Markaðssetning - Bransakjaftæði
Hvað hefur áhrif á að tónlistarfólki gangi vel? Þeir sem semja tónlistina vilja oft trúa því að gæði tónlistarinnar sé mikilvægasti hluturinn og að góð tónlist muni alltaf finna sér leið til fólks. Fólk segir oft að góð tónlist markaðssetji sig sjálf… Þó að það séu til einhver dæmi um þetta þá er þetta ekki besta leiðin til að fá athygli á tónlistina sína. Því að aðal punkturinn er að - markaðslega séð - þá skiptir ekki máli hversu góð tónlistin er ef enginn heyrir hana.