískt bónorð. Bíó og sjónvarp 21. mars 2024 07:00
Sviptir hulunni af heimildarmynd og sér um föstudagskvöldin á RÚV Logi Bergmann Eiðsson fjölmiðlamaður til margra ára segir fyndið símtal hafa orðið til þess að hann ákvað að taka að sér framleiðslu heimildarmyndar um Ásgeir Elíasson, einn sigursælasta fótboltaþjálfara landsins. Logi er nú að vinna í gerð fleiri heimildamynda og er í ritstjórn spurningaþáttanna Er þetta frétt? sem sýndir eru á föstudagskvöldum á RÚV. Lífið 20. mars 2024 15:29