Vísindi ofskynjunarsveppa
Frosti Logason ræðir við dr. Robin Carhart-Harris, forstöðumann rannsóknarseturs um vitundarvíkkandi efni hjá Imperial College í London. Robin hefur undanfarin ár leitt rannsóknir á vitundarvíkkandi efnum við háskólann. Eftir hann hafa birst á sjötta tug vísindagreina um viðfangsefnið. Hann stýrði m.a. umfangsmikilli rannsókn á notkun psilocybin við alvarlegu þunglyndi og var heimildamyndin Magic Medicine gerð um þær rannsóknir.