Fokk ég er með Krabbamein - Ég hefði viljað eignast börn

Halla Dagný Úlfsdóttir var einungis 24 ára gömul þegar hún greindist með fjórða stigs leghálskrabbamein en hún hefur greinst tvisvar eftir það. Alvarleiki veikindana gerði það að verkum að hún fór í legnám 27 ára gömul. Í þættinum sest hún niður með Sigríði Þóru og ræðir á sinn einlæga hátt um lífið og tilveruna með krabbameininu, erfiðleikana sem fylgja því að vera ung og einhleyp með krabbamein og þær tilfinningar sem koma upp við það að geta ekki eignast börn. Halla er alveg mögnuð og hefur tileinkað sér hugarfar sem einkennist af miklu æðruleysi, hlustar á hjartað og eltir draumana sína, á milli þess sem hún kennir og stundar jóga og ferðast um heiminn.

2420
40:12

Vinsælt í flokknum Fokk ég er með krabbamein