Fjölskyldan flutt frá Eyjum og Andri Rúnar líklegast ekki með ÍBV Framherjinn Andri Rúnar Bjarnason hefur líklega spilað sinn síðasta leik með Eyjamönnum en fjölskylda hans er flutt á höfuðborgarsvæðið. Íslenski boltinn 5. desember 2022 15:13
Adam Örn í Fram Bakvörðurinn Adam Örn Arnarson hefur gert tveggja ára samning við Fram. Félagið greindi frá þessu í kvöld. Íslenski boltinn 2. desember 2022 22:00
Elfar Freyr skrifar undir tveggja ára samning á Hlíðarenda Valur hefur staðfest komu miðvarðarins Elfars Freys Helgasonar. Hann skrifar undir tveggja ára samning við liðið. Íslenski boltinn 2. desember 2022 19:35
Dómarar fúlir út í Fótbolta.net og mótið blásið af Félag deildardómara (FDD) í fótbolta hefur ákveðið að slíta samstarfi sínu við Fótbolta.net varðandi umsjón dómgæslu á hinu árlega Fótbolta.net-móti, vegna óánægju með umfjöllun um dómara á vegum miðilsins. Fótbolti 2. desember 2022 08:01
Óskar Örn ekki búinn að ákveða hvort hann beygi til vinstri eða hægri á Reykjanesbrautinni Óskar Örn Hauksson er ekki búinn að semja við nýtt lið eftir að hann yfirgaf Stjörnuna að loknu tímabilinu í Bestu deildinni. Hann viðurkennir að tíminn hjá Stjörnunni hafi verið vonbrigði. Íslenski boltinn 2. desember 2022 07:00
Ole Martin segir að hann muni þjálfa KR en að Rúnar ráði ef þeir eru ósammála Rúnar Kristinsson virðist vera orðinn eins konar knattspyrnustjóri hjá karlaliði KR en þjálfun liðsins verði hér eftir í höndum Norðmannsins Ole Martin Nesselquist. Fótbolti 30. nóvember 2022 12:31
Erfiðast fyrir leikmenn að fara leikbann á Íslandi vegna gulra spjalda Gulu spjöldin og refsingar vegna þeirra voru til umræðu á Formanna- og framkvæmdastjórarfundi Knattspyrnusambands Íslands. Fótbolti 30. nóvember 2022 11:01
„Er bara 27 ára gamall og hungraður í að sýna öllum hér heima hvað ég get“ Adam Örn Arnarson spilaði í Bestu deild karla í sumar eftir að hafa spilað til fjölda ára sem atvinnumaður. Hann er án félags í dag en stefnir á að láta að sér kveða í sumar og sýna fólki hér á landi að hann sé enn sami leikmaður og spilaði við góðan orðstír í atvinnumennsku í öll þessi ár. Íslenski boltinn 30. nóvember 2022 09:00
Framarar sækja liðsstyrk til Grindavíkur Framarar hafa samið við knattspyrnumanninn Aron Jóhannsson um að leika með liðinu í Bestu-deild karla næstu tvö árin. Fótbolti 29. nóvember 2022 20:01
KR-ingar ráða norskan aðstoðarþjálfara Knattspyrnudeild KR hefur samið við Norðmanninn Ole Martin Nesselquist og mun hann gegna stöðu aðstoðarþjálfara meistaraflokks karla í knattspyrnu. Fótbolti 26. nóvember 2022 23:01
Arnór Sveinn aftur heim Íslandsmeistarar Breiðabliks halda áfram að þétta raðirnar og hafa fengið Arnór Svein Aðalsteinsson aftur heim frá KR. Íslenski boltinn 25. nóvember 2022 15:59
Hoppar yfir Bestu deildina og út í atvinnumennsku eins og Eyjólfur Sverris Gróttumaðurinn Kjartan Kári Halldórsson tekur nú risastökk á sínum ferli með því að gerast atvinnumaður hjá norska félaginu Haugesund. Fótbolti 25. nóvember 2022 13:02
Matthías vildi finna gleðina aftur í fótboltanum: Sóknarbolti Víkings heillaði Ein af stærstu félagsskiptunum eftir tímabilið var þegar Víkingar kræktu í reynsluboltann og fyrirliða FH-liðsins, Matthías Vilhjálmsson. Íslenski boltinn 25. nóvember 2022 08:01
Patrik til meistaranna Færeyski fótboltamaðurinn Patrik Johannesen er genginn í raðir Breiðabliks frá Keflavík. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við Íslandsmeistaranna. Íslenski boltinn 23. nóvember 2022 09:26
Patrik kveðst bara eiga eftir að gangast undir læknisskoðun hjá Breiðablik Færeyski landsliðsmaðurinn Patrik Johannesen verður leikmaður Íslandsmeistara Breiðabliks á næsta tímabili í Bestu deildinni nema hann standist ekki læknisskoðun í Kópavoginum. Fótbolti 20. nóvember 2022 12:20
