Fósturfjölskyldur - Félag fósturforeldra
sjötta og síðasta þætti fyrstu seríu hlaðvarpsins Fósturfjölskyldur ræða þau Guðlaugur og Anna Steinunn um Félag fósturforeldra. Þau sitja bæði í stjórn félagsins og þekkja félagið orðið vel. Nýverið fór félagið í stefnumótunarvinnu í takt við ákall meðlimi félagsins og breyttar aðstæður fósturbarna. Þar er framtíðarsýn félagsmanna björt og margt sem vilji er til að breyta og bæta sem styður enn betur við fósturfjölskyldur, Jafningjafræðsla og kaffihúsahittingar eru mikilvægir liðir í fræðslu félagsmanna. Árlegur fræðslufundur félagsins hefur verið mjög mikilvægur og er hann yfirleitt að hausti og vel sóttur. Gulli og Anna Steinunn hvetja öll sem eru áhugasöm um að taka börn í fóstur að skrá sig í félagið áður en barn er komið inn á heimilið.