Breiðablik að kaupa Johannesen á 11 milljónir Greint er frá því í hlaðvarpinu Dr.Football að framherjinn Patrik Johannesen sé á leið til Breiðabliks frá Keflavík. Talið er að Íslandsmeistararnir kaupi Johannesen á ellefu milljónir frá Keflvíkingum. Fótbolti 19. nóvember 2022 13:44
Hannes Þór um endinn á Hlíðarenda: „Ég fékk aldrei neinar skýringar á þessu“ Hannes Þór Halldórsson, einn besti markvörður Íslandssögunnar, lagði hanskana nokkuð óvænt á hilluna fyrr á þessu ári. Hann fór yfir endalok ferilsins, sem fór með hann frá Breiðholti til Aserbaísjan, í hlaðvarpsþættinum Chat After Dark, áður Chess After Dark. Íslenski boltinn 19. nóvember 2022 08:01
Stelpurnar mættu mun betur og fengu gullskóinn, gullhanskann og gullboltann Íslenskur Toppfótbolti gerði upp fyrstu Bestu deildina með nýjum verðlaunum og þau voru afhent á dögunum. Íslenski boltinn 16. nóvember 2022 15:00
Sindri ver mark FH næstu þrjú árin Markvörðurinn Sindri Kristinn Ólafsson er genginn í raðir FH frá uppeldisfélagi sínu Keflavík eftir góða frammistöðu með Keflvíkingum í sumar. Íslenski boltinn 16. nóvember 2022 12:53
Birgir aftur í KA eftir að Valur íhugaði að fá hann Bakvörðurinn Birgir Baldvinsson mun spila með KA í Bestu deild karla í fótbolta næsta sumar en það virtist nær frágengið að hann myndi enda í Val. Hinn 21 árs gamli Birgir hefur leikið með Leikni Reykjavík á láni undanfarin þrjú tímabil en ávallt verið samningsbundinn uppeldisfélagi sínu KA. Íslenski boltinn 12. nóvember 2022 10:31
Andri Adolphsson í Stjörnuna Andri Adolphsson hefur samið við Stjörnuna og mun því leika með liðinu í Bestu deild karla í fótbolta á næstu leiktíð. Ekki kemur fram hvað samningurinn er langur og þá er Andri enn skráður í lið Vals á vef Knattspyrnusambands Íslands. Fótbolti 11. nóvember 2022 18:30
Matthías gengur til liðs við Víking Knattspyrnudeild Víkings hefur gengið frá samningum við Matthías Vilhjálmsson um að leika með liðinu í Bestu-deild karla í knattspyrnu næstu tvö tímabilin. Fótbolti 10. nóvember 2022 18:33
KA fær aðalmarkaskorara Þórs KA-menn hafa sótt sinn fyrsta leikmann eftir að liðið tryggði sér Evrópusæti með árangri sínum í Bestu deild karla í fótbolta á síðustu leiktíð. Þann leikmann sóttu þeir rétt yfir Glerána. Íslenski boltinn 10. nóvember 2022 12:28
Fyrsta verk Heimis að endursemja við Eggert og Björn Daníel Eggert Gunnþór Jónsson og Björn Daníel Sverrisson hafa skrifað undir nýja samninga við FH. Íslenski boltinn 9. nóvember 2022 15:00
Óskar Örn kveður Stjörnuna Óskar Örn Hauksson, leikjahæsti leikmaður í sögu efstu deildar, hefur yfirgefið Stjörnuna eftir eitt tímabil í herbúðum liðsins. Íslenski boltinn 9. nóvember 2022 12:59
Utan vallar: Kaupa aftur hlutabréf í Heimi í sögulegu lágmarki Síðast þegar FH keypti hlutabréfin í Heimi Guðjónssyni í sögulegu lágmarki reyndist það snilldarráð. En geta FH-ingar endurtekið leikinn? Íslenski boltinn 9. nóvember 2022 12:30
„Sagan má ekki vera myllusteinn“ Eggert Herbertsson, formaður Knattspyrnufélags ÍA, segir að glæst saga ÍA megi ekki vera félaginu fjötur um fót. Að hans sögn þarf aðstaðan til fótboltaiðkunar á Akranesi að lagast til að ÍA geti haldið í við bestu lið landsins. Íslenski boltinn 9. nóvember 2022 10:00
Heimir kynntur til leiks hjá FH Heimir Guðjónsson hefur formlega verið kynntur til leiks sem nýr þjálfari karlaliðs félagsins í knattspyrnu. Sigurvin Ólafsson var á sama tíma kynntur sem aðstoðarþjálfari liðsins, en félagið greindi frá þessu á stuðningsmannakvöldi sem haldið var í kvöld. Fótbolti 8. nóvember 2022 20:54
Heimir og Sigurvin formlega tilkynntir hjá FH í kvöld FH hefur boðað til stuðningsmannakvölds þar sem Heimir Guðjónsson og Sigurvin Ólafsson verða tilkynntir sem nýir þjálfarar meistaraflokks karla. Fótbolti 8. nóvember 2022 12:19
Heimir snýr „heim“ í Kaplakrika Talið er að Heimir Guðjónsson verði tilkynntur sem nýr þjálfari FH í Bestu deild karla í fótbolta á morgun. Heimir stýrði FH lengi vel og var liðið einkar sigursælt undir hans stjórn. Íslenski boltinn 7. nóvember 2022 22:25